Nafn skrár: | SofDan-1888-01-05 |
Dagsetning: | A-1888-01-05 |
Ritunarstaður (bær): | Reykjavík |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Gull. |
Athugasemd: | Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs 3524 4to |
Nafn viðtakanda: | Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson |
Titill viðtakanda: | foreldrar |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Soffía Daníelsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1862-03-03 |
Dánardagur: | 1907-02-23 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hólmum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Reyðarfjarðarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Múl. |
Texti bréfs |
Reykjavik 5 janúar 1888 Elskulegu foreldrar mínir! Enn þá tekeg svolitinn snepil til þess að skrifa ykkur báð um á til samans, og verður það þá aðal inni hald hans í þetta skipti, að óska ykkur allra heilla, á hinu ný byrjaða ári, og jafn fram þakka ykkur hjartanlega fyrir það liðna Jeg hef ætíð fundið, að jeg hef haft ástæðu til að þakka ykkur, elsku forældrar mínir, hvert árið semlið ið hefur, en ekki síður finn eg þæð nú, síðan jeg fór frá ykkur, jafnvel þó jeg eigi hjer svo gott sem unnt er. þegar jeg minnist á veru mína hjer, dettur mjer í hug hvar jeg muni verða næsta ár; hjá ykkur eða Krist Jeg vil nú biðja ykkur að ráða þó fyrir mig; jeg er til hvors tveggja reiðubúin rjett eptir því sem þið viljið. það verður lítið um frjettir í þessu brjefi, blöðin tína allt smátt og stórt, svo maður þarf ekki að hafa fyrir að hugsa sig um, hvort nokkuð muni vera eptir. Ekki held eg samt að þau hafi getið um hvernig við Glasskógs búar höfum haft það hjer um jólin; við höfðum það nú náttúrlega gott, það er nú svo sem auðvitað; allt ruslið fór niður til Friðrikssens á jóla-nóttina og var þar haft ofur lítið jólatrje fyrir börnin, og skemtu þau sjer við það mikið vel. þegar við fórumað jeta og drekka, bað Friðrikssen okkur að drekka skál ykkar heima á Hólmum og gjörði jeg það með góðri list í rauðvínin) eins og jeg þykist vita er nú allt háfl stórbusalegt fyrir mjer enn jeg vona að jeg liðkist í því samt við æfinguna. Við vorum búin að hvíða fyrir Sofía. að allir aðrir hafa gjört) það með góðri list.) Anna var eptir um nótt ina með börnin, en við Halldór fórum heim um hveldið, og svo niðureptir um morgunin til að borða, en um miðjan daginn var Friðrikssens húsi lokað, og allir voru hjer til hátta tíma á jóladagin. þannig höfum við nú |