Nafn skrár:SofDan-1895-06-21
Dagsetning:A-1895-06-21
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3527 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

Skeggjastöðum 21. júní 1895

Hjartkæra móðir og systir mín!

Jeg byrja nú með því að ávarpa ykkur báðar á sama blaðinu sjera Jón ætllar að skrifa pabba og reikna jeg mjer það til inntektar, eða jeg bið hann að skoða það svo sem það sje frá mjer líka, þá við sjeum nú enn ekki reiknuð sem einn maður. Jæja jeg er þá loksins kominn hingað að Skeg.st þó seint gengi, en þó fyrir Guðs hjálp slisalaust, hvað mig sjálfa snerti, en rokkurinn minn getur ekki tekið undir með mjer þegar um slisin er að ræða, hann var nú fótbrotin á Eskif. og svo þegar hann var hingað kominn hafði hann mist höfuðið líka þ. a. s. uppistandarinn var brotinn fast niður við bita, útfrá því sem grópað er fyrir hann, jeg er því hrædd um að ekki verði gott að gjöra við það, það reynir svo mikið á af þunga mældu um búningsins. Nóg um rokkinn Ögn heldur um hann Jón minn. Jeg er hin0

hvað hann er orðin friskur hann hefir þá verið ögn að reina á sig, t.a.m. í gær fór hann útað Bakka með B. Blöndal og Sauða ness mæðgum (B. var beðin að líta á sjúk l. þar útá bæunum um leið og hann færi um) svo þegar hann kom heim fór hann að kljúfa niður tindaefni, og síðast kl. 10-11 kom hann frá að stakka saltfiskinum, og var jafn frískur í morgun og hann var í gær nú er hann að setja á stað milluna til að mala fínt í kleinur, og í kveld mark= ar hann lömbin sín, því piltarnir geta það ekki. Jeg er auðvitað engin læknir, en mjer sýnist hann engín tæríngarmerki bera hann, T.d. getur alltaf verið á hlaupum án þess að mæðast mikið. Frúin á Sauðanesi var að fara á Vopnaf. til þess að láta Árna skera ægsli af höndinni á yngstu dóttur sinni. Hjer er allt heldur tíðinda lítið, utan hvalrekana tvo annan á eignarjörð þerra jóns míns og syskina hans hinn hjer

nær. Hjeðan var sóktur hvalur í báða staðina og höfum við Jóhanna færeyiska staðið í að sjóða hann þessa viku, jeg var nú að enda við að færa uppúr síðasta pottinum, það er þá til hátt í tveimur tunnum af soðnum hval og er það mikil blessuð björg, það var svo gott með það að búið átti svoddan undur af þunnu skyri til að súrsa þetta í og vildi jeg gjarnan að horfin væri til ykkar svo sem hálftunna Marja væri þá nokkra stund að píra því. Það var mikið glappa skot af mjer að taka ekki Guðnýu með mjer, fólkið þykir hjer heldur fátt Ragnhildur var ófáanleg til að vera, eptir að hún vissi að Gunna færi, henni geðjast víst ekki að nýju húsmóðurinni, það er þó ekki nema Jóh. ein sem tak er í, hún er góð vinnukona, en minnist sjálfsagt þegar allt þarf að koma á hana, tvo sem þjónusta á þremur piltum um mjalt ir og eldhússtörf alltjend fyrst á morgnana já það var galið að G. kom ekki með mjer, það

kom allt til af þeirri vitleysu að líta ekki á áætlunina, sem segir að engin ferð falli á Vopnaf. fyr en í aug. Gunna vill gjarn,_ an vera og talar um að koma aptur þó hún hlýðnist foreldrum sínum í því að koma heim, sem hún er nú að hugsa um að fresta í þetta skipti með Thyru, og mjer þykir svo vænt um það, en eins og hún er nú kæri jeg mig ekki um að hún komi aptur, hún þorir ekkert á sig að reyna, og er orðin svo vön við að láta uppvarta sig, eptir því sem hún segir, síðan hún, varð vesöl. Ef þið skyld_ uð vita af ferð fyr á Vopnaf en í augúst, vildi jeg að hægt væri að koma Guðnyju hingað, bara að Oddný sendi hana ekki, nú með júlíf. og hún verði svo sett í land á Seyðisf. eða Húsavík. Jeg gleymdi að segja ykkur þegar jeg skrifaði; af 00 svo af að ekkert fjekk jeg leirtauið. Ef Jón gleymir því ekki að panta fyrir mig, og ferðsendir mjer það, langar mig til að biðja ykkur að kaupa fyrir mig striffa eins og þá bláu ykkar og láta hana fylgja með, jeg skal borga pottinn þó seinna verði

Ekki veit jeg hvað giptingunni okkar líður Jeg hafði hugsað mjer að hún gæti fram farið á Vopnaf. en eptir útliti nú þegar jeg var þar verður það ekki hægt því Þórunn frú og Dúdda eru báðar með veik= um burðum á fótum, eptir veikindin í vetur, hjer er mikil óhægð á því, finnst mjer þó ekki sje nema með maskínuna sem ekki verður bakað í, og er ór rjúkandi. J0 er að hugsa um að fá maskínu fyrir peningana sem pabbi gaf mjer ef hægt væri að selja þann svo sem fyrir hálf virði sem ekki er óhugsanlegt að einhver fengi hana til að baka á blún, því hún er svo stór og góð til þess. En ný maskína getur ekki komið hingað fyr en í haust Svo það verð_ ur ekki dregið þangað til að gipta sig af því maður þarf að fá prest lengra að; Jón vill að við förum austur til ykkar jeg held mest mín vegna en hann segir samt að sjer hefði verið það ánægjul. legast. Fyr en seint í júlí eða snemma í aug. getur það ekki orðið því fyr fæ jeg ekki það sem víst er af flutningnum mínum Vörð skipið í Vopnaf. flytur hann nl. en notar

setur hann fyrst upp í Þórs höfn

setur hann fyrst uppí Þórshöfn og lætur hann liggja þar í næstum mánuð meðan hann ve0glar þar, síðan kemur hann híng og þá á jeg eptir að sauma, ef nokkuð verður þá til að sauma, því pokinn sem vantar er einmitt sá sem kramið mitt var í, en það var þar ekki allt svo jeg man ekki hvað af því er annarstaðar: Jeg er að hugsa um að biðja þig elsku mamma mín að kyssa pabba minn frá mjer og segja honum að jeg hafi stundum verið að hugsa um að biðja ykkur að gefa mjer enn meira en þið gjörðuð þegar jeg fór, nl. sitt 1/2 af hvoru bitum og sætum möndl um þ hægt er að fá þær hjá L00tt00 því jeg held þær fáist ekki a Vopnaf og senda þær með G. eða leirtauinu Jeg held nú mál komið að kveðja ykkur í bráð elsku mamma og mín elsku systir og biðja ykkur að kyssa hver sinn kall, sem jeg vildi fegin geta gjört sjálf einnig bera Maríu bestu kveðju mína og fólkinu, síðan eruð þið báðar ásamt öllum mínum ástækrum á Holmum Ínu með- reiknaðri Guði faldar af ykkar æfinl. elsk.

Sofíu Daníelsdóttur

Myndir:1234