Nafn skrár:SofDan-1901-02-21
Dagsetning:A-1901-02-21
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

23/3'01.r 16/4'01

Skeggjastöðum 21. febrúar 1901

Hjartkæru foreldrar mínir!

Guð láti þessar línur hitta ykkur glöð og heilbrigð!

Ástar þökk fyrir brjefið þitt elsku pabbi minn skrifað í s.l.m. það er sama veðurblíðan hjer hjá okkur og þú getur um að sje þar syðra hjá ykkur, já, menn eru orðnir hreint andagtugir yfir tíðinni og illa má ganga her eptir ef hey vinnast upp. Hrædd er jeg samt um töðuna okkar að hún verði lítið Jeg man ekki hvort jeg hef getið um það, að við keiptum tvo nautgripi vetrunga, tarf og kvíga bæði af ágætu kúakini. Við fengum þau úr Vopna firði; svo sem til þess að bæta kinið. Jeg hef líka skírt hana Búbót, hvort sem hún nú verður það, það eru 5 gripir í fjósi og 5-6 merkur koma úr

Tilvísunarbrjef átti að fylgja þeim um talaða ullarpoka.

því af mjólk, er það ekki gott? þessi bela sem gefur þessa mjólk bar snemma í haust og sama dag átti kvíga að berasem er óborin enn en 3. kýrin á að bera í miðgóu Okkar verður þá orðið mál á mjólk inni, með því við verðurm þá búin að jeta allt annað, sem alt er. Nú get jeg ekki skírt ykkur betur frá ástandinu í fjósinu okkar

Hvað heilbrigðis ástandi okkar líður þá er það þolanlegt sem stendur, að undanförnu hefir það verið svona og svona. þorbjörg lág í heila viku í þessari vondu magaveiki sem gekk hjer í fyrra vetur, hún hefir verið að stynga ofar niður hjer og hvar og fleiri fengið hana hjer á bæ, þó ekki jafn vonda og Tobba, því jeg var rjett orðin hrædd um hana Meðan Tobba lág fjekk hin stúlkan mín fingurmein og var 2-3 daga rúm föst þá viku áttum við Anna hálf erfitt.

Úr þessari magaveiki dó Elsa gamla á Bakka kona gamla Lavar. Hann var mjög hnugginn blessaður karlinn

E.S.

Jeg held að þið getið ekki lesið þetta klór, jeg er farin að sjá svo illa, og svo er jeg við ljós tínu, alin áman er nærri búin hjá okkur. S.D.

að vita hvort þú myndir ekki vilja lána sjer svo sem einn árgang af ræðum en jeg gleymdi því. þú átt sjálfsagt mikið af tækifærisræðum líka Ef þú vilt gjöra það, þá er nógur tími til að hugsa um það þegar skipin fara að ganga.

Jeg er ný komin af túr, jeg fór með prestinum húsvitjunarför, ferð minni var eginlega heitið til Gunnþórunnar systir hans, jeg var dag um kyrt hjá henni á meðan hann húsvitjaði á bæunum þar fyrir norðan, hún liggur alltaf í rum inu blessuð manneskjan. það er nú komið hátt á annaþriðja ár sem hún er búin að liggja hún klæddi sig að vísu stökku dag i sumar. það er bágt ástand þar, þau hafa alltaf verið fátæk og nú hlaðist á þau skuldir þessi árin Bróðir hennar hefir viljað senda hana til Reykjavíkur hún þorir ekki á sjóinn að fara, hún hefir komist í opinn dauðann á honum og læknar sagt að hún þyldi ekki á hann að fara svo það er ekki gott við gjörðar. Nú er blaðið þrotið. Jeg bið ykkur að bera kæra kveðju mína. frændum og vinum Tobba biður að heilsa ykkur

af svo blessaður karlinn minn Síðast eruð þið í anda kyst

Hann gjörði sjer mikið farinn að útför hennar væri sem heiðar legust, hjer á Strönd hefir víst ekki sjeðst eins vönduð lík kysta, hún var bæði úthöggvin og brongs eruð. mikið á lokinu og brongseraðir istar á henni, svo bjó hann svo út gröfina að mldin kæmist ekki að kystunni. Prestin um borgaði hann 25 kr og þegar hann mótmæti að taka við svo miklu, sagði karlinn " að hún hefði verið nógu rík til þess að borga fyrir sig. Um þær mundir var Jón minn mjög lasinn og batnaði ekki við það að þurfa að fara skrifa ræðu, hann hjelt húskveðju yfir Elsu sál. það hafa mjög sæm á hrif á heilsu hans allar ræðu skriptir og einkanlega þær sem útheimta sorglegar hugleiðingar. það má annars nærri einn gilda hvaða ræðugjörð það er, hann er ætíð veikur á meðan á þeim stendur. Taugarnar eru sjálfsagt ekki vel sterkar. Ef þú vilt nokkuð gleðja hann elsku pabbi minn þá verður það ekki með öðru betur gjört en að senda honum ein hverja sálar fælu, hann bað mig þess í sumar

og kærst kvodd af ykkar elskandi dóttur Fíu

Myndir:12