12/7 95 1 3/8 95. Skeggjastöðum 8. júlí 1895. Hjartkæru foreldrar mínir! Fyrstaf öllu vil eg biðja að þínar línur hitti ykkur frísk og glöð. það var þá ekki svo vel að ólukku krampinn væri skilinn við þig elsku mama mín. þó við værum að vonast eptir því. þessu næst þakka jeg þjer elsku pabbi minn blessað brjefið þitt d.s. 21. júní meðtekið 6 juli Óvart kom mer það að kistan mín væri ómerkt, mig mynnir aukheldur að sír Jóhann bætti við mirlönguna á henni "Forsigti" úti í salthúsinu hjá Túlinína; og það má jeg fullyrða að ekki stóð hún úti, því jeg ljet rífa allt dótið fram til þess að ná í litlabalann minn (sem jeg bað Jensen að gjöra við) enn var þá hjer um bil neðstur, og þá stóð kistan þar neðst má jeg fullyrða þeir hafa bara skilið. hana eptir þegar þeir fluttu á skipið því jeg kom til E. P. Jeg gleymdi hreint að segja ykkur að leyfisbrjefið gat ekki komið með Stýru síðast, vegna þess að amtm var sjálfur að gipta sig í Reykjavík og hafði sjálfur liklana að leyfis brjefa búrinu. og bað M. kennara sjerstakl. að gæta að fluttningnum, að nægilega yrði farið með hann hann var við fram fluttning á fragtgossinu. Mjer datt þá ósjálfrátt í hug að það gæti valla farið vel að hrú svona saman hverju umanum annað bæði því sem kom frá borði og fór um borð. eins og þar var gjört það var svo stappað fyrir framan salthús dyrnar af vörum frá borði sem leuthen og fleiri áttu og þar innann sá eg dót mitt. þið er líkl. áreiðanl. að þetta sje mín kista! fyrst mig vantar hana. Lokið á henni er sýnt, sett saman í miðjunni og listi yfir samskeytunum, sem er brotinn og stykkið vantar alveg á annan endan. þetta er það sem helzt auðkennir hana: Af því þurkarnir hafa gengið vona jeg að blauta vaðmálið undir lokinu hafi þornað en ekki fúnað, mig minnir að buxna vaðmálið þitt kæri pabbi væri þar líka og þykir mjer lakast hvað seint þú færð þær, því að líkindum get jeg ekki fengið kistuna fyr en í vetur að akfæri kemur fyrst jeg er búin að misa af sjóferð (spekulandsferð) verglunarinnar í Vopnafirði sem sirg á þórshöfn með nóttunni eða morgnana, hinn leitar allan daginn að því sem smalinn tínir daginn fyrir, því hann er hálf ljelegur greiið Fyrsta daginn sem hann var einn með þær, misti hann 14 þar af fundust 10 eptir Tveggja daga leit. Hjer er svo ógur leg. víðátta sem. fjeð þýtir yfir. Af kvenn fólki sem nokkuð má bjóða er ekki teljandi nema ein, Jóhanna færeyska, Gunna hefir einl. verið lasin síðan jeg kom, kemur ekki á flakk fyr en kl. 11-1 á dagin, en þá fer hún ætíð að hjálpa mjer eitthvað, fer vanal. í eldhúsið og sinnir miðdagsmat, og gjörir sumstaðar hreint. Jeg hef ekki viljað láta hana reyna neitt mikið á sig; því henni finnst sjer þá ætíð sama fyrir brjóstinu. Blöndal skoðaði brjóstið á henni um daginn, og sagði að hún mætti fara vel með það, það væri bronkitir sem hún hefði og svo heldur hann að það sje ímyndun erbliki með fram. Jeg spurði hann hvort hann væri hræddur um að hún væri smittuð, en hann sagði að það væri langt frá því. það eru allir svo hræddir við bæinn hjer, en jeg vona að það sje ástæðu laust, Baðstofan hefur verið þvegin vel og vandlega og hefir staðið tóm og aup það sem afer sumrinu, og rúm fötin en nú kemur það víst með "Laum", hvenær sem það verður brúkað dót mitt er nú enn ókomið og nokkuð af því ástand sett ekill fluttning minn. Jeg er að hugsa að þið kjósið heldur að taka upp vaðmálið ísaumað. það væri hægt að láta Gunnu gjöra það sem fer nú heim með Lauru. Ef sír Jóh. peni á Eskif. þyrfti hann ekki neina hafa timburhús kamers eða kirkju lopts likilinn með sjer þeir ganga báðir að henni og færa G. hann. Hvað skyldi þeir góðu herrar hafa gjört við pokann og eggja kassann sem mig vantar líka það er þá bezt að minnast á hvernig okkur líður hjer, og er það þá fljótt sagt að okkur líður príðilega vel sjerstaklega hvað heilsuna snertir jeg er hissa hvað sír Jón má bjóða sjer, í gær til d var hann að saga niður borð sem hann brúkaði í kringum annan matjurtagarðin og rak niður staurana sjálfur með sTórri sleggju og lamdi með þeim dugnaði að jeg var bara smeik við að sjá til hanns, en hann er jafn hraustur í dag og messaði og Tónaði hátt og snjallt. það helzta sem að amar er það, að fólkið er heldur fátt til að vinna það sem vinnast þarf. Piltarnir gjöra lítið annað en að vera við skapnunnar, annar vinnumaðurinn fer með fara tími til þess, þá verðum við líklega að gefa okkur tíma til þess einhvern tíma!! Fyrirgefið g lífið heil ykkar sama S. hafa legið úti í allt suamr, og verið marg þvegin, og nú fyri helgina var það gjört í síðasta skiptið og svo innan skams verður það látið á Aukteion, það er að segja dót þeirra Jón ínu sál og. Þórunnar. Jeg held það sje nú bezt að hætta þessu klóri sem jeg efast um að þið gætið lesið því bæði er penninn ófær, skrifarinn sifjaður og timi lítill til að skrifa mikið og vanda sig jeg sje því ráðlegast að kveðja ykkur elsku foreldrar mínir, Verið þá blessuð og sæl, já, sælust allr manna hjer og síðar meir, biður ykkar æfinlega elskandi dóttir Sofía. |