Nafn skrár: | SofDan-1888-02-29 |
Dagsetning: | A-1888-02-29 |
Ritunarstaður (bær): | Reykjavík |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Gull. |
Athugasemd: | Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs 3524 4to |
Nafn viðtakanda: | Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson |
Titill viðtakanda: | foreldrar |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Soffía Daníelsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1862-03-03 |
Dánardagur: | 1907-02-23 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hólmum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Reyðarfjarðarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Múl. |
Texti bréfs |
Reykjavík 29/2 1888. Elskulegi pabbi og mamma! Jeg má nú alveg sleppa formálanum, sem brjef svo opt byrja á, nefnil. að þakka ykkur fyrir til skrifið með síðasta pósti og kom mer það þó illa, því nú hef eg alls ekkert brjefs efni fyrir bragðið; það gefur manni þó ætíð tilefni til að byrja brjef; hvernig sem svo fer með endirinn. Mjer líður alltaf eins príðilega og öllum hjer á þessu búi Börn in þróast og fitna dag frá degi Einn maður sem sá þau herum daginn sagði en hvað þau mega þá borða þessi börn. Og Lilllill fer ósköp vel fram líka síðan hún frískaðist af rauðu hund unum. Mamma hennar hefir sagt mjer að það ætti að skíra hana 2. marz, og er nú allt í háalopti þessa dagana til að undirbúa hátíðina. Allt verður þvegið og þeytt, neðanloptin auk heldur annað Jeg var rjett núna að senda við að sauma nýtt gólfteppi á hornstofuna sem á að strengja yfir gólfið hornanna á milli, og kunna nú söðlamakarinn í dag til að negla það niður. Jeg sagði að Jóhannes sonur sinn færi heim í vor og fór eg þess á leitt að þó hann færi til Kristins, en það hefír verið sálfsagt of seint, en getur máske orðið til þess að hann fær hann að ári. Jeg kom til G. systur í gær og sýndi hún mjer brjef frá Eggeri br. sínum, hann er hættur að búa og kominn til einnar dóttur sinnar. Hann varðað hætta vegna þess að hann hafði mist svo skepnurnar sínar tvö síðustu ar, og sagðist nú eiga eina ær rollu. það er bágast hvað hann er orðinn vesæll af gigt mest; hann sagðist ekki hafa getað snert á orfi í sumar. Og svo eru allar dæturnar í opnum dauða líka, G. sagði í spögi, að það hefði ekki verið nýtt fyirr hann, að verða þarfa karl. hjá ykkur ef hann hefði orðið frískur aptur, það hefði getað orðið báðum pörtum gott. Jeg er komin ofan í gegn á siðustu síðu áður en mig varið og tíð og skal að fyrirgefa hvað þetta brjef er |