Nafn skrár: | SofDan-1888-03-24 |
Dagsetning: | A-1888-03-24 |
Ritunarstaður (bær): | Reykjavík |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Gull. |
Athugasemd: | Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs 3524 4to |
Nafn viðtakanda: | Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson |
Titill viðtakanda: | foreldrar |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Soffía Daníelsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1862-03-03 |
Dánardagur: | 1907-02-23 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hólmum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Reyðarfjarðarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Múl. |
Texti bréfs |
Reykjavík 24. marz 1888. Elskulegu foreldrar mínir! Jeg óska að þessi miði megi sækja vel að ykkur, og jeg þakka þjer pabbi minn hjartanlega brjefið þitt frá 31. janúar sem jeg meðtók með fögnuði. Jeg veit nú ekki hvað jeg á að láta það heita. Af okkur er ekki nema allt gott að segja. Við erum öll nokkurn vegin frisk- nema hvað börnin eru ögn hvefuð- og Babba segir að jeg megi til að skrifa að hún sje góður það er haft fyrir heyri á þau að vilja þau ómögulega láta gjöra og stillast opt við það. þær fengu nýtt rúm nú með skipinu Bobba og Jóa og sofa nú saman litlu sálirnar, það var ljómandi fallegt járn rúm, með tveimur Jeg fjekk brjef frá Kristni hvar í hann biður mig að láta sig vita hvort jeg komi til hanns eða ekki í vor, en það get jeg ekki fyr en jeg fæ að vita hvað þið segið um það, Hann líklega hefir sagt ykkur frá vinnu fólkinu sem til þeim fór. það eru tvær frænkur hans- sú sem gaf honum á breiðuna og systurdóttir henn sett þær niður sjáflur. því í sömu ferð settu hann niður á Seyðis firði og þar urðu þær 1/2 ar- og María systir halla það "talerör". Hann er sagður svo heilsu lítill og kemur svo sem ekkert í búðina en getur betur vitað hvað líður með þessu móti. Rörið yfir höfðinu á manni Guðrún systir biður ógn vel að heilsa ykkur Hún er nú svo óróleg um þessar mundir, því hún er vega laus sem stendur. Hún leigði húsið sitt börninu og það getur nú verið að þetta hvor tveggja verði ekki svo ljettilega um flúið Mjer þykir bágt að heyra hvað fríkirkjan er að ganga af sjer, og hvað aumingja Jónas má stríða við að koma á messum, því útur neyð hefir hann ef laust faríð að degstra þjóð kirkjufólk til uppfyltingar! kirkjuna þar að ekki hefði messa komist á annars Jeg held nú að jeg megi fara að hætta þessu rugli og ólá botninn í það, og biðja ykkur fyrir gefningar á því eins og vant er. Verið síðan öllum þeim blessunar óskum kvödd sem upp getur hugsað ykkar elskandi dóttir Sofía. |