Nafn skrár:SofDan-1887-12-02
Dagsetning:A-1887-12-02
Ritunarstaður (bær):Reykjavík
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

24/1 88. 31/1

Reykjavík 2. desember 1887

Elskulegi pabbi minn og mamma!

Ósköp varð eg glöð, þegar pósturinn kom síðast, þar hann færði mjer svo góðar frjettir af ykkur heima, og þakka jeg þjer pabbi minn, hjartanlega fyrir brjefið þitt, og þjer mamma mín í sama máta fyrir sendinguna, sem hvortveggja í fyllsta máta kom náði tilgangi sínum.

það hefði veirð stæðzti óþarfi, að þú hefðir farið að bæta í budduna mína, pabbi minn, þar sem þú fyrir svo stuttu hafði fyllt hana og jeg var líka svo fjarskalega ánægð yfir henni; það er ekki það fyrir, jeg er bara vissum, að jeg get eitt úr henni, það er alltaf mikið ljettara, að sundurdreifa

en samansafna, finnst mjer. Af okkur hjer í Glasskó, er allt bærilegt að segja, bæði hvað heilsu og annað snertir. Þóru litlu fer nú óðum fram, dag frá degi, hún er nú rjett við að ganga ein, og flest orðsegir hún, en tönnur hefir hún ekki nema tvær hvoru megin, og þykir það nú lítið, þar eð hún er meira en 1 1/2. árs. Bobbu fer einnig vel framm, en mjer finnst henni líka fara framm, með keiparnar, það er allt of mikið látið eptir henni af sumum. Hún er nú hjer ivð hnjen á mjer, að biðja mig að skrifa afa og ömmu, eitthvað um sig, og það var þá ekki betur valið en þetta, hjá töntu hennar, það sem hún sagði um hana. eg er nú eins og vant er í dauðans vandræðum með hvað jeg

og gangaögn í kring; hann kom hingað fyrir skemstu, að finna ó l. br. en hann var þá ekki heima, því nú í hálfan mánuð, er hann daglega á tuk húsinu, fleiri dagana frá morgni til hvelds. Hann hefir sjálfsagt skrifað ykkur, um þetta þjófa og bruna mál, sem hann er alveg upptekinn af; það er ekki skemtilegt fyrir hann að sitja yfir því, ekki sýt ef hann hefir ekkert uppúr því, það er svo staf fórugt, þetta hiski, sem er grunað um að hafa kveikt í húsinu. það hafði verið lagður eldur í sjö staði í húsinu, og H. kom heim með heilmikið af púðri, sem hefir áttað hjálpa til að kveikja upp. það verður víst ekki gott að komast fyrir sannleikann í því máli. Húsið var læst af og enginn bó í því, en einn gluggi var ókræktur.

Elsku foreldrar mínir reynið að fyrirgefa að jeg sendi ykkur svona ómerkil. brjef, jeg skal ef jeg get bæta um það seinna. Verið á valt veztu óskum

hvödd og guðs vermd á hendur falin af ykkar

á að sega ykkur í frjettum. Jg fer svo lítið út og heyri því svo litið sem við ber. Þorsteinn Bergsson ættlaði með póstinum síðast heim til sín en veiktist um það leiti, sem póstur fór af stað, og dó nú þann 27. nóvemb. Jeg heyri sagt að hann verði jarðsunginn á morgunn. Jeg vonaðist eptir, að frjetta að heim an, af þorbyrni. Frú Kr. Thorlacíus sagði mjer, að hann hefði lagst, á miðum tíma slætti í sumar, og verið talin mjög hætt komin síðast er hún hefði frjett, hún sagði mjer líka, að hann væri trúlofaður dóttur sír Jakops í Saurbæ, ogaðbann lægi þar er það því vonandi, að hann hafi góða hjúkrun. Það átti ekki að hafa verið hans gamla vesöld, heldur brjóstveiki sem hann lág í. Agli er alltaf að batna í kinninni, hann er farinn að mega koma út

elskandi dóttur Sofíu.

Myndir:12