Nafn skrár:SofDan-1902-06-02
Dagsetning:A-1902-06-02
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

2/7'02

Skeggjastöðum 2 júní 1902

Hjartkæru foreldrar

Stóreflis ástar þakklæti á þetta brjef að færa ykkur fyrir síðasta brjef og það sem það hafð hafði að inaðshalda það er samt engin meining að skipta svona alveg upp peningunum ykkar á milli okkar eiðslu klónna, eða ekkert er líklegra eptir ráðlagi okkar hjer en að ykkar stóra gjöf verði að eíðslu fje og sje jeg þá sannarlega eptir að flegja henni í vanda laust erfiðis fólk, uppá annan móta eiðinn við því ekki, en að við töpum á þessari vitlausu útgerð i þessu ár ferði, þeir koma nú 6 þessir dýru kallar að sunnan, eiga að halda út tveimur bátum

í sumar. Jeg veit ekki hvort það má reiknast sem var traust til skaparans að jeg hvíði af drifum þessa sumars, hann þarf að gefa mikið nl. mikinn fisk til þess að við getum staðist allan þann kosnað sem af þessu dýra fólks haldi leiðir. Jeg man ekki hvort jeg hef skrifað ykkur það að úttektin á síðast liðnu ári var 600 krónum meiri en innlleggið, vita skuld var þar 300 kr. prjónamaskína og um 200 kr orgel sem ætti að vera í sínu verði svo tapið var ekki svo til finnan legt. Nú lítur allt mikið bágara út til d. verða ekki nema 30-40 ær í kvíum, vorið hefir verið hjer svo ákaflega stirt að ærnar hafa ínbirt latíð dauðum löm bunum eða mist þau undan sjer, og leiða þar af smjörkaup og meiri kaffi og sykur eiðsla og sjálfsagt þarf ein hver

byrjaði í eyranu á honum og þaðan er útferðin alltaf; um tíma sló það sjer svo uppað auganu með hann varð að byrgja glugganu, og hefir enn bundið fyrir augað en nú í seinni tíð slær það sjer svo aptur í hnakkann og ofan í kjálkana, að hann fær ekki borðað það sem tyggjast á; hann fer nú á Vopnafjörð með Hólar að finna læknirinn og vera undir hans hendi um stund. Nó þykir mjer um krakka kássuna, þau eru nú 7 fyrir innan 12 ár með sveitar drengnum sem er elstur Í gær var hjer hreppaskil og axisu eptir 3 og helzt alltaf ein hver gaura gangur og verður víst ekki minna hjer eptir fyrst þeir náðu nú í Jón minn í hreppsnefnd hann var sá klaufi að vera ekki búinn að fá sjer læknirs vottorð um að han hefði ekki heilsu til að taka á móti kosningu Jeg á að skila kærri kveðju og þakklæti frá honum i bráð, líkl. að hann gjöri það betur sjálfur síðar. Skilið kveðjum frá mjer, mjer þykir vntum að heyra að Jóh

Páls kemur til ykkar jeg trúi ekki að hún reynist ykkur ekki elsku foreldrar mínir vel. Guð láti ykkur á vallt líða

matur að koma á móti mjólkina líka. Ekki verður hægt að búast við miklum afurðum af görðum okkar sem ekki var hægt að sá í fyren nú fyrir viku síðan vegna frosta í jörðinni. Jeg held að það egi ekki við að vera að volgra þetta þegar þið eruð rjett nýbúin að sjá fyrir því að við förum þá ekki á höfuð ið fyrstum sinn, en hvað á jeg þá að skrifa (uppi/hjer af heimilinu/) sem jeg get látið án egju núna í ljósi yfir, jú þetta blessað suamr fólk og allt fólkið yfir höfuð er okkur mjög gott og friðsamt, það eru tvær sömu kaupak. og í fyrra og þrír sömu kaupa m. Ekki held jeg að Saur bæar fólkið spilli friðinum, það er allt mestu blessað ljós (Saurb. fólkið er Ólafur mágur með sín þrjú börn) Ólafur kom rjett eptir hátíðina með börnin, síðan hefir hann sjálfur verið frá verkum það er að grafa í höfðin u á honum

sem bezt biður af hjarta ykkar elskandi dóttir

Fía

Myndir:12