Nafn skrár:SofDan-1904-04-22
Dagsetning:A-1904-04-22
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

4/5'04.

Skeggjastöðum 22 apríl 1904

Hjartkæru foreldrar mínir

Mig langar til að koma nokkrum línum til ykkar með Hólar þó þeir eigi ekki að láta sjá sig hjer í bakaleiðinni.

það er þá af okkur að segja að heilsan er bærileg og það er alltaf mikið fengið, Stæðstu vandræðin lítur út sem stend ur að verða -hjúa leysið- fyrir okkur, engin manneskja fengin enn en það getur nú kanski lagast, jeg í það minsta ættla engu að kvíða.

Jeg var víst búin að skrifa ykkur um strandið og afleíðingar þess nl. drukknun Ólafs sál það var ónæðissamur tími

ykkar elskandi dóttir Fía

frá því að strandaði og þar til búið var að halda auctrion ina. Eina nóttina voru hjer 9 næturgestir. Nú fer í hönd síðasta vika kennarans hjer og verð jeg fegin þegar sá tími er úti. þá viku verða hjer 14 krakkar. Búskapurinn gengur slysalaust. Menn hafa von um að geta komið skepnum okkar af, ef tíðin verður ekki því bágri; Nú nokkurn tíma hefir tíðin verið góð, nema talsverð nætur frost hálfa síðustu viku. Grá sleppan og rauðmaginn, farinn að aflast, víð fengum 20 stykki eftir föstud. nóttina.

Ragnheiður skrifar mjer um lát Jóh. bróðirs. það verður einmanalegt líf fyrir henni

Góður guð annist ykkur elsku foreldrar mín ir í þessu sumri og alla tíma biður

Gunnólfsvíkur á fjærsta bæinn í sókninni til að skíra fyrir Rasmussen fósturson Onnu Rasmusen, hann hefir haldið þar út til sjáfar síðann hann varð að hætta við verzlunina lánstrausTið er búið að vera og hann; spilar nú "fallitt" og fer síðan til Ameríku Sýslum. stundi honum fyrir skuldir nú um leið og hann kom á strandið, og úrræðin fyrir R. eru ekki önnur en þessi sem áður er um getið.

Nú má jeg ekki meir, brjefið fer áleiðis til þórshafnar með bónda mínum og hann er að fara

Jeg bið að heilsa Inu með þokk fyrir til skrifið, jeg ættla að biðja Ossu að borga það fyrir mig þegar prófið er úti, sem verður næsta laugardag

Jeg bið nátturlega að heilsa fleirum Jeg veit að

blessaðri sálinni eða ættli hún hafdi ekki á fram að vera í húsinu. Hún minnist ekki á Möngu. Hvað verður um hana? ekki nema sveitin til að taka á móti henni líklega ef hún nú ekki sansast neitt, sem naumast er við að búast.

Sigurður hjer hefir opt beðið mig að gjöra fyrir spurn til ykkar um Teiga gerðir fólkið, hvort það sje komið til Ameríku, eða hvernig það hafi það. Sjerstaklega held jeg að hann vilji vita hvað sig Sig byrni líður. nei Guðna og Jóni.

26. Síðan jeg byrjaði brjefið hefir verið hríð og vont veður nú er aptur upp byrt í bráð og Jón minn er að fara til

jeg þarf ekki að telja þá upp

Myndir:12