Nafn skrár:SofDan-1900-XX-XX-4
Dagsetning:A-1900-XX-XX-4
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

26/8'00.1 6/9

Skeggjastöðum

Hjartkæru foreldrar mínir!

Jeg verð að láta "Hólar" færa ykkur nokkrar línur þó ekki verði þær fleiri eður merkilegri en þær sem hann færði ykkur síðast er hann fór suður

það er þá fyrst að láta þær færa þjer elsku pabbi minn, kæra þökk fyrir brjefið þitt síðasta. Jeg vona að þú elsku mamma mín sjert nú frískari en þú varst þegar það var skrifað.

Hjeðan er það að skrifa að Jón minn er talsvert frískari en að undan förnu, hann embættaði síðastliðinn sunnudag.

Hjer er búið að slá í túninu í rúma viku, en þurkurinn er

stopull, Stúlkur hafa setið við ullina að greiða hann og entu við það verk í dag; hún sendist með Hólar á Vopnafjörð. eg ljet tína ur henni skástu lopana, hún er öll svo vond. Jeg ættla þjer ögn af þeim elsku mamma mín jeg get ekki komið því við að senda það í þitta skipti vegna tímaleys is, því við urðum svo tæpt fyrir með að koma henni ullinni af stað, og svo kom kona af næsta bæ með mjólkina sína til þess að fá að skilja hana í skilvindunni og Tafdi það drjúgt fyrir

Jeg var leið yfir að gleyma Beatríse síðast er Hólar fóru, nú sendi jeg hana þó, jeg bið Bjering fyrir hana.

María sagði mjer að rúmið hennar Ínu lægi allt sundur dottið fram

in hjer eptir, þvi Bleikur er bæði fjörugur og fljótur. Boli var settur í fransmennina fyrir 200 kr í salti strengum og rauðvini. Nú eru allar frjettirnar búnar jeg held líka allra hluta vegna bezt að hætta þessu klóri. Jeg er bara viss í því að þið egið bágt með að lesa það sem komið er því eg hef bæði verið sifjuð og sjeð illa þó bjartara sje en nú er. Fyrirgefið elsku foreldrar mínir þetta lóta brjef. heilsið kærl. öllum mínum og verið sjálf ávallt guðsvermd falin af ykkar elskandi dóttur

Fíu

E.S. Beztu kveðjur frá Jóni minum og fóstur börnunum

á lopti og myndi ekki verða hirt til neins nema í eldinn. eg yðrast eptir að jeg bað ekki sír Jóhann að lána mjer það ef svo er að hann ekki brúkar það, eða er búinn að lána það öðrum það gæti komið með dóttur Einars ef hún kemur Fátt er um frjettir hjeðan Austra Brún gisti hjer á leið austur um Jeg hafði gaman af að tala við hann af því hann var frá Eyjaf. eða Akureyri. Jeg hef verið í einni skírnar veizlu síðan jeg kom heim og er ran sár enn af reiðlaginu, þvi jeg var að reyna að ríða í loptinu svo jeg gæti fylgst með manninnum á nýja reiðskjótanum, en Mósareiðhesturinn minn var ekki viðlátinn hún er nú svo sem kölluð vökur en ferð lítil er hún greiið, svo við getum varla riðið samferða syn

Myndir: