Nafn skrár:SofDan-1888-03-24
Dagsetning:A-1888-03-24
Ritunarstaður (bær):Reykjavík
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

4/5 88.1. 18/5

Reykjavík 24. marz 1888.

Elskulegu foreldrar mínir!

Jeg óska að þessi miði megi sækja vel að ykkur, og jeg þakka þjer pabbi minn hjartanlega brjefið þitt frá 31. janúar sem jeg meðtók með fögnuði. Jeg veit nú ekki hvað jeg á að láta það heita. Af okkur er ekki nema allt gott að segja. Við erum öll nokkurn vegin frisk- nema hvað börnin eru ögn hvefuð- og Babba segir að jeg megi til að skrifa að hún sje góður það er haft fyrir heyri á þau að Tanta skrifi það til afa og ömmu á Hólmum ef þau sjeu ó þæg en það

vilja þau ómögulega láta gjöra og stillast opt við það. þær fengu nýtt rúm nú með skipinu Bobba og Jóa og sofa nú saman litlu sálirnar, það var ljómandi fallegt járn rúm, með tveimur stogg uðum dýnum annari með krullhári í, og svo saumaði Anna ofurlitla sæng ofaná þær, og hafði gliminn sem þið send uð þeim í svæflana í hana.

Jeg fjekk brjef frá Kristni hvar í hann biður mig að láta sig vita hvort jeg komi til hanns eða ekki í vor, en það get jeg ekki fyr en jeg fæ að vita hvað þið segið um það, Hann líklega hefir sagt ykkur frá vinnu fólkinu sem til þeim fór. það eru tvær frænkur hans- sú sem gaf honum á breiðuna og systurdóttir henn

sett þær niður sjáflur. því í sömu ferð settu hann niður á Seyðis firði og þar urðu þær 1/2 U og þótti honum það lítið, auk heldur. það er á orði að frú Friðrik sem sigli með meztu ferð og er hún nú að undirbúa sig til þess, jeg hefði gjarnan viljað að hún hefði ekki farið, á meðan jeg er hjer, hún er svo góð við mig aumingja kerlingin. þó ekki betri en Friðriks því jeg fæ næstum því í hvert skipti og jeg sje hann dulgegan koss hjá honum! Jeg var fyrir skemstu úti að skoða í gluggana hjá Jón i kaupmanni (Smitts eptir fölgar) hann hefír sett hyllur og stög í þá efst til neðst og ræða þar í öllum sortum, kruður nú á bollana og rúllu pilsur á diskana sem standa í hyllunum og ton og sjöl á stögin. Hann hefir látið setja rör úr glugganum á daglegu stofunni sinni sem gengur úti búðina sem hann snakkar við þá í gegnum þeir

ar- og María systir Jóhanns ann að þekti jeg ekki af því. Jeg fór til Sohjarbekes í gær og keypti af honum ögn af fræi sem jeg sendi nú heim, það verður kanske ekki nóg í garðin en peningarnir leifðu ekki að hafa það mikið. Jeg er opt að óska eptir peningum eða peninga virði til að kaupa hjer ímislegt sem með þarf heima áður en jeg fer hjeðan. T.d. get jeg fengið tvinnakefli með sexföldum tvinna og 200 yarðs á, fyrir 14 aura sem kosta 20-25 á Eskifirði, og ljerepti, fullt svo góð sem frá Hannsen fyrir sama verði Svo gaf Sehjarb mjer ótta rit sem fylgír handa ykkur heima að stúdera, honu þótti litlar verða rólurnar hjá Rænku og hjelt það hefði ekki en göngu veirð fyrir ótíðina heldur af því að hann hefði ekki

halla það "talerör". Hann er sagður svo heilsu lítill og kemur svo sem ekkert í búðina en getur betur vitað hvað líður með þessu móti. Rörið yfir höfðinu á manni Guðrún systir biður ógn vel að heilsa ykkur Hún er nú svo óróleg um þessar mundir, því hún er vega laus sem stendur. Hún leigði húsið sitt fyrir næsta árfyrir næzta ár, og hafði vonum að fá annað minna, en það brást henni svo hún hefir ekkert yfir höfuðið á sjer næsta ár segir hún, það er samt ekki hætt við því að hún geti ekki fengið húsnæði en kanske ekki sem henni líkar henni leiðist t.d. að vera í sama eldhúsi og aðrir og eins í húsi þar sem

börninu og það getur nú verið að þetta hvor tveggja verði ekki svo ljettilega um flúið

Mjer þykir bágt að heyra hvað fríkirkjan er að ganga af sjer, og hvað aumingja Jónas má stríða við að koma á messum, því útur neyð hefir hann ef laust faríð að degstra þjóð kirkjufólk til uppfyltingar! kirkjuna þar að ekki hefði messa komist á annars

Jeg held nú að jeg megi fara að hætta þessu rugli og ólá botninn í það, og biðja ykkur fyrir gefningar á því eins og vant er. Verið síðan öllum þeim blessunar óskum kvödd sem upp getur hugsað ykkar elskandi dóttir

Sofía.

Myndir:1234