Nafn skrár: | SofDan-1901-XX-XX |
Dagsetning: | A-1901-XX-XX |
Ritunarstaður (bær): | Skeggjastöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Múl. |
Athugasemd: | Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs 3524 4to |
Nafn viðtakanda: | Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson |
Titill viðtakanda: | foreldrar |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Soffía Daníelsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1862-03-03 |
Dánardagur: | 1907-02-23 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hólmum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Reyðarfjarðarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Múl. |
Texti bréfs |
Skeggjastöðum Hjartkæru foreldrar mínir! Nokkrar línur með Hólar verði þið að fá frá mjer. Jeg vona að það hafi ekki komið til af neinum sjerstökum eða erfiðum ástæðum að engin lína kom frá ykkur með Hólar síðast Fátt ber hjer til tíðinda nema gesta stappað gamla. Á laugard. síðast liðinn væru haldnir fjórir fundir, byrjað á hreppa móti og ent á þingmálafundi Ólafur Davíðsson kom frá Vopnaf. til þess að stýra með þeim síðasta fundinum, með honum kom þá frú hans, Ólafur litli bróður son hans og Guðrún Guðjóhansen systurdóttir Jóns míns, þau voru hjer oll kaupak. er dugleg og myndarleg saumakona og hefir haft nóg til að sauma síðan að hún kom þó jeg sje ekki enn búin að fá norsku vað málin sem við sendum ull í í haust mjer kemur samt ákaflega illa að fara ekki að fá þau áður en sláttur byrjar stúlkur eru búnar að hreinsa tún og þvo mest alla ull og allan fisk og endil. þurfa að selja greiða svo sem eins og Olafur mágur i Saurbæ og allir þeir sem búa næstir heiðunum þegar komið er af þórsh. og Vopnaf. þar sem átroðn ingurinn er hvað mestur. Ekki get jeg kvartað um fólks leysið mína. það bættust nú við 4 af óhreininda verkum því þá kemur hún hlaupandi til þess að taka það af mjer og Jeg held bezt að hætta að svo stöddu Gróa bætir líka uppa þenna lappa, hún situr við eldhúsborðið og skrifar til þín elsku mama mín en svo þurfum við að fara að hætta og hugsa um miðdags skömtulagið báðar, hún er ætíð búin að setja allt til handa mjer þegar jeg kem fram að skamta jeg hef ekki átt því að venjast að undanförnu samt, en get óskop vel þegið það, mjer þykir vert við Gróu hvað hún er ósjerhlyfir Jeg bið kærl. að heilsa öllum sem mjer eru vel og bið góðan guð að gæta ykkar allar ólifaðar æfi stundir biður af hjarta ykkar elsk dóttir Fía. |