Nafn skrár:SofDan-1906-12-02
Dagsetning:A-1906-12-02
Ritunarstaður (bær):Sauðanes
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Þing.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

3/2

Sauðanesi 2. desemb. 1906

Hjartkæru foreldrar mínir!

Síðan jeg skrifaði ykkur með síðustu ferð Hólar, hef jeg ekkert brjef fengið frá ykkur en vona að það sje nú á leiðinni með góðar frjettir frá öllum mínum kæru á Hólmum. Af okkur hjer Sauða ness búum er allt bærilegt að segja þó margt gangi og hafi gengið öðruvísi en verið hefði ef tauga veikin hefði ekki dvalið svo lengi hjá okkur Nú í hálfan annan mánuð hafa verið mestu annir hjá okkur við dúnhreinsunina. það hafa verið 10 stúlkur /strok/við husa verk/ heima fólksins stúlkna Okkur þykir tíminn óhentugur að þurfa að brúka stysta skamdegið til þess starfa, en það var ekki um gott að gjöra, annað hvort var að keppast við að hreinsa dún eða taka bánka lán, en 1000 kr bankaláns

var nýbúið að taka til þess að losast sómasamlega við Skeggjastaðina þar stendur öll hús eign okkar enn óseld og er það slæmt því ekki fer húsunum fram viðk að standa, sinn lítið og sum ekkert brúkuð. Sír Jón hætti við öll kaup þegar hann fjekk von um Möðruvallabrauðið, og sömuleiðis engin framkvæmd hjá honum með að fá af gjört að staðurinn kaupi timburhúsið sem prófastur gefði vonum að fengist, því húsin sem til voru áður en maður minn kom þangað var sama sem ekki neitt Nú veit maður ekki hvort nokkur sækir um Sk.st. það hefir samt heyrt um prófastinn okkar sem var fyrir skemstu, sír þorvarð Fjalla prestinn, að hann ættli að sækja Honum þóknaðist nú blessuðum biskupninn að skipta Sauðanesprestinn, sem prófast þrátt fyrir það að hann hefði beðið um að mega sleppa við þann starfa

það er búið að raspa allan dún inn en ekki að tína allt, hann verður líklega um 270 ll það er blessað innleg. Snæb gefur 11 kr og 50 fyrir pundið. talsvert má samt reikna frá fyrir fyrir fyrir höfn ina til d. gengu yfir 100 dagsv. til að raspa og baka, og hver stúlka hefir 1 kr. á dag, og meira en helmingi fleiri dags verkk við tínsluna, en þær stúlkur sem eru við týnslunahana eru ekki búnar að hveða upp með hvað þær vilji hafa í kaup. Svo vil jeg ekki tala um ósköpin sem þessi fólks fjöldi etur frá mjer! Jeg var komin í botn á tveimur olíu fötum sem voru full með hval og slátur nú þessa dagana hef jeg verið að fylla þau aptur, það v slátrað nauti og kú og svo 5ærum kindum með til að fá í blóðið nóg mör, jeg hef því haft

hann er hræddur um að heilsan sje ekki fær um hann. - það hefir verið tasvert margt fólk hjer þennan síðast liðna m. stundum 32 á meðan smiðirnir voru að leggja þakið (járnþ.) á húsið, þeir voru 4 við það nokkra daga, það mátti ekki dragast lengur að þakið kæmist á; í sumar þorði enginn að koma hingað til neins, nú er sú tíð liðin og í þess stað alltaf hús fyllir, í gær t.d. voru 9 kaffigestir í einu

Jeg man ekki hvað jeg hef skrifað ykkur og hvað ekki t.d. hvort jeg hef getið þess að Anna og Benidikt eignuðust dóttir 19 ágúst sem þau ljetu heita Jónínu Sofíu, hún hefir alltaf verið mesti aumingi þar til núnýlega að hún er farin að dafna, hún fæddist lika 2 vikum fyr en henni bar. Anna hafði öll mín verk á hendi i sumar og var því full mikið á stjái upp og ofan alla þessa stiga

mikið að gjöra sjálf, þó jeg hafi lítið komið nærri dúninum I gær kveldi var jeg að laga sylta úr seinni hausnum. Jeg er samt ekki orðin vel frísk enn; maginn vill ekki gróa, þolir illa krapt fæðuna, og mátturinn því seinn til að ná sjer

Næsta laugardag á að gefa saman tveim hjón hjer í kirkjunni, og við hvoru tveggja hjónin boðin til að sitja vezluna á þórshöfn, en við eldri hjónin

förum víst ekki framar en um daginn, þá Björn Guðmunds son bauð okkur í reipugildið Jeg hef ekkert farið útaf heim ilinu síðan jeg kom hingað við ættluðum inn á þórshöfn í vor þegar Tíðin skánaði til að heilsa í húsunum, en þá kom taugaveikin.

8 des. Nú verður lokið við dúninn í næstu viku, þá verður fólki farið að verða þurfandi fyrir plögg, en það verður hinsveginn lít

nú ættla jeg að hætta þessu rjett nefnda klóri. Profsberi sjest í hafinu og ættla jeg að freista lukkunnar með að reyna að láta ná í hann með morgni

Heilsið hjartanl öllum út völdum og verið sjálf beztu óskum kvödd af okkur hjónunum, svo mælir ykkar heitt elskandi dóttir

Fía

Ossa hefir ekki haft tíma til að skrifa Ínu, hún hefir verið duglegasta stúlkan í dún tínsli

ið hægt að bæta úr þeirri þörf fyrir jól, það veitir ekki af að fara gjöra hreint hús ið g undirbúa jólagleðina

13. des. nú er dúnninn búin og varð 310 lb Við hjónin erum ný komin úr húsvitjunar ferð, þetta er 4. dagurinn óðan að við fórum af stað. Við vorum tvær nætur á þórsh. og eina hjer inn á bæunum Okkur var allstaðar velfagnað. Jeg var svo sem að heilsa uppá söfnuðinn

Myndir:1234