Nafn skrár:SnoJon-1898-01-14
Dagsetning:A-1898-01-14
Ritunarstaður (bær):Oddeyri
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafnið á Akureyri
Safnmark:
Nafn viðtakanda:Gísli Jónsson á Hofi
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Snorri Jónsson
Titill bréfritara:smiður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1852-07-08
Dánardagur:1918-01-18
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Holárkoti
Upprunaslóðir (sveitarf.):Svarfaðardalshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Eyf.
Texti bréfs

Oddeyri 14 Jan 1898

Herra Gísli Jónsson

Syðrahvarfi

Hjermeð sendi eg þjer framhald af reikningi yfir trjá viðim og hefi eg samkv reikninginum sett uppbót fyrir skemdir 5 Krónur. Jeg get ekki enn sem

komið er gefið meiri uppbót; fyrst af því að mjer þykir skuldinn nokkuð há og svo vegna þess að jeg álít

að slík uppbót sem ómakslaun þín komi eigi öðrum við en okkur og getum við átt saman um það þó síðar sje, eða þegar þú kemur

og

finnur mig Ef þú skildir senda mjer ávísan á Söllner þá vil jeg biðja þig að sjá um að hún kæmi til mín eigi síðar en 24 þ.m. því með

næsta pósti þarf eg að senda hana

Með kærri kveðju til þín og þinn

Vinsamlegast

Sn. Jónsson

Myndir: