Nafn skrár:SofDan-1901-01-27
Dagsetning:A-1901-01-27
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

26/2'01. 8/3'01.

Skeggjastöðum 27. janúar 1901

Hjartkæru foreldrar mínir!

Guð gefi að þetta fyrsta ár nýu aldarinn ar megi verða ykkur farsælt og blessunar ríkt! það er bágt hvað þú ert alltaf lasin elsku mamma min. Jeg bið himnaföðurinn að stirkja heilsu þína og ykkar beggja, Mig undrar það nú ekki elsku pabbi minn þó sjónin sje farin að minka og augun að þreytast, því jeg finn hvað mjer er aptur farið í þeirri grein, það er svona við það að jeg sje strikið sem jeg skrifa á, Jeg hálfyðrast eptir að jeg fjekk ekki að taka gleraugu M. systir minnar sál með mjer, því það er ekki svo hlaupið maður á gl. sem passa þegar maður er svo fjarlægur læknis heimili; lækninum sjálfum var

jeg nú nýlega ná læg því hann var hjer næturgestur og dór ur mjer tönn sem var að einmanast í gómnum að ofanverðu og særti vörina (neðri) svo þið heyrið á því að nú hef jeg fríkkað! frá í sum ar, þá var jeg hörð ótt en nú er jeg skarða frí, því allt er farið að ofan verðu utan fáa jaxla

Fátt verður um frjettir í þessu brjefi, jeg skrifaði Maríu með síðasta pósti og gat víst þarum hvernig við höfðum það um jólin. Við skiluðum krampa veiku stúlkunni og þá var aptur ekki orðin nema ein vinnukonan, en nú í síðast liðinni viku fengum við Tobbu okkar gomu elda busku frá Hólmum Hún er hjá bróður sínum Árna, bónda á næsta bæ hinu megin við landvíkur heiði, svo heitir heiðin sem farin er hjeðan til Vopnaf henni var ekki lofað nema tvo mánuði jeg verð

kvödd af ykkar elskandi dóttur Fíu

eina póst ferð nndir spennu í baðstofunni.

persónuna hver ásamt kveðju sinni.

að setja út mann til þess að leita þar á póst húsinu, og nú bráðum fer maður á Borgarfjörð sem jeg bið leita þar, svo næ jeg að líkindum ekki lengra. - Vænt þótti mjer um að frjetta að Ingun fer í Hólma ykkar vegna einkuml. bara að það verði ekki til þess að gjöra henni neitt illt að hún gjöri sjer falskar vonir eða þ.l. pabbi lokar niður eða gefur ofninum snepilinn þó jeg rugli eitthvað. Jeg á eptir að geta um heilsu Jóns míns, hún hifir verið lin nú um stundi, hann fór á sókn ar endann til þess að skíra þrjú börn, fjekk storm og hafði slæmt af því, varð að boða messu fall síðast liðinn sunnud. en er nú betri. Bezt að hætta í þetta sk. Heilsið Ínu litlu frá diddu hennar og biðjið hana að skrifa mjer að hún sje þæg við Ommu sína, já heilsið öllum sem hveðju mína vilja þyggja þar á meðal Gróu jeg vona að Jón hafir hana vísa fgin

mig hún er sú eina enn sem fengin er fyri næsta ár ekkert líkara en við migum hætta búskap vegna fólksleys

öllu fegin það verður þó alltjend hægt að prjóna eitthvað uppá lappirnar á piltunum sem allir eru berfættir stúlkan sem fór var búin að spynna í plögg handa þissar og þar við sat, því þessi eina hafði nóg með þjónustu á þessum fjórum piltum auk hreingjörningar, vaptir við gisti og fjósið á samt eldhúsinu aðra vikuna hún hefir líka opt egið í tann pínu, en lækn dróg nú úr henni 5 jaxla svo hun gerir sjer von um stundarfrið. Hann var sóktur útá langanes. Í þá tíma býr hann sig út með allslagsmeðöl og verkfæri þará meðal tanntangir sínar.- Slæmt þykir mjer að heyra um ullar pokann að hann komst ekki til skila pokinn var stuttur en víður hálf tunnu poki saumað fyrir hann en ekki bundið, merktur D H Hólmar, hann komst á "manifæst" hjer á firðinum var ekki skipaður upp á Vopnaf. segja þeir. Á Seyðisfirði er jeg búin

is og þá á gGróa gott hjá okkur Verið svo beztu oskum

Anna og Ossa senda Inu sína

Brjefið til Maríu hefir legið yfir

Myndir:12