Nafn skrár:SofDan-1901-XX-XX
Dagsetning:A-1901-XX-XX
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

29/6'01.r 8/7'01.

Skeggjastöðum

Hjartkæru foreldrar mínir!

Nokkrar línur með Hólar verði þið að fá frá mjer. Jeg vona að það hafi ekki komið til af neinum sjerstökum eða erfiðum ástæðum að engin lína kom frá ykkur með Hólar síðast

Fátt ber hjer til tíðinda nema gesta stappað gamla. Á laugard. síðast liðinn væru haldnir fjórir fundir, byrjað á hreppa móti og ent á þingmálafundi Ólafur Davíðsson kom frá Vopnaf. til þess að stýra með þeim síðasta fundinum, með honum kom þá frú hans, Ólafur litli bróður son hans og Guðrún Guðjóhansen

systurdóttir Jóns míns, þau voru hjer ollu um nóttina; á sunnudaginn kom svo Laxdal með annan mann í morgun matinn hjá okkur fór á þórshöfn, kom síð an á manudagskveldið og fjekk rúm, en vildi ekkert þyggja nema súrböndu þó hafði hann nú góða list á mjólk þegar hún kom, kvot sem henni hefir nú viljað minna þygg vegna þess að við erum búin að augl. greiðasölu, æðit jeg ekki. Reyndar, hefir enginn borgað neinn greiða hjer nema kláða Páll sem þeir kalla, sá sem fór hjer um í vetur dýrt launaður úr landasjóði til þess að líta eptir fjárkláðanum Meiningin fyrir Jókkerin með að skrifa sig undir greiða sölu var sú að koma þeim til eða vera þeim til sam lætis sem

kaupak. er dugleg og myndarleg saumakona og hefir haft nóg til að sauma síðan að hún kom þó jeg sje ekki enn búin að fá norsku vað málin sem við sendum ull í í haust mjer kemur samt ákaflega illa að fara ekki að fá þau áður en sláttur byrjar stúlkur eru búnar að hreinsa tún og þvo mest alla ull og allan fisk og við búin að fá hann þurrann, piltar búnir að fullgjöra nátt hagann sem byrjaður var í fyrra og eru nú að hlaða upp gamlan tún garð sem er að miklu leiti (það er að segja nærri búnir 3/4 af honum) orðin grip heldur nema fyrir einni áttinni sem hann þarf að hlaðast að nýju til sem er nú hætt við að ekki komist í verk á þessu ári. þrír piltarnir hafa gefið sig við sjónum en ekkert aflað, 50 mest á skip, 1 í fyrra dag, því ekki róið í dag. Mjer þykir mjög vænt um Gróu, hún svíkst ekki um að ljitta undir með mjer, og má helst ekkert gröra

endil. þurfa að selja greiða svo sem eins og Olafur mágur i Saurbæ og allir þeir sem búa næstir heiðunum þegar komið er af þórsh. og Vopnaf. þar sem átroðn ingurinn er hvað mestur.

Ekki get jeg kvartað um fólks leysið mína. það bættust nú við 4 karlm. með Hólar síðast og einn kvennmaður, svo þeir eru 8 karlmennirnir sem jeg skamta og svo bú fræðingurinn sá Gundi sem situr við borðið; kaupakonurnar 3, vinnuk. 2, og Ann okkar semar vel dugleg til allrar úti vinnu og vill mikið heldur vera við hvaða verk sem er úti, heldur en að sitja inni við sauma, en mjer þykir hálf leiðinlegt að taka aðra til að vera inni en láta hana vera úti við þer er samt heppin með að ein

af óhreininda verkum

því þá kemur hún hlaupandi til þess að taka það af mjer og á mynnir mig á um leið um að jeg sje frú en hún vinnukona; Hún er nú að skrifa Sigurði bróður sínum og biðja hann að fara til okkar eptir leiðis, hvernig lýst ykkur á það, ættli hann geti ekki orðið almenni legur, þegar hann er kominn frá víninu 3 því góður vinnum. var S. þegar jeg var í Hólum Nú sem stendur eru allir bæril. frískir síðan önnur kaupa konan frískaðist af hálsbólgunni og hin af fingur meininu

Jeg held bezt að hætta að svo stöddu Gróa bætir líka uppa þenna lappa, hún situr við eldhúsborðið og skrifar til þín elsku mama mín en svo þurfum við að fara

að hætta og hugsa um miðdags skömtulagið báðar, hún er ætíð búin að setja allt til handa mjer þegar jeg kem fram að skamta jeg hef ekki átt því að venjast að undanförnu samt, en get óskop vel þegið það, mjer þykir vert við Gróu hvað hún er ósjerhlyfir

Jeg bið kærl. að heilsa öllum sem mjer eru vel og bið góðan guð að gæta ykkar allar ólifaðar æfi stundir biður af hjarta ykkar elsk dóttir

Fía.

Myndir:1234