Nafn skrár: | SofDan-1906-12-02 |
Dagsetning: | A-1906-12-02 |
Ritunarstaður (bær): | Sauðanes |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Þing. |
Athugasemd: | Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs 3524 4to |
Nafn viðtakanda: | Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson |
Titill viðtakanda: | foreldrar |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Soffía Daníelsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1862-03-03 |
Dánardagur: | 1907-02-23 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hólmum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Reyðarfjarðarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Múl. |
Texti bréfs |
Sauðanesi 2. desemb. 1906 Hjartkæru foreldrar mínir! Síðan jeg skrifaði ykkur með síðustu ferð Hólar, hef jeg ekkert brjef fengið frá ykkur en vona að það sje nú á leiðinni með góðar frjettir frá öllum mínum kæru á Hólmum. Af okkur hjer Sauða ness búum er allt bærilegt að segja þó margt gangi og hafi gengið öðruvísi en verið hefði ef tauga veikin hefði ekki dvalið svo lengi hjá okkur Nú í hálfan annan mánuð hafa verið mestu annir hjá okkur við dúnhreinsunina. það hafa verið 10 stúlkur var nýbúið að taka til þess að losast sómasamlega við Skeggjastaðina þar stendur öll hús eign okkar enn óseld og er það slæmt því ekki fer húsunum fram það er búið að hann er hræddur um að heilsan sje ekki fær um hann. - það hefir verið tasvert margt fólk hjer þennan síðast liðna m. stundum 32 á meðan smiðirnir voru að leggja þakið (járnþ.) á húsið, þeir voru 4 við það nokkra daga, það mátti ekki dragast lengur að þakið kæmist á; í sumar þorði enginn að koma hingað til neins, nú er sú tíð liðin og í þess stað alltaf hús fyllir, í gær t.d. voru 9 kaffigestir í einu Jeg man ekki hvað jeg hef skrifað ykkur og hvað ekki t.d. hvort jeg hef getið þess að Anna og Benidikt eignuðust dóttir mikið að gjöra sjálf, þó jeg hafi lítið komið nærri dúninum I gær kveldi var jeg að laga sylta úr seinni hausnum. Jeg er samt ekki orðin vel frísk enn; maginn vill ekki gróa, þolir illa krapt fæðuna, og mátturinn því seinn til að ná sjer Næsta laugardag á að gefa saman tveim hjón hjer í kirkjunni, og við hvoru tveggja hjónin boðin til að sitja vezluna á þórshöfn, en við eldri hjónin förum víst ekki framar en um daginn, þá Björn Guðmunds son bauð okkur í reipugildið Jeg hef ekkert farið útaf heim ilinu síðan jeg kom hingað við ættluðum inn á þórshöfn í vor þegar Tíðin skánaði til að heilsa í húsunum, en þá kom taugaveikin. 8 des. Nú verður lokið við dúninn í næstu viku, þá verður fólki farið að verða þurfandi fyrir plögg, en það verður hinsveginn lít nú ættla jeg að hætta þessu rjett nefnda klóri. Profsberi sjest í hafinu og ættla jeg að freista lukkunnar með að reyna að láta ná í hann með morgni Heilsið hjartanl öllum út völdum og verið sjálf Fía ið hægt að bæta úr þeirri þörf fyrir jól, það veitir ekki af að fara gjöra hreint hús ið g undirbúa jólagleðina 13. des. nú er dúnninn búin og varð 310 lb Við hjónin erum ný komin úr húsvitjunar ferð, þetta er 4. dagurinn óðan að við fórum af stað. Við vorum tvær nætur á þórsh. og eina hjer inn á bæunum Okkur var allstaðar velfagnað. Jeg var svo sem að heilsa uppá söfnuðinn |