Nafn skrár: | SofDan-1904-07-25 |
Dagsetning: | A-1904-07-25 |
Ritunarstaður (bær): | Skeggjastöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Múl. |
Athugasemd: | Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs 3524 4to |
Nafn viðtakanda: | Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson |
Titill viðtakanda: | foreldrar |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Soffía Daníelsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1862-03-03 |
Dánardagur: | 1907-02-23 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hólmum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Reyðarfjarðarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Múl. |
Texti bréfs |
Skeggjastöðum 25. júlí 1904. Hjartkæru foreldrar mínir! það er bágt að heyra hvað ykkur leið illa síðast er Holar komu að sunnan. Guð gefi að ykkur líði betur þegar þið fáið þessar línur í höndur. Ef jeg ætti nú heiman gengt brygði jeg mjer niður til ykkar kæru foreldrar mínir en það er ekki svo vel því auk þess að jeg hef engann til að gegna mínum stoppuð af hvefinu og hefátt bágt með að skrifa fyrir hósta en það er ekki vant að vera lengi í mjer Hjeðan fátt að frjetta Fyski afli mjög misjafn, Sumir hlaðaog seila sem það kallar Heyskapurinn hefir gengið heldur stirt vegna ó þurka Fyrstu baggarnir voru bundn inn á laugardaginn og svo nokkuð í dag 26 Hjer nam eg staðar í gær kveldi en nú liggja Hólar á höfninni er því tvísýnt að þetta brjef ná i þeim Góður guð annist ykkur elsku foredrar mínir og gjöri langtum betur við ykkur en beðið getur ykkar heitt elskandi dóttir Fía |