Nafn skrár: | SofDan-1903-09-19 |
Dagsetning: | A-1903-09-19 |
Ritunarstaður (bær): | Skeggjastöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Múl. |
Athugasemd: | Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs 3524 4to |
Nafn viðtakanda: | Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson |
Titill viðtakanda: | foreldrar |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Soffía Daníelsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1862-03-03 |
Dánardagur: | 1907-02-23 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hólmum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Reyðarfjarðarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Múl. |
Texti bréfs |
Skeggjastöðum 19. sept 1903. Hjartkæru foreldrar! Nú ættla jeg að gripa síðast liðinn sunnudag; Um Egedíusarmessuna komu hjer tveir þurkadagar, áttu þá allir von á þurk ljet í hana 200 kr. hann var hjer í þrjár vikur sjálfur og víst 1 viku með 4 aðra og 10 hesta, hann er mjög almennilegur maður og varð jeg þó mjög feginn þegar hann fór, hann borgaði 4 kr, um daginn firir sig og mester Smell og Halld. kaupm. í Höfn en 3 kr. fyrir kvern hinna. (fylgdarm.) mestr. Smell lá lengst af í rúminu í hálsveiki var svo sendur með Holar í ágúst til Seyðisfjarðar á spítala. Mestr. Word keypti grunn undir hús hjer á næsta bæ (þorvald stöðum) og lætur byggja þar fiski hús strags í vor svo hann er væntan legur næsta ár. að sinna. það er hálf hart að þurfa að borga fullt kaup fyrir þessa heyvinnu, því fólk sem unnið hefir að landvinnu hefir ekki unnið fyrir fæði sínu það kemur við budduna þetta sumar, nú með Hól. sendum við 100 kr til Mjóafjarðar til að fá þetta kraptfóður frá hvalföng urunum, til þess að halda lífi í kúnum. Jeg sje epti sparisjóðs peningunum nú fá þeir fæturnar Aðrir myndu nú segja að það sje bæri legt að eiga í sparisjóði til að forða sjer frá falli þegar svona tekst til. Líka má geta um það sem kemur inn í budduna Mestr Ward |