Nafn skrár:SofDan-1903-01-25
Dagsetning:A-1903-01-25
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

1/3'03. 17/4'03.

Skeggjastöðum 25. jan. 1903

Elskulegu foreldrar mínir,

Nokkrar línur langar mig að senda með þessum pósti sem er nú á hverri stundu væntanlegur, þó fátt sje í frjettum að segja, en heldur þó gott það lítið Sem það er Við erum nl. öll orðin frísk af ótætis sóttar pest sem heimsótti okkur og tók nálega hvern mann. Veikin líktist mjög blóðkreppsótt og enginn sem fjekk ma komst hjá að liggja undir viku. Einnig (gap) nn við haft ákaflega hvef það lagðist þymt á manninn minn rðu, þau klæðast nú

bæði þó hefði hann ekki verið færum að messa í dag þó einhver hefði komið. Síðast liðinn sunnudag varð að gjöra messu afboð vegna veikinda hanns. Ekki er Barnaveikin útdauð. Ist í sókninna er ný dáið barn úr henni, Læknir inn okkar var hjer nýlega á ferð hann, var sóttur til ráðs mans ins á Sauðanesi, svo skar hann brjóst af hvenn manni um leið semhafði krabbamein, hann þóttist fá heldur seint að sjá það varð því að taka stykki undir hendinni líka. - þegar litli Jón kom til baka var búinn að setja upp gullhring og frök. SvArnljótsdóttir að líkinduun því hann sagði okkur væri sín forlofað

á einn stálpaðan son sem þorbjörn heitir eptir þ. sál okkar. þrjú börn Helga gamla frá Batni búa saman (öll ógipt) á Laugalandi Jonni Indr og Imba hún er þar ráðsk. hjá þeim með eitt barn sem hún átti með presti manni Sigurlagar frá Höfnum sem var kennarakona á Laugalandi. Ekki get jeg með vissu sagt ykkur hvað verður af fólki hjá okkur eptir leiðis, þá held jeg því miður að öll krakkakássan og pilta kassan að Bjössa bróður Ossu frá töldum verði kyr, þógbýst við að Gróa fari ef nokkuð verður úr þessari trúl. hennar, það spáir nú en ginnsamt góðu með það, alldrei hefir hann skrifað. Og jeg býst við að Anna fari eitthvað að heiman, hún þarf þess með, hún er svo óframfærin. Jeg held að þið sjeuð mjer samdóm um að nó sje komið af svo góðu Jeg bið ykkur fyrir hveðjur, þið ættlistá til hverra. Við hjónin biðjum ykkur svo kæru foreldrar allrar mögulegrar blessunar í bráð og lengd mælir ykkar elsk. d. Fía

Bindindisfundur og skemtun á eptir átti að haldast í Höfn í miðjum þessum mánuði, en gat ekki orðið nema skemtan (dans) formanni þótti of fátt af fullorðnu til þess að halda fundinn. svo er talað um annan fund hjer, en við höfum ekki viljað lofa neinu um það fyren heílsan er orðin styrkari því það er nú alldrei að tala um annað en vöku nótt fyrir alla við svo leiðis tækifæri. Leiðinlegt er að heyra um Harald greiið betur að hann væri saklaus Fólk hans fyrir norðan biður okkur Aðalbjörgu að skrifa sjer eitthvað um hagi hans, Jósep br. hans og Guðný Helgad. frá Boti hafa það eitthvað betra en hann A. segir mjer að Josep sje orðin ríkur hann er bóndi á Stórhóli

Myndir:12