Nafn skrár:SofDan-1901-04-30
Dagsetning:A-1901-04-30
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

5/5'01.r 18/5'01

Skeggjastöðum 30 apríl 1901

Hjartkæru foreldrar mínir!

Guð farsæli ykkur og blessi i hönd fárandi sumar!

Astar þökk fyrir blessað brjef ið þitt elsku pabbi minn.

Af okkur er það að segja að hjer er alltaf einhver vesöld í vetur og það sem af sumrinu er. þorbjörg er alltaf í rúminu, en raunar ekki eins þjáð og hún var. Hún vill nú endilega drífa sig þegar farið verð ur að sækja stúlkurnar Gróu og Kristnýu á Vopnafjörð, hvurt sem það verður til anars en að hún komist heitthvað áleiðis og megi svo snúa til baka háflu veikari en áður. Elsku Jón minn er talsvert lasin núna af taki með hita veiki, og verk fyrir hjartanu, þó á fótum hann hefir verið lasin undanfarinn tíma en versnaði við farabólu

vesenið og ballið sem gjörði alveg vöku nótt. Við hjeldum tombólu á sumardaginn fyrsta til stirktar sjúkra hús byggingu á Vopnafirði og ball á eptir, seldum greiða fyrir tækinu til á góða, byrjuðum samt með því að gefa öllum kaffi og brauð það komu heilmargir og gekk því heilfjörugt til. Dregin á 500 drúnir á tveim tímum. Síðan fóru bændurnir á búnaðarfund sem boðaður var jafnframt en kvennfólkið og yngri mennirnir á dans. þegar fundurinn var búinn fóru sumir bændur heim til sín, sumir að spila. Við vorum leið yfir að haf þetta ball hjá okkur, og vita af blessaðri systir á Vopna firði sitja yfir lík börum manns síns samtíða, en við vorum búin að auglýsa það áður en við frjettum lát Pjeturs sáluga Guðjóhnsens og varð því svo að vera. Hann er ójarðsunginn enn. Hrædd er jeg um að heilsa vinar míns leyfi

ur hjónunum mælir ykkar elsk. dóttir Fia

og presturinn á Skeggja stað var einn af þeim þó hefir nú ekki nema kláða Páli verið seldur greiði ennþá.

Mer kom mjög vel að fá Gróu eða eiga von á henni svona snemma og skal mágur hafa beztu þökk fyrir að gefa hana lausa. Jeg get nú ekki skrifað meira með þessum ónýta penna, enda hef jeg fátt að vita um nema ef vera skildi að bjóða ykkur Söndru hun mættist til að mega koma til mín, en jeg álít að hún egri ekki hjá mjer, í sama brjefi segir hún "Mikið hefir mig langað til að bjóða mig sem ráðskonu að Hólmum en þó ekki getað komið að mjer til þess, mig langar svo til að jeg hefði geta snúist í kringum foreldra þína, jeg skyldi hafa reynt að vera þeim notaleg, en jeg átti víst ekki að vera svo lánsöm.! Kristinn vill svo gjarnan losast við hana hún er nú búin að vera hjá honum í 12 eða 13 ár. Skildi hvorug frú Túlinýusar vilja hana.

Verið ætíð marg blessuð og sæl elsku foreldrar

ekki að við fylgjum honum til grafa. Hann var búinn að liggja nokkuð lengi, maginn og bróstið bilaði,

Nokkru fyrir sumarmálin var hadið hjer hreppsfundur til að ráðstafa þurfa mönnum og td. þar hlotnaðist okkur vinnumaður, sá einn sem vís er, en honum fylgir of mikið af því góða (of mikið af fólkinu) nl. koma (í húsmensku) með tvö börn á 1. og 4. ári og kvíði jeg fyr ir Andrjes, því hann er sagður upp vöðslu mikill Gunnlaugur (vinnum) latur en afbragða fjár maður og fyrir því er gengist, en Jóhanna kona hans fingra löng. Jeg þekki hjónin, það eru þau sem hjá okkur voru tvö fyrstu árin og giptust hjá okkur, Gunna þekkir gripina.

Á þeim sama hreppsfundi kom þeim bændum 14 sem þar mættu saman um að selja greiða hjer eptir, gestum og gangandi

mínir og öllum beztu kveðjum kvodd af okk

Myndir:12