Nafn skrár: | SofDan-1888-02-04 |
Dagsetning: | A-1888-02-04 |
Ritunarstaður (bær): | Reykjavík |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Gull. |
Athugasemd: | Soffía var dóttir Jakobínu |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 3527 4to |
Nafn viðtakanda: | Jakobína Magnúsdóttir |
Titill viðtakanda: | móðir |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Soffía Daníelsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1862-03-03 |
Dánardagur: | 1907-02-23 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hólmum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Reyðarfjarðarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Múl. |
Texti bréfs |
Reykjavík 4 febrúar 1888 Elskulega mamma mín! Helzt af öllu vildi jeg að þú og allir heima yrðu vel frískir þegar þú færð þennan seðil frá mjer, sem á að flytja þjer mínar brennandi lukku óskir við víkjandi fæðingardeginum þínum Mjer hefir reiknast svo til að þessi póstur sje sá síðasti sem kemur austur fyrir hann, og hef eg því verið að keppa við að sauma handa þjer svuntu sem eg sendi nú með þessum línum og jeg vildi að þú gætir sett Já, jeg óska að þetta næsta ár verði farsælt, og stríð minna fyrir ykkur en svo mörg undan farin, með hverju móti sem það getur látið sig gjöra; nógir eru vegirnir fyrir þeim sem öllu ræður þó við í bráðina ekki sjáum þá. Það er ekki stríðið fyrir mjer á degi hverjum, jeg hef töluvert samvisku bit af því að sitj hjer svona og eiða tíman= um næstum því til einskis og vita af ykkur heima amstrast í öllu því sem þar er að gjöra, en það hefði jeg átt að gjöra við fyr og ekki að láta löngunina til að skemta mjer hafa yfir hönd; jeg hjelt kanski að jeg gæti eitt hvað lært hjer um leið, sem nitsamlegt væri, en jeg held að það geti ekki orðið neitt um það á þessum vetri. Jeg veit ekki hvað jeg á að segja þjer í frjetta skini það verður eitthvað að vera af sjálfri mjer Heilsuna hef jeg nú ágæta það er nú ekki um annað að tala nema hvað alltaf smellur í kjálk anum Jeg sagði Schjerbekk frá því síðast er hann kom og sagð= ist hann geta gjört við því ef jeg vildi en hann þyrfti til þess að taka kjálkann úr og setja
En sjálf hveð |