Nafn skrár: | SnoTho-1905-02-28 |
Dagsetning: | A-1905-02-28 |
Ritunarstaður (bær): | Hólum í Hjaltadal |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Skag. |
Athugasemd: | |
Safn: | Héraðsskjalasafnið á Akureyri |
Safnmark: | |
Nafn viðtakanda: | Gísli Jónsson |
Titill viðtakanda: | mágur |
Mynd: | ljósrit |
Bréfritari: | Snorri Þórðarson |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1889-03-31 |
Dánardagur: | 1972-07-19 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hnjúki |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Svarfaðardalshreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | Eyf. |
Texti bréfs |
Hólum 28 feb 1905 Kæri vinur! Jeg hef meðtekið brjefið frá þjer, sem mjer þótti ekkert vænt um, af þvi það var þetta efni i þvi. Jeg má til að láta þig vita, að jeg get ekkert gjört i þvi, að láta þig hafa hundinn, þvi jeg er búinn að selja hann, norður i Svarfaðardal fyrir laungu, þó hann sje en hjá mjer, og jeg vissi ekki annað en jeg hefði fulla heimild til þess frá Steina bróðir (að selja hann) svo mjer fellur illa að hann skuli lejfa öðrum að fá hann hjá mjer. Þá skilur þú á þessum orðum, að mjer er ómögu legt að gjöra nokkuð, i, að þú fáir hann. Hjeðan frá Hólum er fátt að frjetta þó ótrúlegt þeyki svo jeg hef Þú ert sjálfsagt búinn að frjetta, að jeg ætla ekki að koma i Svarfaðardalinn þetta ár, svo jeg þarf ekki að segja þjer það. Hjer i dalnum má heita blóðrautt. Jeg og valdi: við biðjum kærlega að heilsa Íngibjörgu sistir, og litla frændfólki okkar. Svo kveðjum vjer þig og óskum þjer gleðilegrar framtíðar. Snorri Þórðarson |
Myndir: |