Nafn skrár:SofDan-1904-10-16
Dagsetning:A-1904-10-16
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

1/11'04.r. 9/2'05.

Skeggjastöðum 16. okt. 1904

Hjartkæru foreldrar mínir!

Ekki veráð nema í tíma sje tekið Jeg efast, um að jeg fái tíma til brjefa skripta áður en Hólar fara ef jeg ekki nota þessa stund. Hjer er alltaf svo mikill gesta rella Nú siðast liðna nótt varma Guðm. Finnbogason og fylgd ar maður hanns bóndi af langanesinu. Jeg var ekki vel fyrir það kölluð í gærkveldi að taka á móti fínum gestum jeg hafði lofað Stínu að bregða sjer bæarleið og vera nóttina og Anna fjekk að fara með Aðalbj. frá Kristnesi norður í Eyja fjörð (a. var hjer yfir Hólarferð)

Gróa var því ei heilna hjá mjer hálf lasin Litlu stúlkur höfðu verið að flytja út og hreykja sverði allandagin og því þreyttar jeg að enda við að leggja miður slátur úr rímlega 20 kindum sem slátrað var á Vopnafirði Á morgun á jeg von á frú Pálínu frá Raufarhöfn (dóttir Guðrúnar Laxdal) og Sveini kaupmanni þar manni Guðrúnar dóttur þórunnar mág konu minnar þau ættla bæði að sigla til Hafnar, fara landveg Til Vopnafjarðar, Jeg er langt kominn með slátargjörð í haust nema öll svið eru eptir að undanteknum tveimum uxa sviðum sem jeg bjó til sultu úr á laugardaginn

Jeg varað skjótast í að kippa toginu af ullinni í sumar en hafði engan tíma til að hæra; sumir segja að það gjör ekki svo mikið til í þráð ef hært sje í fyrirvaf

Jeg er nú orðin svo sifjuð að jeg verð að hætta, nl. var að ganga til 3 í nótt þegar jeg fór að sofa því þegar jeg kom inn frá gestunum mátti jeg fara framí fjós til þess að hjálpa Skjóldu til að bera

Heilsið þið kærlega frá mjer vinum og vanda mönnum og verið af okkur hjónunum ástsamlega kvödd og guðs vermd falin hjer og síðar meir

ykkar elskandi dóttir

Sofía

E S Jeg held að þið getið ekki lesið þetta

Jeg man ekki hvort jeg gat um það í síðasta brjefi, að Gróa er orðin ársstúlka hjá mjer vistuð frá haustí til hausts Jeg held jeg megi nú víkja að aðalbrjefefninu sem er fyrst að þakka þjer elsku pabbi minn síðasta brjef þitt, sem jeg sá að þú hefir skrifað meira af vilja en mætti, og þessu næst að láta ykkur vita að heilsa okkar líðan er í allgóðu lagi nú sem stendur

Jeg ættla að stynga ullarlagð í poka handa þjer elsku mam mín, og getur þú verið ánægð við mig fyrir það að það er ekki of mikið, en svo veit jeg ekki hvort þjer þykir nokkuð betur um það að jeg ljet kemba sumt í lopa af því að jeg gat ekki hært það

pokanum sem jeg ættlaði að vera búin að merkja og þvo, en fyrir fórst, jeg verð því að biðja Ínu að merkja það fyrir mig með J. og M. Ekki eru samt fósturdætur mínar svo vel að sjer að þær hefdu getað það svo í nokkru lagi væri, þær eru alltaf í ein lægu drasli greiin, þær eru að stynga upp garðana í dag með Geira smaladrengnum Skóla ganga fer nú að byrja fyrir þær en jeg er óánægð með kvað lítið þær læra til handanna sjálf hef jeg svo lítinn tíma til að sinna þeim

Nú ekki tími til að rugla meir Vertu þá ætíð sæl elsku mamma mín

þín elsk. dóttir

Fía

20 októb.

Elsku mamma mín!

Mislita ull færð þú helzt enga hjá mjer elsku mamma mín í vor var enginn mórauður lagður til í ullinni, en jeg er að hugsa um að láta einn lopa mórauðann aflull síðan í fyrra en sú ull er kembd mig mynnir með togi og öllu, en ef þig vantar neðan við nærsokka handa pabba þá verður honum síður kalt á fótunum ef tog hárin stynga hann dálítið! Jeg þarf raunar að afsaka allt sem í pokanum er, hvíta ullin ókembda er líka síðan í fyrra og því hálf blökk og ótúttleg, því þó ótrúlegt sje fann jeg helzt engan lægð sem mjer líkaði í ull okkar í vor, sem eðlilegt er þegar engir eru rauðirnir aðeins ær og gemlingar. Eitt handkæði á að vera í

Hvað verður Haraldur lengi á Tugt húsinu

þegar eg fæ að skoða mórauðu lopana sje jeg að það er engin meining í að senda þjer það, þeir eru svo ull vondir að þú hefir ekkert við þá að gjöra nema ef einkver vildi skipta við þig á óunninni ull.

Myndir:1234