Nafn skrár:SofDan-1904-08-22
Dagsetning:A-1904-08-22
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

24/8'04.

Skeggjastöðum 22/8 1904

Hjartkæru foreldrar mínir!

það gladdi mig samanlega að fá línu frá þjer elsku mama mín og heyra að pabbi væri að frískast Jeg vona því að þið verðið glöð og frisk þegar þið fáið þessar línur sem eiga að færa þjer elsku mamma mín beztu þökk fyrir brjefið þitt aðalefni þeirra verður það og að láta ykkur vita um liðan okkar hjer sem er nú bærileg sem stendur alltjend með það sem mest umvarðar hvað heilsuna snertir þó útlit sje fyrir að efnahagnum halli heldur niður á við eptir þetta sumar þo það sje blessað og gott til landsins fyrir okkur sem aðra

og til sjá ar fyrir alla aðra esp okkar; hjer á Bakka fyrði hefir lengstaf verið hlaðafli hjá flestum í sumar, en okkar menn hafa alltaf komið hjerum bil tómir í land. þeir eru búnir að fá 8-10 sk.p. í allt, en kaupið er 70 og 75 kr um mánuðinn þriðji maðurinn 1 er 4 unglings piltur á 2 bátnum 3, hann á að fá 45 kr Við hföum ekki haft nema tvær kaupakonur í sumar, önnur þeirra er frænka mín mín þuríður systir Messu sem var á Söndum, dóttir dóttir Messíönu systir þinnar pabbi minn engin dugnaðardrós en gjörir vel það lítið hún gjörir, vill samt hafa 25 kr. um mánuðinn. Fyrir tæpann 1/2 mánuði tókum við 3. kaupakonunna nl. Gróu okkar og króa Sigurðar með mjer þótti ekkert vænt um þá

orð er nú lagt við það enn, því við höfum stappað í hana stálinu með að fara ekki með Gísla nema að þau fái hjóna band og maðurinn minn gjörði fyrir spurn fyrir hana um það hvort nokkuð væri því til fyrir stöðu. Sunnlendingar hafa sagt okkur að hreppsnemdin þar myndi ekki leyfa það enda væri það bezt fyrir þau því samlyndið er þegar strags ekki ofgott.

Á sunnudaginn fengum við messu og gútemplara fyrir lestur hjá Ásgrími Magnússyni sem búinn er að vera hjá ykkur suður á fjörðunum. Hann og kona hans gistu hjer á sunnudags nóttina Sjera þórhallur er nýlega búinn að gista hjer með son sinn, í gæt voru fjórir gestir hjá okkur. tveir úr Vopna firði og Halldór kaupm.

ráðstöfum þá það yrði nú svo að vera Svo er mál með vexti að Gísli kærasti Gróu fjekk brjefað sunnan frá átt högum sínum hvar í honum er ráðlagt að koma suður og vinna fyrir 3mur börnum sem hann á þar áður en skipan komi til hans um það, hann ættlar því með septemberferðinni með Gróu með sjer og býðst til að taka börn sín, Gamla kærastan hans er nú Trú lofuð og kærastinn vill ekki að hún hafi börnin legnur meðgjafarlaus. Gísli er alveg frá því að lofa Gróu að hafa þetta fósturbarn hennar með svo það er ekki um annað að gjöra en færa Sigurði barnið eða rjettara sagt okkur með því líka að Jón minn er oddviti hjer í hreppnum. Gróa biður mig að segja ykkur að hún muni reyna að sjá ykkur ef hún færi suður, ef

og Guðrún í Höfn eina vinkona mín hjer. Á morgun eigum við von a Jóhannsen frá Vopnafyrði factor þar, hann hefir keypt af færeyingum á Bakka, gjörir svo ráð fyrir að gista hjer þegar hann fer til baka fer bóndi minn með honum hann hefir lofað sír SIgurði á Hofi að messa fyrir hann og taka hann til altaris Hann hefir talaðum að jeg færi með sjer en jeg held að jeg hafi ekki mannskap í mjer til þess. Jeg hef þá opt sagt að jeg hefði gaman af að koma í Hof.

Nú er vist nóg ruglað í þetta skipti Hólar eru líka komnir á Finnafjör fyrir stundu jeg þaðan er fljótt siglst hingað

Heilsið þá kærlega frá

mjer öllum heilögum og verið sameginlega af okkur hjónunum í anda kyst og kvöd og guðs vermd falin það mælir ykkar elskandi dóttir

Fía

Myndir:1234