Nafn skrár:SofDan-1903-04-09
Dagsetning:A-1903-04-09
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

26/4'03.r. 5/9'03.

Skeggjastöðum 9. apríl 1903.

Hjartkæru foreldrar mínir!

Jeg er að hugsaum að hripa nokkrar línur Til ykkar ef ske kynni að ferð fjelli á Vopnafjörð áður en Vesta á að vera þar. Ekki er það svo að skilja að nokkuð sje markvert hjeðan að skrifa nema bærilega liðan okkar þó er nú heilsa Jóns míns alltaf annaðslag ið lin, og svo var hann lasinn síðustu dagana af maz að hann treysti sjer ekki á strandi á Vopn Ólafur fór fyrir hann, og átti a góð kaup, en varð minna þar voru allireins og vant á aucionum hálf brufluðu svo í, að sumt fór yfir uð og voru ó allar vörurntar og skemdar meira og því ekkert í)

minna það var reyndar ástæða til að allt var svo uppsprengt, Verkalíðnum var lofað vissum parti af verði þess sem hann bjarðai svo hann (verkal.) setti út menn til þess að sprengja upp, Og svo var ómögulegt að koma neinu sam kom ulagi á með hinum partinum þetta skip sem strandaði var vöru skip Qrums og Wulfs verzlunarinna Allir mennirnir björðust en voru þó orðnir mjög þjakaðir sumir þeirra. Í nótt kom hingað maður sem sagði annað strand á Vopnafirði það var hákallaskip frá Siglufirði sem hafði (mig minnir tt þess 6.) mist bæði atk sigldi í óveðrinu u til þess að forða lí skipið er því á lítið og vonar2 því kápteininnnn.

Jeg hef nú þótt hafa talsvert fríara um tíma þrátt fyrir gesta ganginn og þó það sje Tveimur fleira í heimili (nl. 21 maður) en vantar. Við tókum unglingspilt til þess að segja krökkunum til og systir hans sem er yngri fjekk að fylgja með honum til að njóta til sagnar með börnunum hjer það ljetti miklu af mjer og jeg verð fegin á meðan hann er, þó jeg þættist hafa nógu mörgum að skamta áður en þau komu.

Jeg hætti nú að sinni og bið ykkur að fyrirgefa ómerkilegann seðil þenna sem jeg vona að sækji vel að ykkur. Jeg vona að ekkert sje að þó með lengra móti sje síðan að jeg hef frjett frá ykkur. Ekki hefir Guðrún skrifað.

Jeg kveð ykkur þá hjartkæru foreldrar biðjandi guð að halda sinnu verndar hendi yfir ykkur, það mælir ykkar heitt elskandi dóttir Sofía

Kær kveðja til minn gömlu kunningja og krakkanna

útskurði það ekki sem strand þá þarf þó gufuskip að koma ti sögunnar til þess að hafa það út það hefir verið nokkuð gesta kvæmt um tíma hjá okkur Jón læknir kom með kærustu og 3. mann, þau voru dag um kyrt, af því að barni Halldóru Arnljótsdóttur sem var vesælt þegar þau fóru þaðan, versnaði, svo það var maður látinn elta hann og kyrsetja svo styttra yrði að ná til hans ef því vesnaði enn meir, en hanns varð ekki vitjað svo þau hjeldu leiðar sinnar á Vopnafj. VIð erum nú á hverjum degi að vonast eptir þeim til baka. Litlu fyrir fyrrastrandið kom Snæbjörn á leið til Vopnf., hann gisti hjer báðar leiðir og varð hríðteptur til einn dag í seinna skipti

biðja að heilsa Inu. Er hún ekki heldur erfið ömmu sinni ennþá?

Myndir:12