Nafn skrár:SnoJon-1900-04-05
Dagsetning:A-1900-04-05
Ritunarstaður (bær):Oddeyri
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafnið á Akureyri
Safnmark:
Nafn viðtakanda:Gísli Jónsson á Hofi
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Snorri Jónsson
Titill bréfritara:smiður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1852-07-08
Dánardagur:1918-01-18
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Holárkoti
Upprunaslóðir (sveitarf.):Svarfaðardalshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Eyf.
Texti bréfs

Oddeyri 5/4-1900.

Góði vin!

Jeg skal hjermeð rita þjer nokkrar línur, sem svar uppá það sem þú nefndir við mig áður enn jeg silgdi í vetur og sem þú síðar mintist á við Þorleif. Jeg er fáanlegur

til þess að panta fyrir ykkur vörur í vor sem þið svo endurgjaldið mjer með fiski og sauðum. Jeg kaupi að öllum líkindum 1500 Sauði nú á næstkomandi

hausti væri því best að þið Svarfdælir senduð um þessi viðskipti við mig ef þið annars hugsið ykkur áframhald fyrverandi verzlunar. Mjer fanst að adallega það sem pöntunar

viðskipti ykkar byggjust á sje

sauðasala ykkar, og mikið jvegna þess hefi jeg ráðist í að gjöra tilraun með að selja sauði

rend="overstrike">n í útlandið, og er það að vísu stór á hætta, hvernig sem fer, því að mikið kostar það. Best væri og enda naudsynlegt að þú persónulega findir mig

og værir því þá svo útbúinn að þú gætir gjört samning veitt mjer upplýsingar um hvemarga sauða þið getið látið eða lofið gegn pöntunum og hvað mikið í fiski, og hvað snemma

haustsins að það getur sntið að Saudirnir fáist. Fái jeg pontun ykkar svo að hún verði til mín komin fyrir 15 Apríl eða alls ekki seinna en 18 sama

mán. þá get jeg skaffað ykkur vörurnar um 8-12 júni og álít jeg það heppilegra tíma væri og nauðsynlegt þá að geta útsendt það af fiski sem unt væri því það

sparar rentur. Jeg mun sjá svo um að vörurnar verði fluttar til ykkar á Svarf.dal ef veður leyfa það álit jeg að ykkur kæmi vel, en þá verðið þið að ganga ve lfram í fluttningum

i land og smáttöku. Jeg hefi samið svo um að skip það sem flytur þær leggist á dalvík. Hvað segir þú um það, og mun jeg senda mann með til leiðbeiningar og framkvæmda. Jeg hefi

hugsað að skaffa ykkur vörurnar með hreinu innkaupi auk kostnaðar. fyrir ómakslaun sem oss

semur um jeg verð því að taka það fram að þarsem jeg í fyrstu geri þessa

tilraun með nýan markað fyrir fjeð, og tekst stóra ábyrgð á hendur ef jeg kaupi þá fyrir eigin reiknig, þá að þið seljið mjer sauðina við svo vægu verði sem unt er, audvitað fer

jeg ekki fram á að fá sauðinar svo að þið þyrftuð að skaðast. Jeg mintist á það við Jón á Hreiðarstj um þessa verslun og fanst mjer hann vera áfram um það. Jeg

hefi undirbúið svo erlendis að að vörur getið þið fengið með einni ferð þótt væri un alt að 15000 krónur, en náttúrlega er eitt adalskilyrdið að þannig löguð verzlun sje skuldlaus

um reikningsupgjör, svo hún geti þrifist. Fisk vil jeg kaupa að svarfdælingum helst allan fisk sem þeir fá og geta verkað í sumar fyrri vörur peninga eða ávísanir

2. sem allt skal borgað við móttöku fisksins kem jeg til að taka annað hvort i Hrísey og jafnvel á Dalvík. Það er náttúrlega

heppilegast fyrir ykkur Jeg þarf að kaupa nokkur hundruð ??? af Saltfiski og vil gjarnan láta ykkur sitja firir þeirri verzlun eins og aðra, allt lagað eptir

því sem seljandi óskar hvort heldur í verzlunarvörum peningum eða ávísunum, uppá þann hátt ættu allar isl. afurðir að seljast og kaupast það er rjetti gangurinn

í verzlaninni Jeg vil biðja þig að virda ráðan bag að þessu því að nú eru eigi meiri en 12 dagar til Stefnu sokum þess einkanlega

að því seinna sem vörupöntunin kemur út

því seinna koma vörurnar en eimitt á hinum tiltekna tíma er heppilgast að pöntunin sje send. Væri óhugsandi að þú gætir látið mjer í tje pöntunar skrá ykkar með H. Vesta nú 13

apríl þá væri best að geta sent hana því bæði er það að best er að pontunin komi sem fyrst út og svo er náttúrlega ekki óhugsandi að eitthvað geti hindrað hina síðari ferð sem jeg

hjer að framan nefni að senda pöntunina með Jeg get ekki skrifað þjer frekar nú að þessu sinni því allt verðdur að

ákveðast fullkomnara við pusándagan samfumt

Með kærri kveðju og óskum alls mis legt

Vinsamlegast

Sn. Jónsson

Myndir: