Nafn skrár: | SofDan-1904-08-22 |
Dagsetning: | A-1904-08-22 |
Ritunarstaður (bær): | Skeggjastöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Múl. |
Athugasemd: | Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs 3524 4to |
Nafn viðtakanda: | Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson |
Titill viðtakanda: | foreldrar |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Soffía Daníelsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1862-03-03 |
Dánardagur: | 1907-02-23 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hólmum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Reyðarfjarðarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Múl. |
Texti bréfs |
Skeggjastöðum 22/8 1904 Hjartkæru foreldrar mínir! það gladdi mig samanlega að fá línu frá þjer elsku mama mín og heyra að pabbi væri að frískast Jeg vona því að þið verðið glöð og frisk þegar þið fáið þessar línur sem eiga að færa þjer elsku mamma mín beztu þökk fyrir brjefið þitt aðalefni þeirra verður og til sjá ar fyrir alla aðra orð er nú lagt við það enn, því við höfum stappað í hana stálinu með að fara ekki með Gísla nema að þau fái hjóna band og maðurinn minn gjörði fyrir spurn fyrir hana um það hvort nokkuð væri því til fyrir stöðu. Sunnlendingar hafa sagt okkur að hreppsnemdin þar myndi ekki leyfa það enda væri það bezt fyrir þau því samlyndið er þegar strags ekki ofgott. Á sunnudaginn fengum við messu og ráðstöfum þá það yrði nú svo að vera Svo er mál með vexti að Gísli og Guðrún í Höfn eina vinkona mín hjer. Á morgun eigum við von a Jóhannsen frá Vopnafyrði factor þar, hann hefir keypt af færeyingum á Bakka, gjörir svo ráð fyrir að gista hjer þegar hann fer til baka fer bóndi minn með honum hann hefir lofað sír SIgurði á Hofi að messa fyrir hann og taka hann til altaris Hann hefir talaðum að jeg færi með sjer en jeg held að jeg hafi ekki mannskap í mjer til þess. Jeg hef þá opt sagt að jeg hefði gaman af að koma í Hof. Nú er vist nóg ruglað í þetta skipti Hólar eru líka komnir á Finnafjör fyrir stundu jeg þaðan er fljótt siglst hingað Heilsið þá kærlega frá mjer öllum heilögum og verið sameginlega af okkur hjónunum í anda kyst og kvöd og guðs vermd falin það mælir ykkar elskandi dóttir Fía |