Nafn skrár:SofDan-1900-XX-XX-3
Dagsetning:A-1900-XX-XX-3
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

af hjúnum okkar (og litlu stúlkunum) sem komu innan af dal tl þess að vera hjálpl. við fiskinn. Nú er það vinnufólkið komið frá bæ til hey skapar og byr áhlöðu sem við eigum inná dalnum. Ein stúlka er heima í eldhúsinu og onn ur kemur heim til mjalta á kveldin. það vaar nú eginlega að al brjefs efnið að færa ykkur elsku foreldrar mínir hjartans beztu og innileg ustu óskir mínar, í tilefni af 12. þ.mþ þann dag var jeg í anda hjá ykkur þó líkaminn væri norður á ströndum, og lagaði þar til jóla brauð og annað góðgæti til að gleðja með mig og mína

þvi miður er jeg hrædd um að bræður mínir hafi ekki haft tök á að vera hjá ykkur þann

Ástar þökk fyrir blessuð brjefin ykkar með Hólar um daginn það væri skömm fyrir mig að láta ykkur enga línu sjá frá mjer í þetta skipti en þið megið samt ekki búast við að sjá merkilegt brjef, því bæði er tíminn lítill og svo tannpínu sneipinn að æra mig með kvíðum, þó ekki meira en það að jeg hafði rænu á að pakka inn fim skippund af saltfiski með kalli mínum (fyrri part dagsins) sem hann er nú farinn með yfir í Höfn í Hólar á morgun; svo nú seinni partinn tók jeg saman annað eins með tveimur

Ameríkenskar og fá hrós. Jeg ættla að biðja ykkur að skila til sír Jóh að hann megi ekki skoða huga sinn um að leggja sjer til skil sindir að vori ef hann hefir nokkurt mjólkur bú, það er hlutur sem borgar sig það eru engar ýkjur að smjörið er þriðjungs meira þegar hún er brúkuð Nú vona jeg að þú fáir Beatríse hún gleymdist þegar hún átti að fara og Hólar vildu ekki koma inn síðast og biðu hans þá margir og miklar vörur

Margt er eptir að minnast á en tíminn er enginn

Guð annist ykkur allar ólifaðar æfi stundir biður af hjarta ykkar elskandi dóttir

Fía.

dag framar en jeg. Jeg gat þá sannarlega unnt þeim þess og glaðst fyrir ykkur þó jeg sæti heima jeg er nú líka nýbúin að snypta þeirra ánægu að fá að sjá ykkur hjartkæru foreldrar mínir Jeg er svo ómyndarleg að jeg hafa ekki hugsað fyrir neinu til þess að gleðja ykkur með og strandar það mest á því að jeg veit ekki hvað það ætti að vera nóg hef jeg til þess að gjöra það með megið þið trúa því fyrst bættu þið nú í búið okkur og svo er nógur þorskur, enda er allt af verið að panta ný og ný stor stykki, fyrst var nú folinn keyptu fyrir 200 kr. og skilvindar á 120 kr. strokkur á 38. kr. og nú síðast prjóna vjel - frá Jóhanni sem var hjá Túlinius nú á Seyðisf. - fyrir 50 kr þær eru

Myndir: