Nafn skrár: | SofDan-1887-12-02 |
Dagsetning: | A-1887-12-02 |
Ritunarstaður (bær): | Reykjavík |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Gull. |
Athugasemd: | Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs 3524 4to |
Nafn viðtakanda: | Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson |
Titill viðtakanda: | foreldrar |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Soffía Daníelsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1862-03-03 |
Dánardagur: | 1907-02-23 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hólmum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Reyðarfjarðarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Múl. |
Texti bréfs |
Reykjavík 2. desember 1887 Elskulegi pabbi minn og mamma! Ósköp varð eg glöð, þegar pósturinn kom síðast, þar hann færði mjer svo góðar frjettir af ykkur heima, og þakka jeg þjer pabbi minn, hjartanlega fyrir brjefið þitt, og þjer mamma mín í sama máta fyrir sendinguna, sem hvortveggja í fyllsta máta það hefði veirð stæðzti óþarfi, að þú hefðir farið að bæta í budduna mína, pabbi minn, þar sem þú fyrir svo stuttu hafði fyllt hana og jeg var líka svo fjarskalega ánægð yfir henni; það er ekki það fyrir, jeg er bara vissum, að jeg get eitt úr henni, það er alltaf mikið ljettara, að sundurdreifa en samansafna, finnst mjer. Af okkur hjer í Glasskó, er allt bærilegt að segja, bæði hvað heilsu og annað snertir. Þóru litlu fer nú óðum fram, dag frá degi, hún er nú rjett við að ganga ein, og flest orðsegir hún, en tönnur hefir hún ekki nema tvær hvoru megin, og þykir það nú lítið, þar eð hún er meira en 1 1/2. árs. Bobbu fer einnig vel framm, en mjer finnst henni líka fara framm, með keiparnar, það er allt of mikið látið eptir henni af sumum. Hún er nú hjer ivð hnjen á mjer, að biðja mig að skrifa afa og ömmu, eitthvað um sig, og það var þá ekki betur valið en þetta, hjá töntu hennar, það sem hún sagði um hana. eg er nú eins og vant er í dauðans vandræðum með hvað jeg og gangaögn í kring; hann kom hingað fyrir skemstu, að finna ó l. br. en hann var þá ekki heima, því nú í hálfan mánuð, er hann daglega á tuk húsinu, fleiri dagana frá morgni til hvelds. Hann hefir sjálfsagt skrifað ykkur, um þetta þjófa og bruna mál, sem hann er alveg upptekinn af; það er ekki skemtilegt fyrir hann að sitja yfir því, ekki Elsku foreldrar mínir reynið að fyrirgefa að jeg sendi ykkur svona ómerkil. brjef, jeg skal á að sega ykkur í frjettum. Jg fer svo lítið út og heyri því svo litið sem við ber. Þorsteinn Bergsson ættlaði með póstinum síðast |