Nafn skrár:SofDan-1904-11-29
Dagsetning:A-1904-11-29
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

17/12'04.r 9/2'05.

Skeggjastöðum 29. nóv. 1904

Hjartkæru foreldrar mínir!

þó ekkert sje nú markvert að skrifa langar mig til að láta ykkur sjá frá mjer línu alltjend til að fræða ykkur um hvernig okkur líður hjer á Skeggjastöðum það er þá af heilsunni að segja að hún er heldur góð þessa stundina eptri því sem getur verið hjá sumum.

Barnakennslan er nú byrjuð í sveitinni. Kennarinn sem kenndi hjer í fyrra verður nú eins og þá sína tvo mánuð á hverjum bæ þessara þryggja Skeggjast Bakka og Höfn nú er hann í Höfn. það fengu ekki nema tvö börn hjeðan inngöngu þar, og urðu þær Tava

vinstri spássía: Stína kom inn í þessu og biður að skila kveðju til ykkar

og Ossa látnar fara. þó Dóri litli sje þeim ari fyrir tilsögn en þær, álitum við það rjettara og bera minni árangur hjá honum skólaganga. það virðist sem hann ættli að verða mjög tornæmur, hann er enn ekki svo læs hann geti farið að læra nokkuð á bókina, í fyrra hfaði hann bara lestur, skript og reikning á skólanum, fram förin var mjög lítil því svona börn þurfa helzt að vera tekin ein, og er þeim ví heima kennsla ei síðri. Hann er orðin svo gamall byrjaði 11. árið í haust

Síðast liðna viku vorum við Anna að keppast við að prjóna og sauma handa litlu stúlkum, og er nú búin að senda þeim nærföt sokka og svutnur

sama er um Gróu að segja hún biður að heilsa helst í hverju brjefi þá jeg eki muni að skila því

þá var líka veðrið svo vont, enginn prestur var við nema prófastr Vinir sír Jóns aðstoðarprestsins eru strags farnir að hugsa um að sikkra honum brauðið, og það á að vera búið að biðja prófast að kjósa hann þegar til þess kjemur, þá er sagt að það sjeu ekki líkt því allir sem kæri sig um hann.

Jeg ættla að biðja ykkur að skrifa mjer hvað Haraldur á að vera lengi fyrir sunnann. Guðný er á Akureyri með báðar litlu stúlkurnar Jósep og Guðný á Stórhóli toku þá yngri en G. og barnið gátu ekki tekið trygð hver við aðra svo því var skilað aptur Engu af Haraldar fólki þykir væntum G. og er henni því lítið hjálpað sem hún þó vill helzt, fá að hafa börnin en láta styrkja sig. þegar Jósep tók barnið slepti hún því

Svo dugar nú ekki annað en að halda áfram að spynna og prjóna, í gær prjónaði Anna kjól handa Sigurðar syninum. Við erum búnar að spynna talsvert af prjóna bandi, og er jeg því byrjuð að spynna í hversdags svuntur handa okkur. Jeg tími ekki að slíta strags svuntunnum frá þjer elsku mamma mín þið verðið búin að frjetta lát sír Arnljótsar, hann dó mynnir mig daginn eptir að frúin var jörðuð, hann hafði líka óskað að mega deyja þegar hann frjetti lát hennar. það var mjög fjölment við jarðarför hennar, sír Sigurður á Hofi talaði bæði í húsinu og kirkj unni, og prófasturinn ræðu í kirkjunni. þegar hann sír Arnl. var jarðsunginn var vist fátt

me illu og hefdi nöfnu hennar á Stórhóli þótt það stórlega að hún skyldi sýna þann stórbokkaskap að þyggja helzt ekki boðið, og það því kannski verk að svo að hún hafi ekki verið eins við barnið og hún hefði þurft til þess að geta hænt þess að sjá G. á Stórk, er sögð stór kona í lund.

Jeg man ekki hvort jeg hef sagt ykkur hvað er af fólki hjá okkur í vetur það er Sigurður og Stína Gróa og einn vetrar mað 8 krakkar og Anna, Gerða sem fór suður til sír Lárusar og er nú á kvennaskólanum í vetur segist telja dagana þar til hún komi heim. Jeg var þá búin að segja henni að hafna

ekki góðu plássi ef hún ætti kost á því, en mjer heyrist að hún muni ekki leitast fyrir að fá það.

Jeg held nú mál komið að hætta þessu bulli

Heilsið kærlega vinum og vandamönnum. Segið Ínu að það hafi orðið upplit á Ossu þegar hún fjekk minni í leppana í sunnudaga skona þega hún fór á skólann, jeg hafði ekki látið hana sjá þá fyr þeir eru nú alveg mátulegir í skóna hennar.

Jeg á að skila kærri kveðju bónda míns til ykkar og kveð ykkur svo sjálf með forlátsbón á þessu brefi og óskum gleðileg jól og allar ólifaðar stundir

ykkur elskandi dóttir

Fía.

ugarðurinn væri svo útgrafinn að það varð að hlaða hann upp og hækka allan með moldar íburði, sökum þess að ekki fæst garðstæði nærri, jeg man ekki hvað er að jeg held helzt að það sje svo víða klöpp eða stórgrý undir.- Jeg bið nú kærl. að heilsa fyrstu nýgiptu hjónunum með beztu lukku óskum, síðan Inu litlu og þeim sem um kveðju mína geta. Jóhanna er vízt farin jeg hef ekki tíma að skrifa henni nú. Jón minn hefir að líkindum getið um hvað hann hefir verið lasin síðan að jeg kom heim og jafnvel áður, nú er hann talsvert betri þó vesæll enn. Jeg var hræddum að honum vesnaði við Vopnafjarðarferðina, en það var hreint ekki. Guð annist ykkur elsku foreldrar í lífi og dauða biður ykkar elskandi dóttir Fía

minn kunni ekki við að hafa engin orð, svo hann hafði bæn, hvernig sem brúðgumanum hefir líkað það. Aumingja Gróa er nú í vandræðum nú er gamli kærastinn (þórarinn) kominn, en Gísli sá nýrri vill ekki sleppa svo jeg veit nú ekki hver þeirra verður hlutskarpari jeg held samt að það sje ekki til neins fyrir Steina að koma, því hún vill óvæg hafa annankvenn báða kærir hún sig ekki um og því síður fleiri ;

Jeg held að þetta merkilega brjef geti nú ekki orðið öllu lengra Hólar eiga að koma í dag, en mjög lítið um næði. Sóknarmenn eru að hamast í kirkjugarðinum, þeir voru G í gær auk annara gesta sem jeg varð að freypa á suma mat og alla kaffi. Mig mynnir jeg geta um það við ykkur að kirk-

Myndir:123456