Nafn skrár:SofDan-1906-XX-XX
Dagsetning:A-1906-XX-XX
Ritunarstaður (bær):Sauðanes
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Þing.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

Sauðanesi á annan dag hvítasunnu

Hjartkæru foreldrar mínir!

Jeg ættla að nota þessa rólegu stund til þess að skrifa ykkur nokkrar línur. Kl. er orðin 8 síðladags og flest fólkið komið á hólmana, það er önnur gangan sem er gengin, 20 egg komu úr þeirri fyrstu, Skildi varpið hafa byrjað eins seint hjá ykkur? það er munur nú og í fyrra, þá var varpið hálfa að í fadögum hjer.

Hjer var messað í fyrsta sinni í gær síðan við komum hingað og fermd og börn það var fjöldi við kirkjuna, fólkið sagði að það hefði alldrei sjeð svo marga við kirkju hjer. því var öllu veitt kaffi eptir messu. Jeg hafði mikið að gjöra fyrir hátíðina, því börnin voru hjer vikuna fyrir, og tveir kostgangarar hafa verið hjá okkur síðan við komum. Snæbjörn hefir nl. haft hjer um 300 fjár í vetur

til þess að geta upp gömul hey sem hjer voru til og látið tvo menn vera til þess að annast um það. Annar þeirra verður hjer til fráfærna, hinn fór nú þegar geld fjenu var slept. það hefir ekki gengið vel með skepnu höldin á þessu vori, væri þó betur að allar sveitir stæðu sig eins og Langanes og Strönd. Fluttningurinn á okkar fje hafði vonda afleiðingar af því þessi bága tíð kom, þó hey væru hjer nokkur sem við ljetum heyja í fyrra, voru þau ekki líkt því eins góð og okkar gömlu hey, sem náunginn nú nýtur góðsaf á Ströndinni. Við höfum mist 12 kindur sem hafa veikst og veslast upp. það voru mest lömb sem fóðruð voru annarstaðar, Allir dáðust að fjenu hjá Sigurði þegar við fluttum. Lambadauði hefir verið mikill, flest allt tví lumbl, og þó einar 30 ær lambalausar. það er þvi spursmál hvort nokkrar fri

titnað flytja okkur í land. Hjá honum dvöldum við svo fram yfir miðdag. lögðum síðan á stað hingað til Sauðanes. Piltar okkar sem komnir voru á undan með skepnurnar komu með hesta okkar og fleiri hesta sem lánaðir voru, tóku rúm föt okkar á suma, svo áttu allir að fara gangandi nema við hjónin. Með gangandi fólkinu voru tveir hestar og sleðar, með dálitlum farangri. Krökkunum var ættlað að sitja á sleðunum ef með þyrfti. Strags sem við vorum komin frá þórshöfn fórað hríða, og snjóðai svo ákaft að strax varð slett yfir allt, og vesta færð, því snjór var fyrir. það mátti því á miðri leið yfirgefa sleðana með dótinu og tvímenna á hestunum á mis og ganga á mis þeir sem færastir voru fyrir því Hriðin var svo svört um tíma að vel kunnugur maður sem fenginn var með okkur villtist svo með allan hópinn að hann varð að hann varð að snúa sjer alveg í vísskil þegar hann kom

færur verða hjá okkur í sumar.

Síðast er jeg skrifaði talaði jeg um að senda ferðasöguna frá Sk.st. og hingað, næst er jeg skrifaði, en, nú er hún næstum gleymd. Jeg man samt að þegar veðrinu slotaði á Sunnudaginn sem við vorum í Höfn komust Hólar inn og varð öllu okkar dóti komið framm nema tveimur bátum og orgeli sem þóttu of stór stykki í svo miklum sjó og vindi sem þá var, það varð að sæta lögum að fleija ur bátunum upp skipið, og þegar við fórum fram varð einn og einn að standa í bátnum með útrjettarhöndur þegar aldan bar bátinn uppað borðstokknum á skipinu, svo stóðu menn á skipinu til að taka í höndurnar á honum og taka hann þannig inní skipið. þið getið nærri hvort ekki hefir verið gubbað á leiðinniBátin sar að leiðin var ekki löng. 6 tíma sigling. þórshafnar megin var gott í sjó, svo við fengum þar gott í land. Snæbjörn sendi okkur bát og ljetsu

að tóptar broti sem hann áttaði sig á Vest var að krökknum var hálf kalt þau voru ekki búin, til að sitja á hesti, heldur ganga annað slagið, og veður var milt og gott þegar við fórum frá þórshöfn, samt held jeg að þau hafi ekki haft illt af ferðinni nema Andrjes sem lá í tvo daga, en hjer var kvef fyrir og eptir tvo - þrjá daga vorum við öll orðin veik af því, misjafnlega mikið sumir lágu og voru lengi að ná sjer, nú eru allir búnir að ná sjer nema maðurinn minn sem allt til þessa hefir verið mjög vesæll, það hefir heldur ekki blásið byr lega fyrir heilsu hanns, fyrst þessi vonda tíð, og svo síðan batnaði að þurfa að sitja inni spertur við skriptir og barnaspurningar, en nú er það til lukku af staðið, og fer jeg því að vonast eptir, að hann geti komist út og frískast í góða veðrinu

17. Júní nú er þessi snepill búin að hvíla sig svo honum er nú óhætt

að taka til starfa. Heilsan hefir heldur lagast og varpið lagast, tíðin hefir verið svo indæl, og líkl. heldur heit, því illa þykir dúnast. Mig mynnir að það væri sagt á Hólmum að fuglinn reitti sig minna í sterkum hitum. Okkur þykir heitt í steinhúsinu. Jeg þarf ekki að lýsa fyrir ykkur húsinu Ástríður hefir gert það, ef þið hafið kært ykkur um það. það er heldur fámennt hjá okkur í dag, 5 af stúlkunum riðu út til þess að skemta sjer, skoða sig um og heilsa uppa náungum hjer á næstu bæum, ekkert höfum við hjónin farið síðan við komum hingað, annir og heilsan sjer stakl. hafa bannað það. Í dag hafa tveir gestir af þórshöfn verið hjá okkur Annar þeirra er bakhaldari við Qrums og Wúlfs verzlun (hjá Snæbyrni) hann er danskur og er trú lofaður Emelíu Guðjónsson dóttur þórunna

(báðum þótti vænna um þá rauðu) nú hefir mín planta sem jeg fór með frá Sk.st. alltaf mátt dúsa í kassanum því alldrei hefir hún komist niður fyrir frosti sem hún er nú orðin hálf dösuð samt skipti jeg henni, en efast um að hún lifi, ekki síst ef hún fær ekki að koma strags í þá jörð sem hún á að standa í nú hefir frú Helga verið að rukka mig um plöntuna, svo jeg tek þetta nú til bragðs. Jeg vona að hjónin taki ekki nærri sjer, þó þau fargi plöntun um, en ykkur bið jeg að borga gillið jeg skal aptur borga ykkur þegar jg er orðin stór!

Tvisvar hefir verið dregið fyrir silung og fengust 17 á annað sk. en yfir 20 í hitt; það vantar hjer fólk, eins og víðar til þess að geta notað Jörðina Einn sel höf-

mágkonu minnar á Vopnafyrði Jeg býst nú við að fá fleiri heimsóknir af honum í sumar, þegar Emelía er komin, við eigum von á henni með næstu ferð Hólar og ættlar hún að dvelja ein kvern tíma hjer hjá okkur, Kærasti hennar heitir Erik Holmgren

Eitt langar mig til að biðja ykkur og það er það að útvega mjer tvær litlar Rabbar bara plöntur aðra með rauðum leggj um og hina með grænum, og senda þær að skeggjastöðum það stendur svo leiðis á því að jeg tók upp pláss í haust plöntu sem jeg átti á Skot. til þess að geta farið með hana með mjer hún var rauð, en frú Helga á Sauðanesi átti aðra græna, svo gjörðum við það með okkur að við skildum skipta báðum plöntunum svo víð ættum báðar sína plöntuna af hverjum lit

um við fengið. það er selaskytta hjer skamt frá sem hefir leyfi til að skjóta hjer, með þeim skilmál um að við fáum helming af veiðinni. það má segja um Sauðanes eins og frú Kristrún sagði um Hólma, að það er mörg á því matar holan

2 júlí. Enn situr snepillinn kjur Jeg get nú sagt ykkur það í frjett um að frú þórunn mágkona mín er nú búin að dvelja hjá okkur í viku og hef jeg haft mikla á nægju af. Hún kom með Hólar síðast á samt Emeliu dóttur sinni, sem hjelt áfram með skipinu til Raufar hafnar en þegar Hólar fara til baka verður hún hjer eptir en systir fer heim aptur til Vopnafjað Jeg hef verið svo heppin að vera hálf vesöl svo jeg hef alltaf

svo inni hjá henni. það tók snögg lega fyrir tíðir, svo jeg hef að oðru hverju þraut í loki sem ekki vill losast við mig en þau þórshafna syskinin sem eru svo loksins fást bönnuðu mjer að nema nokkuð á mig og hef jeg samviskusamlega hlýtt því, Anna er við ráðskonustörf in, en jeg hef í bezt næði ánist setið eða legið í iðju leysi og haft indælt selskap

Jeg efast um að þið hafið þolin mæði til að lesa meira af slíkri lönguvit leisu Ekkert hægt að segja um verpið, enn, nema það þykir dúna illa, sögð mörg breiður sem enginn dúnn gleyma hefir komið í Jeg má ekki gleyma að þakka þjer brjefið þitt elsku mamma mín, og jeg hef fengið brjef hingað

Kærið þið ykkur um að senda rabbarbarann

ykkar sama

Fía

með utan á skript til Skst. Jeg ættla að biðja ykkur að bera ungu hjónunum mín ar innilegustu blessunar óskir nýs erfing janum til handa Tengdasonurinn biður hjartanlega að heilsa ykkur og Jeg bið guð að vera ykkur sem dæm hjer og síðar meir þess biður ykkar elskandi dóttir

Fía

Myndir:123456