Nafn skrár: | SofDan-1902-09-18 |
Dagsetning: | A-1902-09-18 |
Ritunarstaður (bær): | Skeggjastöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Múl. |
Athugasemd: | Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs 3524 4to |
Nafn viðtakanda: | Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson |
Titill viðtakanda: | foreldrar |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Soffía Daníelsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1862-03-03 |
Dánardagur: | 1907-02-23 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hólmum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Reyðarfjarðarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Múl. |
Texti bréfs |
Skeggjastöðum 18 sept. 1902 Elsku legu foreldrar Jeg þakka ykkur kærlega fyrir öll blessuð brjefin ykkar, Mjer var nýtt um að fá brjef frá þjer elsku mamma mín jeg vona að þú hafir ekki haft neitt verra af því að skrifa María skrifaði mjer með Hólum síðast og sagði mjer þá að þú værir svo vesöl Jeg vona nú samt að þessar línur hitti ykkur frísk, eptir fréttir sem von getur verið á. Fátt er að skrifa hjeðan mark vert. Heilsan bæril. l.s.g. Hjer hefir gengíð stirt með heyskapinn. Töðu gjöldin ekki gefin fyr en á uppi vinstra horn: Vinur biður að heilsa síðast liðna viku. Taðan var nálægt 1/3 minna en í fyrra. Nú þegar veríð er að keppast við út heyskapinu, er grasið óðum að falla fyrir frosthjelinni sem ekki hefir tekið upp suma daga í forsælu. Síðastliðna nótt var hún engin, og góður þurkur í dag. Fjórir af sjó mönnum okkar fara nú með Hólum tveir eru eptir, annar sem ársmaður, hinni bara þennan síðasta mánuð, til þess að reyna að stunda sjó ínn það er samt mjög hæpið að hjer verði faríð á sjó eptir þennan tíma, mig minnír að það sje aðeins eitt haust að það sje aðeins hingað sem gefið hefir til að róa, það er svo brima samt Hjer varð Sunnudaginn 6 septemb. messaði Jón minn á Sauða nesi og jeg með honum það var tekið mjög vel á móti okkur; við vorum tvær nætur að heiman aðra nóttina á þórshöfn hjá Snæ byrni hina á Sauðanesi. Mig langaði meira til að taka mjer annan túr um sama leiti Við vorum boðin í brúðkaup tveggja barna Maríu (fyrr um Grönnvall) konu Sigfúsar borgara á Akureyri Jóhanns og Gunu ekki róið þessa síðustu viku fyrir brimi, og var það ábatt fyrir heyskapinn þegar 6 bættust á engjarnar. það hafa margir aflað vel hjer á Bakkafyrði í sumar, það er giskað á að það muni verða ein 30 |