Nafn skrár:SigJon-18xx-11-24
Dagsetning:A-18xx-11-24
Ritunarstaður (bær):Möðrudal
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 101 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Sigurður Jónsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1818-05-07
Dánardagur:1878-03-07
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Jökuldalshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Múl.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Möðrudal d 24 November

Elskul Vinur minn

Hjartanlega þakka eg þér fyrir tilskrifið seinast og sendinguna .ásamt öllu góðu að undanförnu. Ekki get eg nú sent þér með þessu bréfi borgun fyrir allar Bækurnar því þar eru ekki til mín borgaður, það er helst að segja um þúsund og eina nótt. Svöfu borga eg og Skírnir borga eg og eina þúsund. aðrar Rímurnar eru ?? en óborgaðar hver tveggju rímurnar þykja mér dýrar þvi það sem talið er ark getur ekki Verið nema hálft ark nóg um þetta Vinur minn, eg skal með tímanum standa þér skil á þessu, eg má ekki borga fyrir fram því þeir borga mér það sumir aldrei. og hef heldur sjaldan peninga fyrir hendinni það er komið nóg á Skrattans bokum til mín frá Ritstjora okkar og er eg ráða laus með þær, því eg get ekki selt nema fá það af öðrum og Verð opt prettaður eg æta að biðja þig um eina Sumargjöf eg hef Verið beðin um hana. eg er orðin ónítur að neiða menn að kaupa Bækur í þessum dauðans árum eg læt her innani 2rd 12 Sk fyrir Svofu 80 þúsund 72 Skírnir 32 Gustafs Rumur 20 þetta atast eg til sé borgað með þessu maske eg bæti 4 Við fyrir þjoðolf niðið og þá Verða það 2rd 16Sk

Til géfdu Vinur hastlínur þessar þinum skuldbundnum Vin og Velunnara

SJónssyni

Myndir:12