Nafn skrár: | SofDan-1901-08-18 |
Dagsetning: | A-1901-08-18 |
Ritunarstaður (bær): | Skeggjastöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Múl. |
Athugasemd: | Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs 3524 4to |
Nafn viðtakanda: | Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson |
Titill viðtakanda: | foreldrar |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Soffía Daníelsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1862-03-03 |
Dánardagur: | 1907-02-23 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hólmum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Reyðarfjarðarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Múl. |
Texti bréfs |
Skeggjastöðum 18. ágúst 1901. Elskulegu foreldrar mínir! Hjartans þökk fyrir brjefið þitt með Hólar síðast, elsku pabbi minn. Af okkur Skeggjastaða búum er það að segja að flestir hafa verið meira og minna frá verkum fyrir ógerðarvesöld sem hjer gengur (einhversdags kolerin) Jeg er búin að vera slæm í viku, nú orðin góð, aptur er Jön minn talsvert vesæll. svo eigum við nú von á flekkusóttinni á hverri stundu, það er sagt að hún sje komin á einn bæ á Langanesinu og að amtm. sje búinn að banna alla vöru við útbreiðs hennar. Hún er víst ekki álitin neitt hættu leg, og sögð ekki languinn þið fenguð víst enga línu frá mjer með Holum síðast Jeg átti þá dálítið annríkara en vant var það var um þær mundir sem Gunnþórunn, mágkona mín var jarðsungin, hún dó 11. júlí jarðs. 24. s.m. það var bæði sorgar og gleði efni að fylgja henni til grafar, hennar var saknað af öllum sem nokkuð þektu hana en þjáningar hennar voru orðnar svo langvinnar og miklar (hátta 3. ár) að við hlutum að gleðjast jafn framt fyrir lausn hennar. það var fjölment við jarðarförina, og öllum var veitt hjer henni skipt, okkur kostnaðar laust, nl. að biðja um hana það minni, sem hún verður dýrar fyrir lok Jeg held að það sje nú af ráðið að taka Sig. og Stínu með tveimur börnum |