Nafn skrár:SofDan-1901-10-XX
Dagsetning:A-1901-10-XX
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

30/10'01.r 19/11'01

Skeggjastöðum október 1901

Hjartkæru foreldrar mínir!

Nokkrar línur langar mig til að senda ykkur með Hólar ef þeir skyldu koma hjer inn á suður leið. Jakobsen gamli gjörði nú svo vel og fór til þórshafnar með póst og allt sem hingað átti að fara, sökum þess að hann kom hingað í mirkri og menn treystu sjer ekki til þess að skipa upp og fram fyr en með aptur birti, en sá gamli var ófáanlegur til þess að bíða birtu, svo við máttum kaupa menn og hesta þangað (til þórsh) eptir Siguði og hans fólki, því svo stóð á hjer að menn stóðu tilbún

ir til Vopna fjarðar meðskurðarfj. það komu heim 23 slátur og erum við búnar að hantera það að ölu leiti svíða og sjóða svið. Í gær var skorið 14 og er það slátur nú á prjónunum svo lítill er tíminn til skripta, því nú erum við búin að missa kaupa konurnar úr vinnu þær bíða ferð búnar eptir skipinu, með því fólki okkar sendi jeg poka með ullar hári í jeg passaði nú að hafa það ekki of mikið, ullin var svo vond í vor að það fjekkst helst enginn lagður almennilegurþ eg læxt að gamani mínu einn lopa kendari í tóvinnu vjelum Eyfirðinga, handa þjer til

unum Eeifyrzku

Lengra komst jeg ekki í gærkveldi vegna svefns og Andrjes vaknaði líka, svo jeg varð að hátta hjá honum Nú er fólkið að borða, það þorir ekki lengur að hafast hjer við þó Hól. sjeu ókomnir enn. Jeg skaust því upp á meðan það borðar til þess að kveðja ykkur. Jeg bið ykkur skila kærri kveðju til fólksins okkar og verið sjálf ættið himnaföðursins vermd falin af ykkar elskandi dóttur

Fíu.

reynglu sloku mamma mín að spynna úr honum það er verst að þú getur ekki brúkað það til neins handa ykkur því það er kemt með togi og öllu saman, það væri helzt í rekkju voð sölu skyrtur eða þess kins. það kostar 26-20 aura að kemba, hundiðþað svona og lippa en 18 aura þegar það er álippað nú er jeg alltaf að prjóna úr bandinu sem jeg fjekk spunnið í velunum þar nyrðra

Jeg ættla nú að biðja þig að fara ekki að spynna eða prjóna neitt handa mjer úr þessum lagði, þú getur nærri að jeg þarf þess ekki með þegar jeg hef bæði prjón vjelina og nóg band úr vjel

Myndir:12