Nafn skrár:SofDan-1887-10-11
Dagsetning:A-1887-10-11
Ritunarstaður (bær):Seyðisfjörður
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

12/10 87.1 19/10

Seyðisfirði 11. október 1887

Elskulegi pabbi og mamma!

Hartanlega þakka jeg ykkur fyrir allt umliðið.

eg má til að skrifa ykkur heima á Hólinum nokkrar línur áður en eg fer af Seyðisfirði, svo þið getið þó seð fyr en ein hvern tíman í vetur hvernig mer hefir liði þar E. Magnússon hefir boðið mjer að taka af mjer brjef. hann hefir verið hjer og liðið eptir shyra" sem er nú loksins ferð búin, hún kom hingað í gær er Launa í morg un svo jeg vona nú að þetta sje síðasti dag urinn hjer fyrir mig í þetta skipti

Eptir að sír J. og . M. voru farin, fór eg að rægta hjá þorarni Guðmundsen á nóttunum er baða eptir sem áður hjer á veitinga húsinu, svo jeg er nú búin að gjöra heil stóra skuld hjer þykist jeg vita.

að hímaða heldur en ekki yfir mörgu af ferða fólkinu á sunnudaginn, þegar Vatni eptir beiðni hilta lofaðist til

Fyrirgefið að jeg hef þangaðsíðu. Jeg má ekki vera að lesa yfir brjefið jeg so hrædd um að sá egi búin að missa af skipinu og bið ykkur að lesa í málið lif vel

S.D.

að flytja alla sunnlendinga unbleiðis suðurum Jsvo kl. 10 á manudags morgun kom Miaca, og jafnframt hljómaði um allt að allir hlutir ættu að vera til reiðu kl. 12, þá þóttust þeir nú illa farnir sem búnir voru að kaupa farseðil með Launa sem reyndar voru ekki nema við Alexandr okkur þótti leitt að bíða einar eptir strand skipinu, einginn vissi hvað lengi og svo var búið að heyrast að það færi norðan um sem nú er einnig altalað síðan það kom, þa er sagt að það fari til að flyta gjafa kom eittthvað vestur í sýslurnar sem harðin sem mest í vor. þá við vorum í vanda staddar allir heldu að Grönvold myndi hreint ekki vilja haupa seðlana aptur, og svo var timinn svo naumur fyrir okkur sjálfur að fara úteptir á hans fund með þvi við þurftum nokkra stund til búið að Tína saman dótið okkar hjer í tveimur húsum, Jeg rjeðist þvít í að setjast kontórinn og skrifa Grönvold þvi við höfðum engan til að tala okkar midi allir piltar til d. voru að hugsa um sitt

ávextir jeg held að það hafi verið mín drúer, svo þegar við komum heim til H. hafði hafði Rikka, með öðrum orðum frú Hemmert til heitum kvöld mat handa okkur, Hún bað undur vel að heilsa ykkur. Við vorum í kirkju hjá sír Byrni, jeg mátti hafa mig allavegu við a ðskilja það sem hann fór með- því bæði ber hann það ekki vel framm og svovar bergmálið svo mikið þegar kirkjan var hjerum bil tóm en mjer þótti það mikið fallegt sem hann talaði

Jeg er nú orðin svo loppin að eg getvarla haldið á pennanum en áður en eg læt hann frá mjer verð eg að skila kveðu fyrir Sönd til ykkar allra á Hólmum hún biður að fyrir gefa að hún ekki skrifi, hún hefir það eptir vonum eins og jeg.

Skilið kærri kveðju minni til systra minna og mágs og fólksins yfir hófuð svo kveð eg ykkur elsku foreldrar mínir biðandi ykkur allrar blessunar það mælir ykkar elskandi dóttir

Sofía

dót að koma því fram. Jeg til allrarlukku dró að send brjefið þangað til búið var að tala við kapteininn, það var eini þrepsköldurinn sem eptir var að stiga yfir fyrir þá, en hann varð nógu stór, því þegar til hans kom aftók hann í alla staði að fara þessa för svo allt datt aptur í dúna logn og nú erum við Sandra ánægðar með seðlana okkar, þeim skalekki takast að meiða okkur, þó þeir vilji hafa meira fyrir að fara norðanum. Við vonum að skipið verði ekki mjög lengi á leiðinni, það á að koma svo óvíða við í leiðinni

M. systir hefir nú sagt ykkur hvernig hjer er að vera svo þið vitið að mjer hefir ekki getað liðið illa, og eins þar sem jeg hef komið hefir mer allstaðar verið tekið vel þó einna bezt há Hennvert, Björg kom eptir messu á sunnudaginn og sókti mig, þær mæðgur vinu ekki hvað góðan þær áttu að vera við mig, Björg fór með mer til Vatnis þar er það fínasta hús sem jeg hef komið í það var líka allt á Tableinum þar, kaffi, vín og

Myndir:12