Nafn skrár:SnoJon-1901-01-24
Dagsetning:A-1901-01-24
Ritunarstaður (bær):Oddeyri
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafnið á Akureyri
Safnmark:
Nafn viðtakanda:Gísli Jónsson á Hofi
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Snorri Jónsson
Titill bréfritara:smiður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1852-07-08
Dánardagur:1918-01-18
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Holárkoti
Upprunaslóðir (sveitarf.):Svarfaðardalshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Eyf.
Texti bréfs

Oddeyri, þann 24 jan. 1901.

Góði vin!

Svo er mál með vexti, að þegar eg fór að aðgæta hvað margar kindur að eg seldi þér í haust út á Hofi þá sá eg það að kindurnar voru ekki nema 8. i staðin fyrir það að eg hafði skrifað hjá mér 9.

Eg þykist muna það rett að fyir þá kind sem reyndist aflett var onnur látin í staðinn af þeim kindum sem eg fekk hjá Jóni á Þverá í hinu húsinu, þegar þú varst búin að vigta kinu 9 og ein var svo tekin

frá Þetta getur auðvitað verið líka nokkuð mér að kenna að eg ekki gekk betur frá því að lokum. Fari svo að ekki komist leiðretting á þetta okkur á milli og þú sert alveg viss að

hand="scribe" rend="overstrike">að kindatalan sé rétt hjá þér þá vantar mig beinlínis 1 kindina úr rekstrinum hjá Þorfinni, og væri gott ef þú vildir vel gjöra og komast eptir því hjá honum við

tækifæri, hvort Kinda talan hefur staðið heima þegar inn eptir kom annað hvort þú letir mig þá vita með línu eða ef þú yrðir á ferðinni hér áður langt um líður.

Vinsamlegast

þinn

SJónsson

Myndir: