Nafn skrár:SofDan-1904-05-30
Dagsetning:A-1904-05-30
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

8/6'04.

Skeggjastöðum 30 maí 1904.

Hjartkæru foreldrar mínir!

Með Hólar langar mig til að láta ykkur vita hvernig okkur liður það er þó fyrst að geta um heilsuna, hún er hreint ekki góð hjá vin mínum, þó hún sje betri en fyrir hvítasunnuna, þá var hann sárvesæll, hann hafði þá líka svo iklar inni setur víð undir búning undir ferm inguna sem fram fór á hátíðinni. hann messaði í gær og tók börnin til altaris, og hjelt safnaðar fund á eptir.

Tíðin hefir verið æði stirð á þessu vori; síðast liðna viku var samt hægt að koma ofaní túnið og á laugardaginn var verið að stinga garðana

Jeg varð fegin þegar barnaskólinn varð úti. Ossa útskrifaðist efst Ekki varð af því að hún skrifaði Ínu með þessari ferð Hún hefir ekki fengið tíma til þess greiið litla þær eru svo duglegar við túnvinnuna og fiski breiðslu, því ekki mun nú af veita að unnið sje eða svo segja reikningarnir við verzlunina, sem ekki vildi lofa skuldinni að standa nema að borguð væri reista 5 kg Jeg var nú ekki ósköp hrífinn af að sjá gömlu rentu skuldina gengna aptur Við lifum nú í von um að þetta blessað sumar bæti okkur sumarið í fyrra þó ekki sje nú álít legt

Sáncart, Ínu og þeim sem hveðju mína vilja þyggja sjálf eruð þið svo beztu sökum kvödd af ykkar ætíð elskandi dóttur

Fíu

með grasvoxtinn og garðræktina, það er þú sjórinn sem stólaðer á að skaparinn úthluti manni í stórskömtun úr.

Jeg bið kærlega að heilsa hjónunum með blessunar óskum erfingjanum til handa.

Jeg ættla að biðja konuna eða þig elsku mamma min að senda mjer þjetta í blikk bauk með Hólar næst ef þið gjörið skir einsog í fyrra

það getur ekki orðið meira um skript í þetta skipti jeg á svo annríkt við að búa Gerðu út til suður ferðar hún fer nú til Lárusar br síns og á að ganga á kvennaskalann að vetri.

Jeg bið að heilsa Maríu á

Myndir:12