Nafn skrár: | SofDan-1888-02-05 |
Dagsetning: | A-1888-02-05 |
Ritunarstaður (bær): | Reykjavík |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Gull. |
Athugasemd: | Soffía var dóttir Daníels |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs 3524 4to |
Nafn viðtakanda: | Daníel Halldórsson |
Titill viðtakanda: | faðir |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Soffía Daníelsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1862-03-03 |
Dánardagur: | 1907-02-23 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hólmum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Reyðarfjarðarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Múl. |
Texti bréfs |
Reykjavík 5. febrúar 1888. Elskulegi pabbi minn! Beztu þökk fyrir brjefið þitt frá 28. nóvenber, sem sókti priðilega vel að mjer eg var að rúlla saman núllunum til tombólum Thorvaldsins fjelagsins; sumir kölluðu það nú reyndar að sitja á svikráð um við náungann, en hvað um það. við vorum mjög ánægðar yfir því verki, og kærðum okkur ekki hvað það var kallað Jeg var nýlega upp frá há Guðrúnu systir og á jeg að bera þjer hveðju hennar. Hún hafði fyrir stuttu feng ið brjef frá Sumarrós systir ykkar og mynd af þeim hónunum. þau komast þar vel af og svo ekki meira. Jeg las brjefið hennar, hún segir að syni þeirra langi til til að læra að smíða, en þau geti ekki mist vinnuna þeirra því þau eiga töluvert land sem þau láta yrkja og sá, og vinna þeir mikið að því. Agli gekk vel frðin svo langt sem pósturinn fór, svo var hann svo heppinn að fá fylgd það sem eptir var af leiðinni, en við höfum ekki enn heyrt hvernig honum varð af. því Jeg var svo ánægð Guðrún ar vegna yfir þessum tíma sem hann var hjer að hún hefði þá kostgangara þann tímann og meir nema í meðalagi lukkulegur í þessu sínu seinna hjóna bandi eptir þessu að dæma. eg var á fyrirlestri hjá Benidikti Gröndal í gærkveldi og talaði hann á þriðja tíma og var vel örtá. þjóðólfur getur um umtals efnið. það gekk mest útá að rífa Hannesar fyrir lestinn niður og fjekk Hannes ósvikið hjá honum hreint útsagt hvinandi skammir. Jeg dauð kendi í brjóstum hann að sitjundir slíkri ræðu, ásamt þeim mannfjölda sem þar var saman kominn, alveg það sem í stóru segja þann sem gæti almennilega borgað fyrir sig, en það verður víst annað heyrðist mjer á Guðrúnu Hún sagði að hann hefði alldrei viljað neitt um hagi sína tlaa en hún hjelt að hann myndi ekki miklu ráða og litla peninga hafði hann með sjer, og í alla staði heldur illa útbúinn. Hann er víst látinn vita það að hann hafi lítið átt af þessum auð og vill hann því að líkindum sem minst brúka af honum Fólkið hennar hafði viljað láta gjör samning áður en þau giptust eitthvað í þá átt að honum ekki tilheyrði jafnt og henni, en það varð þó ekkert um það. Aumingja karlinn er ekki |