Nafn skrár: | SofDan-1900-12-04 |
Dagsetning: | A-1900-12-04 |
Ritunarstaður (bær): | Skeggjastöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Múl. |
Athugasemd: | Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs 3524 4to |
Nafn viðtakanda: | Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson |
Titill viðtakanda: | foreldrar |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Soffía Daníelsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1862-03-03 |
Dánardagur: | 1907-02-23 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hólmum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Reyðarfjarðarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Múl. |
Texti bréfs |
Skeggjastöðum 4 des. 1900 Hjartkæru foreldrar mínir! það er sjálfsagt orðið talsvert langt síðan þið hafið fengið brjef frá mjer, jeg er orðin eitthvað svo óheyrilega löt á að taka pennann og svo hafa kringum stæðurnar ekki verið góðar hjá okkur í haust, vinnukonan aðins ein en vinnumennirnir fjórir, og opt gestagangar til d. var Karl dýralæknir hjer þrjár nætur, hann var sendur til að líta eptir böðun á fje, og varð hjer hríðteptur. Hann er fórstur sonur Mortens Hansens, nú til húsa hja Jóni læknir Skipin hafa gjört ferða fólki talsverð an óleik að fá sjer hesta og fylgd landveg og þá fáum við optast nær að vita af þeim Tvi vegis hefir þorshafnar fólk verið sett annarstaðar upp Sett hjer upp á Bakkafj. og fim() á Vopnaf og nú fyrir skemstu Kristján frá Sauðanesi sem fór með framhjá þórsh. og norðurá Akureyri síðan bakaleið fram hjá aptur til Vopnafjarðar; Svo varð allt kaupafolkið af Strönd og Langanesi að fara landveg til Vopnaf í haust í október, því það þorði ekki að treysta því að Hólar kæmu hjer inn þó mönnum fyndist það skilda gamla Jakopsens þar sem hann rauk hjeðan af höfninni áður en hann var líkt því búinn að afgreiða sig hann átti bæði eptir að skjila vörum og taka vörur og þar á meðal var ullar posi ykkar og hálftunna af kart- 4 hnikla af bandi jeg tvo og vetrar stúlkan tvo, það eru þrjár vikur síðan hún kom, það er nokkuð dýrt hjúa haldið með þessu lagi, að gefa kaupakonunum 90-100 kr fyrir 4 mánuðina og svo vetrarst. sem þykir gott ef ekki tekur kaup, ein sumarst. okkar var 5. mánuðinn en ekki með öðru móti en að fá sama kaup og fyrír hina mánuðina, það var henni boðið annarstaðar.- Ja! nú gerir pósturinn mjer grikk, hann er bara kominn og á að fá kaffi sjálfsagt en jeg ættlaði bæði að skrifa M. og Gróu og er ekki farin til þær verða því að hafa umburðarlindi sem fyr. Jig hef alldrei þakkað fyrir öflum sem Jóhannes frændi sendi okkur. Hann skammaðist sin líka karl greiið (Jakopsen) og kom hingað inni á suðurleið og skilaði kartöfl unum og tók ullina sem jeg vona að nú sje komin til ykkar. það var Nú erum við búin að taka okkur vetrarkvennmann og er það mikill ljettir fyrir mig, sem mátti alltaf vera með annan fótinn í eldhúsinu Fyrstu vikuna sem hún var, lág vinnu konan í fótmuni aðra vikuna var Anna með handar meiri svo jeg hjelt að það ættlaði ekki að bætast úr önnunum fyrir mjer, nú sem stendur eru allir bærilega friskir, og búið að spynna |