Nafn skrár:SofDan-1906-04-25
Dagsetning:A-1906-04-25
Ritunarstaður (bær):Höfn
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

Stödd í Höfn 25. apríl 1906.

Hjartkæru foreldrar mínir.

þá erum við nú Skeggjastaða fólkið komin á Stað ti fyrirheitna landsins. Við bíðum hjer í Höfn komu Hólars, erum hjer 11 í bezta yfir læti hjá vina fólki okkar. Halldór kaupmaður sókti allan okkar flutning (sem ekki fór á sleðum í vetur) um 90 stykki og síðan okkur öll í gær það var ekki þorað að ríða til síðasta daggs af því okkur þótti líka að brúka sjóinn enda kom það sjer betur að ferð var í gær því í dag er norðanhraði. Á sumardaginn fyrsta lagði vinnu fólkið á stað með skepnurnar, Sigurður og annar maður með fjeð, og Agústína með 7 nautgripi þar af 5 mjólkandi kýr lítið sýna þær gangið samt, var aðeins 5-18 merkur úr fjósinu í mál Taðan er svo vond með Agústínu var drengur hjeðan g bóndi af næsta bæ það fór með skepnurnar á þremur dögum norður 4. daginn var það hríðtept samt sem áður má segja að fólkinu gengi vel með skepnurnar, kyrnar komu með sömu nit norður, Jafn hliða fólkinu fóru 4 menn með 17 hesta undir burði. Jeg var búin að gleyma því að Langnesingar sendu okkur 10 hesta og svo okkar hesta 7 þeir hafa verið strangir og langir þessir síðustu dagar okkar á Skeggja stöðum, en jeg er nú glöð yfir að þeir eru nú liðnir og sjálfsagt það vezta búið af rótinu en mikið er eptir meðan eptir er að loka alt upp og koma öllu fyrir Jeg hef verið að reina að kvíða

engu og vil vona alls hinns bezta þegar norður kemur samt hef jeg ekki getað við því gjört að jeg hef átt bátt með að sofastundum vegna ímsrahverra hugsana

Myndir:12