Nafn skrár: | SofDan-1902-01-26 |
Dagsetning: | A-1902-01-26 |
Ritunarstaður (bær): | Skeggjastöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Múl. |
Athugasemd: | Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs 3524 4to |
Nafn viðtakanda: | Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson |
Titill viðtakanda: | foreldrar |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Soffía Daníelsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1862-03-03 |
Dánardagur: | 1907-02-23 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hólmum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Reyðarfjarðarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Múl. |
Texti bréfs |
Skeggjastöðum 26. janúar 1902. Hjartkæru foreldrar mínir! Guð gefi að þetta ný byrjaða ár megi verða ykkur farsælt í alla staði. Hjeðan er allt bærilegt að segja nema hvað heilsa Jóns míns er heldur á völtum fæti í vetur þó er hann alltaf á fótum og gjörri verk sín, t.d. skírði hann barn fyrir skemstu og var hríð TepTur í þrjár nætur á bænum sem hann skírði á, hann var sóktur í hörku miklu frosti svo jeg var bara hrædd um heilsu hans, en það bar ekki á að honum yrði neitt meint við það. Tíðin hefir verið mjög stirð nú um lengri tíma, í gær var 14 gráða frost og fann koma og stormur; í dag sama veður svo ekkerð varð um messu bindindis fund og ball, sem allt átti fram að fara á staðnum hjer í dag og nótt. Jeg er fegin að mega sofa í nótt og þó ekki, Á gamalársdag kom mannræfill sem bauð hjer ársvist sína, það var svo sem sjálfsagt að þyggja hana, og eru þeir því 6 karlmenn irnir sem jeg hef að skamta, fólkið er það er heldur lítið um vinnu brögð hjá oss Kristný er að vísu búin að spinna töluvert af þræði mikið með það. Gróa við eldhúsið og margt og margt sem hún gjörir fyrir mig, hún vill semsagt allt fyrir mig göra greiið að 50 hespur af 4 lóða verki og 40 af grófu utanefna verki, hún kepp ist við greiið dag og nótt nærri að segja, til þess að verða búin með sem mest þegar króinn kemur hjá henni, sem hlýtur nú að verða bráðlega, og þá er nú að líkindum búið með tó vinnuna, Jeg hef verið að taka ofan af ull. Stína mín gjörir lítið annað en að þjóna, hún hefir 5 að þjóna og þvott af þeim 6. nl. af þessari vesölu stúlku sem við tökum í haust og sem ekki lifir af öðru en nýmjólk og frans brauði, hrísgrjónagrautum og nýmeti ef til er, það er góð viðbót við elda mensku. Líka gjörir Ag. hreint í baðstofunni og hefir barnið á höndunum Æssa litla er samt |