Nafn skrár:SigTho-1900-05-18
Dagsetning:A-1900-05-18
Ritunarstaður (bær):Hólum í Hjaltadal
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Skag.
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafnið á Akureyri
Safnmark:
Nafn viðtakanda:Ingibjörg Þórðardóttir og Gísli Jónsson
Titill viðtakanda:Systir, mágur
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Sigurður Þórðarson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1883-10-11
Dánardagur:1978-01-12
Fæðingarstaður (bær):Hnjúki
Fæðingarstaður (sveitarf.):Svarfaðardalshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Eyf.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Hólum 18 maí 1900

Kjær heilsan!

Inni lega þakka jeg þjer, fyrir allt gott við mig, frá því fyrsta. Efni þessa miða, er að biðja þig, að hjálpa upp á mig með úrið mitt, því eins og þú veist, bilaði það hjá

mjer í vetur, og bað jeg Steina á Upsum fyrir það, og sendi með því eina kr. en svo bað jeg Jóhann bróðir fyrir, að grenslast eptir því, en hann

sagði að það væri enn á Akureyri, og að það kostaði 1 4 kr. við gerðin á því, og ætla jeg nú að biðja þig ef þú vildir svo

vel gjöra, eða gætir svo vel gjört, og hjálpa nú uppá mig með þettað, að jeg gæti feingið það, Jóhann Þórðarson sagði mjer að hann ætlaði inn eptir núna bráðum

og þætti mjer gott, ef þú gætir gjört í því, með honum, eð ef þú færir sjálfur, en það geingur

víst undir Steina nafni, og taka þessa einu kr. hjá honum, og ef þú gætir svo, sent mjer það með fyrstu ferð, eða látið mig vita um það

="overstrike">eitteittkvað. Fáar hef jeg frjettir að segja þjer, nema að mjer líður vel, og jeg er orðin nokkuð

frískur, af "innflúensunni" sem jeg varð mjög slæmur af og lá í 2.d. um prófið, og görði hún mjer mikið ílt við það, því jeg var vestur, fysta dægin sem við tókum það, en

annan dægin lá jeg sov svo við gátum ekki tekið það, og dróst nokkuð leingi, og hef jeg altaf verið hál slæmur, en Hinir voru

allir frískari en jeg um það leiti, sumir sem feingu hana ekki, og sumir sem voru þá búnir að ljúka við hana (það er að segja af okkur neðri bekkingu)

Hjer

hefur tíðin mátt heita bærileg, þó hefur verið heldur kalt, og næðings samt. Jeg Jeg sje ekki neina á stæðu, til að segja þjer

meira frjettir hjeðað, þar sem þú færð þær ma með þeim sem koma

="scribe" place="supralinear">fara norður, en ekki hef jeg neitt það að segja þjer, sem þú vj frjettir víst ekki, eða að

minsta kosti, man jeg ekki eptir þeimþví, nú sem stendur. Svo kveð jeg þig

með óskum um góða líðan.

Sigurðu Þórðarson.

Jeg bið kjærlega að heilsa Ingibjörgu og litlu syskinunum og svo öllum yfor hafið. Sá sami S.Þ.

Myndir: