Nafn skrár: | SofDan-1902-05-29 |
Dagsetning: | A-1902-05-29 |
Ritunarstaður (bær): | Skeggjastöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Múl. |
Athugasemd: | Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs 3524 4to |
Nafn viðtakanda: | Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson |
Titill viðtakanda: | foreldrar |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Soffía Daníelsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1862-03-03 |
Dánardagur: | 1907-02-23 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hólmum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Reyðarfjarðarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Múl. |
Texti bréfs |
Skeggjastöðum 29. maí 1902. Ástkæru foreldrar mínir! Bestu þökk fyrir brjefið með Hólar síðast. Jeg er hræddum að þetta brjef verði ekki svo gott sem skildi bótin að ykkur bregður ekki við. það er þá af okkur að segja að heilsan er ekki í lakasta lagi, enda hefir það komið sjer betur, því sjaldan er næði. Í gær fór Jón minn norður í Saurbæ, til þess að vera við úttektin úttektarlausu og frá hverfir axion svo það ódrýgðist tím inn fyrir mjer að út búa Jón minna til kjör fundarins, sem allir hugsandi menn reyna að komast á, ja, það er mikill gaura gangur sem leiðir af þess ari stjórnar baráttu, vonandi að hún hafi þann enda sem land og tíð er fyrir beztu en sem jeg er hræddum að sem fæstum sje ljóst hver er (beztur) þóra okkar Eyjólfsdóttir frá Seyðis firði kom með Hólar til að hvort jeg skrifaði ykkur það í vetur að hún vildi koma til okkar hjer, en svo í næsta brjefi sem hún skrifar tekur hún aptur beiðni sína og segist muna þurfa að sígla vegna sjúkdoms í höndunum á sjer svo kemur þriðja brjefið það sem jeg sendi ykkur Jeg hætti i þetta skipti Hólar eiga að vera hjer á morgun og jeg orðin sifjuð í kveld sem von er þar sem allir eru sofnaðir nema jeg, og jeg kom ekkí heim í gærkveldi fyren kl. 2 frá að fylgja þóru inn í Dalhús til Solveigar Jeg kveð ykkur því hjartkæru foreldrar biðjandi góðan guð að láta ykkur ekkí líða miklu van heilsu og vera ykkur allt, þess biður ykkar elskandi! Fía Ekki vitum við með vissu hvað margt fólk við höfum í sumar, það var búið að leggj drögur fyrir eina skipshöfn (mann á einn bát) ef ekki tvær í vetur, en jeg til okkur sæl ef það |