Nafn skrár: | SofDan-1904-09-18 |
Dagsetning: | A-1904-09-18 |
Ritunarstaður (bær): | Skeggjastöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Múl. |
Athugasemd: | Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs 3524 4to |
Nafn viðtakanda: | Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson |
Titill viðtakanda: | foreldrar |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Soffía Daníelsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1862-03-03 |
Dánardagur: | 1907-02-23 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hólmum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Reyðarfjarðarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Múl. |
Texti bréfs |
Skeggjastöðum 18 septemb. 1904 Hjartkæru foreldrar mínir! þó litið sje um tíma má jeg til að hripa nokkrar línur itl ykkar til þess að láta ykkur vita að okkur líður (J. nl.) bæri lega. það er bágt að frjetta að heiman frá ykkur, hvað mikið þið hafið af heilsubresti að segja. það hefir verið mikið um þessa þrem vikum síðan, þá reið jeg til Vopnafjarðar með manni mínum, sem messaði þá á Hofi og tók sír í þeirri von að eitthvað bætistúr fiski leysinu Gömlu mennirnir fara nú með Hólar. þessir nýju eru ráðnir uppá 50. kr um mánuðinn. Jeg man ekki hvort jeg hef getið um 8. barnið okkar nl. 8, barn Sigurðar sem Gróa er nú hing að kominn með, sem kaupakona þessa tvo mánuði Sept. og okt. svo má hhamingjan vita hvort hún verður lengur Jeg á von á stúlku af Eyjafirði, bregð ist hún verð jeg fegin að hafa hana fyrir vetrar stúlku eða árstúlku. Annars er jeg orðin hálf leið á stórulund hennar, Hún fer nl. ekki suður með kærasta sínum fyr en hún fær vissu fyrir því að þau fái að giptast, það er spámanna að sú vissa fáist alldrei. Segir hún að það verði þa í síðast sinni sem hún bindi sig við karlmann!! Næsta sunnudag hefir sír Sigurður lofað okkur að messa hjer Síðastliðinn sunnudag skipti um tíðina hjer. síðan hafa verið |