Nafn skrár:SofDan-1904-06-26
Dagsetning:A-1904-06-26
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

1/7'04.

Skeggjastöðum 26. júní 1904.

Hjartkæru foreldrar mínir!

Astar þökk fyrir allar sendingarnar með Hólar síðast og fyrir blessað brjefið þitt elsku mamma mín þú mátt ekki hugsa þó að jeg sendi þjer ullarlagð að jeg sendi hann til þess að þú vinnir hana fyrir mig, það væri stakur óþarfi þar sem jeg fæ svo mikil vaðmá unnin í vjelunum Nú með Hólar sendi jeg vefinn, sem jeg gatum við þig að ætti að vera í peysu föt og kjóla, það voru einar 80 uppistöðuhespur. Við sendum ull í haust sem leið til Norvegs og fengum unnar 40-50 álnir tvíbreitt vaðmál tvinnað

ívaf og uppistaða, og 6 rúm teppi jeg sendi búkhár til að kemba saman við ullina í rúm teppið Nú er jeg loksins búin að fá plaggabands pokann frá Eyjafirði sem jeg vonaðist eptri að fá með síðustu ferð Hólar í haust. Mjer kom hálf illa að fá hann ekki fyr, því það sem jeg spann ljet jeg vera í vefnað, ívaf í vefinn sem jeg sendi, 50 hespur uppí tvist, og ofur lítinn grófan stúf í tóptarföt handa vinnu mönnunum. En jeg verð að játa það að ekkert af þessum tóskap jafnast á við tóskapinn þinn elsku mamma mín og mjer þykir ósköp væntum dúk svuntuna frá þjer og þá Onnu sem fjekk aðra þeirra, eg held að hún tími nú að fara að slíta Tvistis fall

því það er lítið í verunni og svo hirtu nágrannarnir það með okkur. Hvað á eg að gjör við stígvjelin sem þið voruð svo góð að senda mjer, þau eru heldur lítil á Andrjes, á jeg ekki að senda þau aptur við tækifæri svo þau verði geymd handa itlu Margrjetu það eru svo fín og indæl stígvjel, eða á jeg að senda Magga-þau - á Útskál. Jeg var nú heldur en ekki ónáðuð við brjefa skriptirnar í dag, Stína tók uppá því að fara að eiga barn ið. það gekk allt ágætlega til það heyrðist ekki til hennar nema stun ur þegar kallhríðin kom, hún fæddi efnilegan dreng. Gróa tekur hann til fósturs, hún varð ljósan Yfirsetu konan kom 1 kl. tíma eptir að fjölgaði

Kl. var 1 þeigar allir voru komnir í ró og jeg gat farið að skrifa og nú

er hún að verða 3 og jeg orðin sifjuð.

svuntunni sem þú sendir henni fyrir 4 árum Jeg skal líka biðja ykkur að heilsa hjónunum frá mjer með beztu þökk fyrir eggin mjer komu þau vel maðurinn minn hefir veirð svo vesæll síðan Hólar fóru suður um síðast, þá fór hann með þeim til Vopnaf. í vondrifærð, hefir þá sjálfsagt afreynt lungun, hann lág þrjá daga í rúminu og var fleiri daga við það, hann er nú betri en matarlistin er engin enn það helzta sem hann borðar er egg. það fjekkst ögn af kríueggjum í vor það var samt með minra móti, því bæði gáfu menn sjer ekki tíma til að sinna því af

Jeg var orðin vonlaus um að fá brjef að heiman með síðustu Hólarferð, þar til í gær að kassinn kom frá Höfn meðöllu sínu inni haldi. þjettinn er því ó reyndur, mjer þótti vert að því skyldir fara að sríða við að búa til þjetta, takk fyrir hann samt

Ekki er frítt um að jeg hafi hugann hjá ykkur tundum elsku foreldrar mínir, hjer um nóttina dreymdi mig að þú elsku mamma mín sagðist ekki eiga góða daga þú mættir alltaf hafa barnið og værir svo þreytt og eitt væri það að þú mættir reyta alla fugla, og það þætti þjer nú hreint vest. það er mikil

vit eysa sem mann getur dreymt Lík Ólafs sál. er nú fundið það er verið að smíða utanum það. Jeg var fegin að Gerða dóttir hans var farin suður sorgin var að sjá mest hjá henni yfir föður missirnum, það ber lítið á hinum börnunum þau eru líka bæði stilt eink um Tapa litla, hún er bezti unglingur.

Jeg held nú bezt að hætta þó nó sje til að rugla um. Jón minn biður mjög vel að heilsa, má nærri geta hvort hann ekki þakkar fyrir þá beztu vettlinga sem hann hefir átt nú í níu ár

Líði ykkur ætíð betur en beðið fær ykkar elskandi dóttir

Fía

Ina littla Eyrði víst ekki hjer yfir eina Hólar ferð

Myndir:1234