Nafn skrár:SofDan-1888-02-04
Dagsetning:A-1888-02-04
Ritunarstaður (bær):Reykjavík
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3527 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir
Titill viðtakanda:móðir
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

Reykjavík 4 febrúar 1888

Elskulega mamma mín!

Helzt af öllu vildi jeg að þú og allir heima yrðu vel frískir þegar þú færð þennan seðil frá mjer, sem á að flytja þjer mínar brennandi lukku óskir við víkjandi fæðingardeginum þínum Mjer hefir reiknast svo til að þessi póstur sje sá síðasti sem kemur austur fyrir hann, og hef eg því verið að keppa við að sauma handa þjer svuntu sem eg sendi nú með þessum línum og jeg vildi að þú gætir sett hann fyrir þig þá

Fyrirgefðu mjer nú elsku mamma mín þetta ómerkil. brjef Jeg á að skila kærri kveðju til þín frá Önnu og S. systir

Já, jeg óska að þetta næsta ár verði farsælt, og stríð minna fyrir ykkur en svo mörg undan farin, með hverju móti sem það getur látið sig gjöra; nógir eru vegirnir fyrir þeim sem öllu ræður þó við í bráðina ekki sjáum þá. Það er ekki stríðið fyrir mjer á degi hverjum, jeg hef töluvert samvisku bit af því að sitj hjer svona og eiða tíman= um næstum því til einskis og vita af ykkur heima amstrast í öllu því sem þar er að gjöra, en það hefði jeg átt að gjöra við fyr og ekki að láta löngunina

til að skemta mjer hafa yfir hönd; jeg hjelt kanski að jeg gæti eitt hvað lært hjer um leið, sem nitsamlegt væri, en jeg held að það geti ekki orðið neitt um það á þessum vetri. Jeg veit ekki hvað jeg á að segja þjer í frjetta skini það verður eitthvað að vera af sjálfri mjer Heilsuna hef jeg nú ágæta það er nú ekki um annað að tala nema hvað alltaf smellur í kjálk anum Jeg sagði Schjerbekk frá því síðast er hann kom og sagð= ist hann geta gjört við því ef jeg vildi en hann þyrfti til þess að taka kjálkann úr og setja eitt

hvert stykki í hann við liðamótin en okkur kom báðum saman um að það myndi varla borga sig, og við það situr. Halldór br bauð mjer með sjer í klubbin á miðvikudaginn sem leið, Þar var spilað sjer til skemtunar sumir lomber sumir vist og sumir á 0hort o00anu og Nikoli söng, samt spil= aði jeg ekkert jeg hafði svuntubekk= inn þinn með mjer, og saumaði á honum, það hittist svo á að þar voru svo fáir sem jeg þekkti, svo jeg var nokkurskonar utanvelta. Það voru allir samt ósköp almennilegir og kurteysir við mig Frú Schjerbeck var þar hún bað mig að koma heim til sín og kenna sjer að búa til skír, hún hefir tvær kýr og því svo mikla mjólk

En sjálf hveð eg þig síðast biðjandi þjer allra gæða, mælir þín elskandi dóttir Sofía

Myndir:12