Nafn skrár: | SofDan-1901-03-31 |
Dagsetning: | A-1901-03-31 |
Ritunarstaður (bær): | Skeggjastöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Múl. |
Athugasemd: | Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs 3524 4to |
Nafn viðtakanda: | Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson |
Titill viðtakanda: | foreldrar |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Soffía Daníelsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1862-03-03 |
Dánardagur: | 1907-02-23 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hólmum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Reyðarfjarðarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Múl. |
Texti bréfs |
Skeggjastöðum á pálma s 31/3'01. Hjartkæru foreldrar mínir! Jeg ættla nú að byrja nögu snemma á línum til ykkar, sem eiga að sendast með Lauru þar jeg er nú búin að sleppa af öllum hinum skipunum, fyrir leti og ann ríki samanbland að, hjer hefir verið gesta gangur, og jeg hef verið að ast liðna viku að sauma handa sjer peysu. Nú er kominn skírdagur og talsverð breiting á tíðinni talsverður snjór kominn með 10-12 gráða frosti undan fornu daga, aðeins 7 í dag. Sagt er að hafísinn sjáist af hálsinum hjer fyrir ofan bæinn, og er þá eigi við betra að búast. Jeg man nú ekki eptir neinu markverðu þessa viku, nem þorbjörg hifir verið mjög lasinn og er enn, við rúmið helzt. Gerða fór heim til sín í dag eptir að uppbirti Allt kvenn fólk í bindindisfjelagin, heldur ball fyrir karlmennina í því, er svo sem að borga þeim ballið 3. jan í vetur reyndar er jeg nú ein bindindishetjan þó jeg sje ekki með í ball kostnaðinum, jeg er bara í boði svo sem eins og heiðursgestur! ekki held jeg samt að jeg Fíu. q) laugard. í 4. vþ sumar 1872 var 13. maí; þá laugard. fyrir hvítasunnu |