Nafn skrár:SofDan-1903-02-20
Dagsetning:A-1903-02-20
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

24/3'03. 17/4'03.

Skeggjastöðum 20. febrúar 1903.

Hjartkæru foreldrar!

Mig langar til að hripa ykkur fáar línur að líkindum í síðasta skipti með landpósti á þessum vetri.

Brjefsenfið er samt lítið aðeins það að láta ykkur vita að við erum tórandi og með bærilegri heilsu; það er þó gott þó það sje lítið, Jón nn er að vísu alldrei hraust jeg er samt hissa hvað þoldi mikið misjafnt um síðastliðna helgi, messaði í fermur kaldir nni, sat síðann á bind- fundi framá kveld

fjekk vöku nótt við aþil (meðan aðrír dönsuðu (hjer var nl. ball) svo eptir klukkutíma svefn lagði hann á stað til að skíra barn á sóknarinar enda og var tvær nætur burtu í þeim túr. Mjer finnst honum ekki hafa versnað við alla þessa áreynslu, Hann vakti líka í gær kveldi við spil með Halldóri í Höfn kaupmannin okkar og safnaðar fulltrúanum, hann var n. að fjalla um kirkju reikningana. Hjer eru opt nætur gestir í vetur Grímur Laxdal og Carl dal væntanlegir. Enginn hvað Laxdal Tekur fy um er vikið frá verg og Vídalíns. Jóhann

nema BJössi br. Ossu sem fer til Ameríku.

Bágt er nú að hætta. Ekkert er til að skrifa, og póstur farin yfirað Bakka-póst af greiðslu stað urin- fyrir löngu.

Jeg bið kærl. að heilsa mág og öllum þeím sem hveðju minni vilja taka. kveður ykkar svo með sínum beztu farsældar óskum ykkar ætíð elskandi dóttir

Fía

E.S. Maðurinn biður líka að heilsa ykkur

sama

Sr D.

isfirði er tekinn við. Carl Liljendal sonur þóru sem var á Gvendarkirkju var í þjónustu hjá Grími Hann fer að verzla á Vopnafirði upá eginspítur. Hann er giptur dóttur Jónasar á Kjarna Svo man jeg ekki meira um hann að segja.

Gróu aumingjanum er farið að lengja eptir brjefi frá kærastan um, og telur sjer hann helst tapaðann. það verður mjer fyrir óri því við vorum búin að gefa hana lausa ef hún færi til þess að gipta sig Hjer verður annars fátt kvennfólk eptir leiðis, Að líkindum fer Anna eitthvað burt í vor, en eptir er þá aðeins Gerða og Stína en krakkarnir 7 til þjónustu og karlarnir þeir sömu og nú

Myndir:12