Nafn skrár: | SofDan-1902-06-02 |
Dagsetning: | A-1902-06-02 |
Ritunarstaður (bær): | Skeggjastöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Múl. |
Athugasemd: | Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs 3524 4to |
Nafn viðtakanda: | Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson |
Titill viðtakanda: | foreldrar |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Soffía Daníelsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1862-03-03 |
Dánardagur: | 1907-02-23 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hólmum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Reyðarfjarðarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Múl. |
Texti bréfs |
Skeggjastöðum 2 júní 1902 Hjartkæru foreldrar Stóreflis ástar þakklæti á þetta brjef að færa ykkur fyrir síðasta brjef og það sem það í sumar. Jeg veit ekki hvort það má reiknast sem var traust til skaparans að jeg hvíði af drifum þessa sumars, hann þarf að gefa mikið nl. mikinn fisk til þess að við getum staðist allan þann kosnað sem af þessu dýra fólks haldi leiðir. Jeg man ekki hvort jeg hef skrifað ykkur það að úttektin á síðast liðnu ári var 600 krónum meiri en innlleggið, vita skuld var þar 300 kr. prjónamaskína og um 200 kr orgel sem ætti að vera í sínu verði svo tapið var ekki svo til finnan legt. Nú lítur allt mikið bágara út til d. verða ekki nema 30-40 ær í kvíum, vorið hefir verið hjer svo ákaflega stirt að ærnar hafa byrjaði í eyranu á honum og þaðan er útferðin alltaf; um tíma sló það sjer svo uppað auganu með hann varð að byrgja glugganu, og hefir enn bundið fyrir augað en nú í seinni tíð slær það sjer matur að koma á móti mjólkina líka. Ekki verður hægt að búast við miklum afurðum af görðum okkar sem ekki var hægt að sá í fyren nú fyrir viku síðan vegna frosta í jörðinni. Jeg held að það egi ekki við að vera að volgra þetta þegar þið eruð rjett nýbúin að sjá fyrir því að við förum þá ekki á höfuð ið fyrstum sinn, en hvað á jeg þá að skrifa (uppi/hjer af heimilinu/) sem jeg get látið án |