Nafn skrár: | SofDan-1888-05-03 |
Dagsetning: | A-1888-05-03 |
Ritunarstaður (bær): | Reykjavík |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Gull. |
Athugasemd: | Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs 3524 4to |
Nafn viðtakanda: | Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson |
Titill viðtakanda: | foreldrar |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Soffía Daníelsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1862-03-03 |
Dánardagur: | 1907-02-23 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hólmum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Reyðarfjarðarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Múl. |
Texti bréfs |
Reykjavík 3. maí 1888. Elskulegi pabbi og mamma! Eins og vant er lek eg einnlítinn miða til að skrifa ykkur báðum á, og á hann að flytja ykkur báðum þakklæti mitt, fyrir mjög kærkomna brjefið ykkar sem var skrifað 22. marz Jeg á ekki gott með að mögla yfir því þó jeg fái eitt bref í nafni ykkar beggja þegar jeg fer svona að ráði mínu, að senda ykkur ætíð sama brjef miðann. það verður lítið um frjettir eins og vant er. Okkur líður hjer í Glasgow öllum mæta vel, við vinstri spássía: elskandi dóttir -Sofía. vinstri spássía: alldrei brúkað það fyrir skilin í stórsstofuna. Verið svo ætið á Odda Lúter að nafni. Kjartan bróðir hans var heima í vetur. til að kenna honum og fleiri piltum undir skóla. Hann kom hingað til Reykjav. um páskana til þess að vera hjá unnustunni í fríinu, bróðir hans var þá búinn að vera tvodaga lítið eitt lasinn en þegar hann kom heim, var hann dáinn. Hann var sagður efnil. piltur Jeg má nú víst bráðum fara að hugsa til ferðal. samt ljet jeg nú þessa ferðina fara fram hjá mjer, og hefir það ef til vill ekki verið rjett af mjer, konunni á Söndum hefði kanski þótt vænt að jeg hefði komið, því ein mitt um þetta leiti liggur hún á sæng, eptir því sem fólksegir að hún fái kostgangara þar, en þarna uppfrá, þó það sje ekki langt Hún lætur túnið fylgja húsinu og verður því að sela kúna sína. Halldór kaupir hana að henni og fargar svo sinni kú. Einn daginn þegar jeg kom til G systir vildi hún endilega gefa mjer ofur litla gullnál, sem hún hafði látið búa til úr eyranlokk, mjer þótti óttalega leiðinlegt að taka við henni, því bæði hef jeg ekkert brúk fyrir hana, og svo að láta hana vera að reita sig þetta, þegar hún er svo fátæk, en jeg mátti til, af því jeg vildi ekki styggja hana. Fyrir skemstu dót einn bróðir sír Guðm. |