Nafn skrár:SofDan-1903-09-19
Dagsetning:A-1903-09-19
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

25/9'03.r 4/10'03

Skeggjastöðum 19. sept 1903.

Hjartkæru foreldrar!

Nú ættla jeg að gripa friðarstundina á meðan Hólar koma ekki og (uppi/kaupa/)fólkið okkar er nú af greitt, og allt komið að útí Höfn, tveir karlmenn og einn kvennmaður koma samt til baka, við áræddum að halda því eptir síðasta mánuðinn ef skje kynni að eitthvað bættist við fiskistablann og þurk ar yrðu svo fiskur yrði þveginn og þurkaður en það er eins og blessaður þurkurinn fáist helst engann dag einsýnn, samt hefir nú mikið verið þurkað af heyi þessa viku, öll Taðan kominninn, sem öll lá flöt

síðast liðinn sunnudag; Um Egedíusarmessuna komu hjer tveir þurkadagar, áttu þá allir von á þurk afaeþafrá því og hjer á Sk.st. var ekkert tekið saman heldur allri töðunni haldið til þurks þriðja daginn átti svo að vinna mest og byrja að morgni að taka saman, en þá var kominn rigning og allt rigndi þannig flatt og hlýtur þv´ði allur kraptur að vera þveginn úr töðunni, það er ekki í gamalla manna minnum annað eins óþurka sumar og verið hefir í sumar að enginn baggi skildi nást fyr en í gana viku fyrir göngur, sumir hjer náðu töðu sinni á þessum tveimur dögum, þeir sem litlu höfðu

ljet í hana 200 kr. hann var hjer í þrjár vikur sjálfur og víst 1 viku með 4 aðra og 10 hesta, hann er mjög almennilegur maður og varð jeg þó mjög feginn þegar hann fór, hann borgaði 4 kr, um daginn firir sig og mester Smell og Halld. kaupm. í Höfn en 3 kr. fyrir kvern hinna. (fylgdarm.) mestr. Smell lá lengst af í rúminu í hálsveiki var svo sendur með Holar í ágúst til Seyðisfjarðar á spítala. Mestr. Word keypti grunn undir hús hjer á næsta bæ (þorvald stöðum) og lætur byggja þar fiski hús strags í vor svo hann er væntan legur næsta ár.

að sinna. það er hálf hart að þurfa að borga fullt kaup fyrir þessa heyvinnu, því fólk sem unnið hefir að landvinnu hefir ekki unnið fyrir fæði sínu það kemur við budduna þetta sumar, nú með Hól. sendum við 100 kr til Mjóafjarðar til að fá þetta kraptfóður frá hvalföng urunum, til þess að halda lífi í kúnum. Jeg sje epti sparisjóðs peningunum nú fá þeir fæturnar Aðrir myndu nú segja að það sje bæri legt að eiga í sparisjóði til að forða sjer frá falli þegar svona tekst til. Líka má geta um það sem kemur inn í budduna Mestr Ward

Myndir:12