Nafn skrár: | SofDan-1900-XX-XX |
Dagsetning: | A-1900-XX-XX |
Ritunarstaður (bær): | Skeggjastöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Múl. |
Athugasemd: | Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs 3524 4to |
Nafn viðtakanda: | Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson |
Titill viðtakanda: | foreldrar |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Soffía Daníelsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1862-03-03 |
Dánardagur: | 1907-02-23 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hólmum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Reyðarfjarðarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Múl. |
Texti bréfs |
Skeggjastöðum á skírdag 1900 Hjartkæru foreldrar minir! Jeg má nú ekki láta hjá líða að senda ykkur línur þó fáar verði Jeg má skammast mín fyrir að láta ykkur eiga brjef há mjer, því sannar lega hef jeg ekki svo annríkt að eg ekki Hjeðan er það að frjetta að "innfluttnan" umkringir okkur á allar hliðar og væntum við hennar á hverri stundu, sumir liggja þungt í henni einkum gamallt fólk. Við reynum heldur að um flýja veikina þó það að líkindum sje árangurs laust, því daglega koma hjer menn af næstu bæum þar sem allir hafa legið og margir liggja enn. Jeg er ekki laus við að hvíða fyrir henni ekki sizt fyrir Vin minn sem alltaf er svo lasin af sinni gömlu vesöld og liggur nú í rúminu í dag annars er hann vanur að klæðast á hverjum degi þó hann gangi Nú er maður sem óðast að smala aðsjer sumar fólkinu, það er að segja ráða það til sín, það gengur öllu lakara með árs fólkið, jeg hef einga stúlku enn getað klófest, og verð jeg illa stödd ef mjer tekst það ekki, því Solveigu missi jeg, móðir hennar gjördi það af með aumkunn við mig að ljá mjer hana í vetur, er sjálf opt vesöl og gat því varla mist hana, jeg get þar er fjölgað hjá fröken H. hún eignaðist dóttur, sömul. há Arnþrúði fósturdóttir prestsins, svo er bara vinnukonan eptir að koma með sinn króa. Á föstudaginn langa. Jeg ættlaði endilega að skrifa M. systir nokkrarlínur, en nú er brjefið heimta af mjer svo það getur ekki orðið í þetta skipti. Fólk ið er nú held jeg að veikjast af "flennsunni" börnin voru bæði mjög heit í nótt og Æssa klæðist nú ekki, svo eru þrír fullorðnir töluvert lamir. Jeg hætti þá í þetta skipti og bið ykkur að heilsa M. hjartanl. frá mjer og öllum mjer kærum, kveð jeg ykur svo kæru foreldrara í nafni okkar hjonanna með mínum beztu oskum. Guð veri með ykkur alla tíma, ykkar elskandi dóttir Fía. því ekki lagt að henni S. vill gjarnan vera kyr ef mamma hennar gæti verið án hennar. Lítis hefur gjörst hjá mjer í vetur, spunnar að eins rúmar 40 hespur af fyrir vafi uppí tvist, og nú vorum við farnar að reyna að sauma ögn. Nýlega vildi til það slis að einn sonur bóndans á Nýju í Vopnaf hrapaði í sjóinn hann var að ganga við fjeð og kom ekki heim um kveldið var þá leitað um allt landið (sem hann þurfti að ganga yfir), af fjölda mans var svo farið að leita á sjónum, og fanst eptir nokkra daga rekinn Póstur komað norðan i dag, hann ber þá fregn að Sigríður Gísladóttir á Sauðanesi væri brjáluð, hún hefir opt verið ógn undar leg; þið munið eptir henni, hún er fóstur og bróðir eða systurdóttir sír Arnljótar |