Nafn skrár:AdaBja-1901-01-14
Dagsetning:A-1901-01-14
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Aðalbjartur Bjarnason (Albert Arnason)
Titill bréfritara:vinnumaður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1864-09-01
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Bessatunga
Upprunaslóðir (sveitarf.):Saurbæjarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Dal.
Texti bréfs

Firth Nebr Jan 14 1901 Lancaster Co.

Elskulegi bróðir

Jeg atla nú að reina að senda þjer línu þó seint sje til að þakka þjer firir brjefið þitt meðtekið firir halfu öðru ári ásamt mindonum af þjer og Guðlaugu. Jeg þakka þjer af hjarta firir þær ásamt öllu öðru. Jeg vona að þessi miði finni þig og ikkur öll frísk og vellíðandi þó grunar mig að það hafi vargaskjí komið ifir ukkur og get jeg aðeins beðið Guð að stirkja ukkur og vera ukkur miskunsamur

Okkur líður öllum vel hjer sem stendur jeg sendi þjer nú mindir af okkur ollum svo þú getir sjeð aleigu mína

Jeg skjildi hafa skrifað þjer firri en mig lángaði til að senda þjer mindir okkar en það kom alltaf eitthvað firir svo það drógst til þessa tíma mindin af mjer og konunni er góð en mindin af börnonum er ekki uppá það besta

dreingurin er á fimta árinu síðan í July hann er heilsugóður og fjörugur með svört augu og rauðbirkið hár hann heitir Perry. Stúlkan heitir Lucie hún er ljóshærð og litfríð og ljett undir brún hún var tvegga ára í september hún er líka frísk og heilsugóð Jeg er er við búskap enþá hef flutt mig síðan jeg skrifaði þjer jeg hef 120 ekrur hef verið hjer í 3 ár og verð hjer næsta ár ef jeg lifi jeg hef 90 ekrur undir

plóg 10 ekrur af heilandi og 20 af beitilandi jeg hef 6 mjólkur kjyr 3 kvígur og jeg seldi 7 kálfa firir Jólin firir $100 jeg fjekk fremur góða uppskjeru í sumar eð var 400. bushels hveiti 400. bu. af höfrum og 1.800 bu. Corn en þettað er nú ekki allt mitt því jeg verð að gefa þriðjúng af hveiti og höfrum og 2/5 af Corni og $70. í peningum jeg missti góðann hest í sumar og 100 dollaravirði af svínum jeg á 4ur hross og öll verkfæri sem jeg þarf á að halda jeg seldi í suma árið sem leið ifir 135. dollara virði af smjöri og eggum þettað er nú ekki sjerlega greinilegt en það er nú svosem allt um búskapin

Lárusi líður vel, hann er nú í allrabestu kringumstæðum

hann er við góða heilsu og vinnur land sitt ennþá Jeg hef nú verið að biðja hann að skrifa þjer kannskje þú fáir brjef frá honum Jeg skrifast á við Benidict hann er ennþá í Toronto hann langar osköp til að frjetta frá þjer þaug misstu mindarlega stúlku firir tveimur árum þaug eiga stúlku og dreing eftir og þau eru bæði mindarleg og gáfuð Benidict hefur góða vinnu hann er verktari a verksmiðju. Jeg bið þig nú að firirgefa hvað þettað er stutt og ómerkilegt jeg er nærri búin að tína niður að skrifa þegar þú færð þettað brjef þá vona jeg að þú skrifir mjer og segir mjer allt um Olafsdal og þar í kríng jeg er þinn elskandi bróðir

Albert Barnason

Myndir:12