Nafn skrár: | SofDan-1900-02-18 |
Dagsetning: | A-1900-02-18 |
Ritunarstaður (bær): | Skeggjastöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Múl. |
Athugasemd: | Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs 3524 4to |
Nafn viðtakanda: | Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson |
Titill viðtakanda: | foreldrar |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Soffía Daníelsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1862-03-03 |
Dánardagur: | 1907-02-23 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hólmum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Reyðarfjarðarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Múl. |
Texti bréfs |
Skeggjastöðum 18. febrúar 1900. Hjartkæru foreldrar mínir! þó nokkuð sje af árinu liðið og jeg í byrjun þess væri í anda hjá ykkur, vil jeg samt byrja þessar línur með því að biðja Guð að blessa ykkur og farsæla það. þar næst þakka jeg þjer brjefið þitt -elsku pabbi minn- d.s. 16. janúarþ það er nú nokkuð langt síðan jeg hef skrifað heim, því jeg varð eitthvað sein fyrir þegar pósturinn fór fyrstu ferðina. það var svo mikil ógerðar vesöld í bænum um þær mundir, og er að grassera hjer í sveitinni enn, læknirinn nefnir hana blóðkreppusótt Börnin urðu mjög slæm einkum Andrjes sem var svo hátt á þriðju viku að ekkert staðnæmdist í maganum og mánuðurinn leið áður en hann varð góður Veikinni fylgdi mikill hiti og maga leysi svo hann tíndi niður að ganga Jeg hafði talsvert ónæði af honum á nóttunni svo jeg nenti alldrei að vaka við að skrifa, og á daginn var jeg með hann, þegar jeg var ekki niðri. Nú er hann orðinn friskur aptur og allir hjer á bæ; Arnljótsdóttur sem er komin að því að ala barn. Hún átti voná kærastanum og smörðu brauði og 25. Lengra komst jeg ekki á Sunnudaginn var, og síðan hefir lítið næði verið út þriðjudaginn stóðum við allan daginn við þvott á miðvikudaginn var jarðsungin gömul kona. þá kom og Jón í Höfn með Katrínu dóttur sína til þess að vera í vegi fyrir lækninum með hana, hún er lengi búin að hafa illt í únliðnum sem læknirinn og aðrir hafa haldið gigt, en óðara og hann leit á únli(uppi/inn/) sagð hann að það væri berklasýki. þau máttu bíða hjer í tvær nætur eptir Pínunni og svo kom hann með fjórða mann til gistingar. Hann var á leið til Sauðaness því nú eru þeir læknislausir Langnesingar og þistilfirðingar, nema hvað Jón er settur þeim til hjálpar hann var nú sóktur til fröken Halldóru |