Nafn skrár:SofDan-1905-01-22
Dagsetning:A-1905-01-22
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

22/3'05.r 31/3.

Skeggjastöðum 22. jan. 1905

Hjartkæru foreldrar mínir!

það er mín innileg ósk að línur þessar hitti ykkur glöð og heilbrigð. Heilsa okkar Skeggjastaða búa hefir ekki verið í umbeztu lagi siðan fyrir jól, menn hafa sýkst aptur og aptur af vondu hvefi, sjerstaklega Jón minn, samt er hann nú mikið betri en um jólin. Tíðar farið get jeg hugsað að egi góðan þátt í þessari vesöld manna, það hefir verið mjög kvikult um tíma, annann daginn frost en hinn þíða, og sífelldir stormar þann 6. þ.m. varð skaði af miklum sjáfargangi og stormi, mest þó hjá Hall-

dóri kaupmanni í Höfn, hans skaði er sagður minst 800 kr virðir

19. febrúar

Lengra komst jeg ekki síðast er jeg hjelt á pennanum, og er jeg nú búin að gleyma orsökinni til þess, hvort hún var leti gesta gangur eða annað því líkt Jeg er hrædd um að það fari á sömu leið með þessum pósti að lítil verði fram kvæmdin með skriptir. Nú er samt ofurlítil friðarstund á meðan að "bindindisfundarballfólkið" sefur, það nl. fór flest fólkið hjeðan á bindindisfund í Höfn í gær og dansaði svo í nótt það er búið að gjöra þrjár tilraunir til þess að koma þessum fundi og balli á, en jafnan verið stórhríð hinn til tekna dag, en

ann sem óðast að fullgjöra húsið. Gróa og Stína fóru báðar og skemtu sjer vel við að horfa á það voru því ekki aðrir eptir heima en við hjónin og Anna með litlu krakkana og svo Sigurður hjá fjenu. jeg gleymi einum vinnu manninum sem búinn er að vera inni nálega 1/2 mánuð, vegna bruna á fæti, sem hann fjekk við að setja pott í moðgryfju hann á sjálfsagt enn nokkuð í honum þessi maður átti að passa fjeð með Sigurði, svo hann hifir nú nóg að gjöra greiið í þessari ótíð sem alltaf er. það má heita að það hafi verið inni stæða fyrir allar skepnur síðan 8. jan því ekki sje jarð laust alveg í góðu veðri, nýtur þess ekki í þessari ótíð

samt komst nú fundur og ball á í þetta sinni þó veðrið væri ekki bezt þennan dag. þær fengu að fara með, Tava og Ossa, þó mer væri það ekki ljúft þær þykja svo liprar í dansinum að þær máttu hreint ekki missast! Jeg var reyndar ekkert hræddum þ.ær því kennarinn þeirra sem lætur sjer vera sjerlega annt um skóla börnin tók þær að sjer, hann er hjer núna og fór með flest bórnin, þau voru inn pökkuð á sleða og hestur fyrir svo tók kaup maðurinn við þeim með upp hit aðar stofur. Hann er að byggja sjer vandað í búðarhús og lánar það í þetta skipti á meðan það er "ó betrekt" baðið stóð ekki lengur því smiðirn

20. febrúar Nú er einkver hlaku nefna útu hvað mikið gagn hún gjörir er ósjeð enn.

Með næsta póst sjer maður líklega hverjir verða í kjöri til Sauðanessbrauðsins. Halld. bróðir tók til sinns ráða og sókti um það fyrir hönd Jóns míns og ættlaði að gjöra með því þægt verk, en það var þá ekki, því Jón minn er því alveg frá hverfur vegna vanheilsu sinnar og efast um að það verði mikill hagnaður í efnalegu til liti ef ekkí verður lifað lengi, sem hann vonast ekki eptir, Hjer erum mættareigverhans í hinum og munum, sem ekki er hægt að búast við að seljist, og hlýt ur hann þá að hleypa ögn í stór skuldir við að kaupa

þþar fyrir norðan og svo held jeg að kjarkinn vanti til að breita svo mikið til og bæta við búskaparáhyggjurnar sem að líkindum yrðu meiri en hjer. Að líkindum gjörir þessi um sókn hvorki frá njer til, hann kemst líklega ekki á skrá því sagt er að margir prófastar sækji. Sjera Jón aðstoðarpresturinn á Sauðanesi fjekk loforð um atkvæði flestra sóknarbarna og var það látið fylgja um sókn hans, en biskup hafði sagt að það væri ekki víst að það yrði tekið ti greina. Svo skrifar Halldór br.

Heilsa okkar hjer er mikið betri en hún var þegar jeg byrjaði þessar línur. Vinur

minn er alltof önnum kafin í hreppsmálum. Hann er nl. oddviti og verður að skrifa hvern staf reikna allt því með hjálparar hanns eru ekki færir um neitt í þá átt

Jeg ættla nú að þreyta ykkur lengur á að lesa þetta klór, ef þið annars komið fram úr því. Jeg á að bera ykkur kæra kveðju stúlkn anna og sumra krakkanna og þá ekki að gleyma kveðju bónda míns sem nú sefur hjer í rúminu sínu, kl. er að ganga 1 f.h. og jeg farin að geispa jeg hætti þá með þeirri inni legri ósk að ykkur ástkæru foreldr ar megi á vallt líða betur en beðið fær ykkar elskandi dóttir

Fía.

E.S.

Jeg bið mjög vel að heilsa fólkinu okkar og þeim sem hveðju minni vilja taka

ykkar sama elsk

Fía.

Myndir:1234