Nafn skrár:SofDan-1900-XX-XX-2
Dagsetning:A-1900-XX-XX-2
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

5/7'00 1 13/7

Skeggjastöðum

Hjartkæru foreldrar mínir!

Marg falt ástar þakklæti fyrir síðast eiga þessar fáu línur að færa ykkur frá mjer. það er eins og vant er fyrir mjer að jeg hef sleppt tímanum án þess að skrifa þar til í ó efni er komið, svo jeg bað að fara fljótt yfir sögn. Ferðin gekk ógurlega, og heimkoman heldur góð, Jón minn var þá svo hress að hann gat komið sjálfur að sækja mig Nú er hann aptur mjög lasinn varla að hann fylgi fötum Við erum að hugsa að það sje

innflúensan enn á ný, hann veikt ist svona, rjett eptir að hann var að stumra yfir formanninum okkar, sem kom veikur af infl. og liggur enn. það kemur sjer ekki vel þvi nú er heldur góður afli, þeir hafa samt róið hinir tveir, en annar þeirra er gamall karl en hinn heldur fáráðlingur þó hann sje á litin að geta unnið svo það færi líkl. ekki vel ef eitthvað kæmi fyrir á sjónum vandasamt 4. kaupmaðurinn sveik fyrir sunnan, en annar er vænt an legur í skarðið með næstu ferð ef hann bregzt ekki líka.

hún getur líka mikið ljett undir með þessari einu stúlku sem vís er yfir veturinn, Anna biður mjög vel að heilsa með þökk fyrir svunduna og krakkarnir fyrir hrífurnar maður(uppi/inn/) þakkar (strok/fyrir/) sjálfur fyrir stóru sendinguna til hans, ef guð gefur honum heilsu, með þessari ferð getur hann ekkert, hann mátti gjöra messufalls boð á síðast liðínni helgi. Beztu kveðjur bið jeg ykkur að bera, fyrst mági mínum og Ínu og bið hann að vitja hvals, hann á að vera í 3 pokum mrkt. sj J. Sv. Hólmum Reiður

-þar næst M. og famel í timbur húsinu svo öllum sem kveðju mína vilja

þyggja. Fyrirgefið hjartans beztu foreldrar mínir

Jeg ættla að biðja ykkur elsku foreldrar minir að koma orðum eða línum til Ingunnar sauma konu svo hljóðandi "að við viljum gjarnan að stúlkan komi í haust" Hún I. nd. sagði mjer að Einarssnikkari og Björg, vildu að elsta dóttir sín færi í vist til okkar. Hvernig lýst ykkur á það. Jeg vildi þá heldur að hún yrði frá hausti til hausts og lærði á vetrinum að mjólka kýr og þjóna og venjast hreingjörningu í bænum heldur ení vorinu þegar annir eru komnar

og verið guði ætíð falín af ykkar elskandi dóttir Fíu

Myndir: