Nafn skrár:SofDan-1902-09-18
Dagsetning:A-1902-09-18
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

24/9 02 r 6/10'02.+20/11'02 0, munir 15/1'03.

Skeggjastöðum 18 sept. 1902

Elsku legu foreldrar mínir!

Jeg þakka ykkur kærlega fyrir öll blessuð brjefin ykkar, Mjer var nýtt um að fá brjef frá þjer elsku mamma mín jeg vona að þú hafir ekki haft neitt verra af því að skrifa María skrifaði mjer með Hólum síðast og sagði mjer þá að þú værir svo vesöl Jeg vona nú samt að þessar línur hitti ykkur frísk, eptir fréttir sem von getur verið á.

Fátt er að skrifa hjeðan mark vert. Heilsan bæril. l.s.g. Hjer hefir gengíð stirt með heyskapinn. Töðu gjöldin ekki gefin fyr en á sum sunnudaginn var. Náðist helmingurinn af Töðunni

Guð verí með ykkur elsku foreldrar mínir mælir ykkar elskandi dóttir Fía

uppi vinstra horn: Vinur biður að heilsa

síðast liðna viku. Taðan var nálægt 1/3 minna en í fyrra. Nú þegar veríð er að keppast við út heyskapinu, er grasið óðum að falla fyrir frosthjelinni sem ekki hefir tekið upp suma daga í forsælu. Síðastliðna nótt var hún engin, og góður þurkur í dag. Fjórir af sjó mönnum okkar fara nú með Hólum tveir eru eptir, annar sem ársmaður, hinni bara þennan síðasta mánuð, til þess að reyna að stunda sjó ínn það er samt mjög hæpið að hjer verði faríð á sjó eptir þennan tíma, mig minnír að það sje aðeins eitt haust að það sje aðeins hingað sem gefið hefir til að róa, það er svo brima samt Hjer varð

ára gömul, Ossa biður að heilsa Ínu og jeg bið að heilsa henni og Jöhónnu og öllum sem hveðju minni vilja Taka

Sunnudaginn 6 septemb. messaði Jón minn á Sauða nesi og jeg með honum það var tekið mjög vel á móti okkur; við vorum tvær nætur að heiman aðra nóttina á þórshöfn hjá Snæ byrni hina á Sauðanesi. Mig langaði meira til að taka mjer annan túr um sama leiti Við vorum boðin í brúðkaup tveggja barna Maríu (fyrr um Grönnvall) konu Sigfúsar borgara á Akureyri Jóhanns og Gunu Schuetts og Oddnýar og ein hvers ungs lækn is Ingólfs að nafni. það hefði verið gaman að fara með Agli og sjá sig svo um í gamla fyrðinum okkar þar til Hólar fóru nú suðurum Brúðkaupið átti að vera þann 13. En það er helzt ekki gerandi þ.m.

yfir gefa heimilið svo lengi þegar maður hefir svona margt dýrt fólk það hefir verið 25 mans hjer

Brennið þið brjefið hennar þorgerðar fyrir mig. S.D.

ekki róið þessa síðustu viku fyrir brimi, og var það ábatt fyrir heyskapinn þegar 6 bættust á engjarnar. það hafa margir aflað vel hjer á Bakkafyrði í sumar, það er giskað á að það muni verða ein 30 skipund aflinn af öðrum bátnum okkar, en meira af hinum ein 40 skp. en það gengur 1 1/2 hlutur frá af eim bát, Formaðurinn var ráðinn uppá hlut og vinnumaður hans uppa hálfann hlut og 30 krón. Já form. hafði hjer gott kaup í sumar, heilan hlut frítt salt fría beitu og vildi hafa fría verkun á fiskinum, jeg veit ekki hvernig það hefir sam ist með bónda mínum og honum í dag (hann fjekk fría verkun)

til heimiis í sumar þá er nú líka h. ið talið með nl. allt krakka ruslið, sem eru 7 fyrir innan 12

Myndir:12