Nafn skrár:SofDan-1901-08-18
Dagsetning:A-1901-08-18
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

28/8'01.r 5/9'01.

Skeggjastöðum 18. ágúst 1901.

Elskulegu foreldrar mínir!

Hjartans þökk fyrir brjefið þitt með Hólar síðast, elsku pabbi minn.

Af okkur Skeggjastaða búum er það að segja að flestir hafa verið meira og minna frá verkum fyrir ógerðarvesöld sem hjer gengur (einhversdags kolerin) Jeg er búin að vera slæm í viku, nú orðin góð, aptur er Jön minn talsvert vesæll. svo eigum við nú von á flekkusóttinni á hverri stundu, það er sagt að hún sje komin á einn bæ á Langanesinu og að amtm. sje búinn að banna alla vöru við útbreiðs hennar. Hún er víst ekki álitin neitt hættu leg, og sögð ekki languinn

þið fenguð víst enga línu frá mjer með Holum síðast Jeg átti þá dálítið

annríkara en vant var það var um þær mundir sem Gunnþórunn, mágkona mín var jarðsungin, hún dó 11. júlí jarðs. 24. s.m. það var bæði sorgar og gleði efni að fylgja henni til grafar, hennar var saknað af öllum sem nokkuð þektu hana en þjáningar hennar voru orðnar svo langvinnar og miklar (hátta 3. ár) að við hlutum að gleðjast jafn framt fyrir lausn hennar. það var fjölment við jarðarförina, og öllum var veitt hjer Gerlaði og kaffi svo klippti jeg talsvert úr lík fötum og hafði dálítinn við búnað við komu sjera Sigurðar á Hofi semjarðsöng Gunnþ. sál. Svo fyrir það sem þetta var um fram það vanalega sem þó ger nóg handa mjer, varð ekkert enn að jeg skrifaði ykkur. Hjer hefir lengst af gengið 10 karlmenn til verka og 6 kvennmenn það er þvi rjett 20 mans í heimili auk húskonunnar og hennar tveggja barna

henni skipt, okkur kostnaðar laust, nl. að biðja um hana það minni, sem hún verður dýrar fyrir lokkurnar og fragtinu hún var lítil 150. Ólafur Davíðsson var hjer nótt fyrir helgina með frú og Guðr unu Guðjónsen systur dóttur Jóns mín, fóru öll á þórshöfn listitúr, snelduðu sig hingað í baka leiðinni sem nætur gesti og kom aþá með Stefán Guðm. svo frá Djúpavog sem nú skipar sæti Bakkes gamla sem yfir maður Ólafs allra Grunni og Válfs verzlunar þjóna þetta er nú þriðjudagurinn sem þaux hafa fram yfir tímann, og kem ur mjer það ill a því allt fúlnar og slepjar og sniglar. Afli var hjer góður um tíma, en nú um lengri tíma mjög afla lítið, mest sáki í soðið sem er að vísu blessaður fengur, því við erum vel byrg til heimilisins í vetur með saltan smá fisk og harð fisk, en þörfin er mikil fyrir innleggjið og því kannsk ekki mikið sem skyldl. það smáa

Jeg held að það sje nú af ráðið að taka Sig. og Stínu með tveimur börnum öðru þriggja mánaða (hvernig ljét ykkur á) bónda minum finnst ljettara að borga kaupið þannig útúr búinu. það er ekki ljett að af greiða allt þetta blessað kaupa fólk. það var einusinni bezta verk stínu að þjóna og gengst jeg mikið fyrir því. Hjer þurfa ætíð að vera svo margir karlmenn á vetrum bæði til þess að standa yfir fjenu gjöra heima verkin sem eru mikil, og bera alla eldi við heim og aka heyjinu langt innan úr heiði.Með frjettum má það teyast að jeg fjekk með síðustu ferð Hólar 280 kr prjóna maskínu hin hefir 180 nálar, er að fín leika eins og ykkar vjel. Eitt þykir mjer að eins að henni, og það er að hana vantar 16 kr."ríglerne" bóndi minn var nl. svo vænn að færa mjer hana án þess jeg vissi af henni fyrir fram, svo jeg gat ekki tekið neitt fram hvernig hún ætti að vera, jeg er að hugsa um að fá

Myndir:12